Að starfa á viðskiptasvæði
1. Hvaða kosti hefur það að starfa á viðskiptasvæði?
1 Langar þig til að starfa á svæði þar sem yfirleitt er tekið vel á móti fólki og þú getur hitt á sem flesta? Það geturðu gert á safnaðarsvæðinu. Hvernig þá? Með því að prédika í fyrirtækjunum sem þar er að finna. Boðberar, sem fara í fyrirtækjastarfið, ná oft góðum árangri.
2. Hvernig má skipuleggja fyrirtækjastarf?
2 Í sumum söfnuðum eru viðskiptasvæði hluti af starfssvæði safnaðarins. Bróðirinn, sem annast svæðin, gæti útbúið sérstök svæðiskort fyrir hverfi þar sem mikið er um fyrirtæki. Ef þessi svæði og íbúðasvæðin skarast skal skýrt tekið fram á íbúðasvæðiskortunum að fyrirtækin tilheyri þeim ekki. Á öðrum svæðum má starfa jöfnum höndum í fyrirtækjum og heimahúsum. Ef þú hefur aldrei tekið þátt í fyrirtækjastarfi geturðu byrjað á því að fara í smærri fyrirtæki.
3. Hvernig getum við náð árangri í fyrirtækjastarfinu?
3 Notaðu einfalda kynningu: Það er mikilvægt að vera snyrtilegur og vel til fara í fyrirtækjastarfinu. Það er líka gott að velja tíma þegar lítið er að gera í verslunum og fyrirtækjum. Ef mögulegt er skaltu fara inn þegar enginn bíður eftir afgreiðslu. Spyrðu eftir yfirmanni. Vertu stuttorður og gagnorður. En hvað er nú best að segja?
4-6. Hvað gætum við sagt þegar við vitnum fyrir verslunarstjóra eða yfirmanni?
4 Þegar þú tekur verslunarstjóra eða yfirmann tali gætirðu sagt eitthvað á þessa leið: „Verslunar- og skrifstofufólk er oft svo upptekið að það er erfitt að hitta það heima hjá sér. Þess vegna komum við til þín á vinnustaðinn. Blöðin okkar veita góða yfirsýn yfir það sem er að gerast í heiminum.“ Kynntu síðan stuttlega eitt atriði úr einu blaði.
5 Þú gætir líka prófað þessa einföldu aðferð: „Marga langar til að vita meira um Biblíuna en þeir hafa lítinn tíma. Í þessu smáriti er bent á að öllum standi til boða ókeypis námskeið sem getur hjálpað þeim að finna svör við spurningum sínum um Biblíuna.“ Bentu síðan á blaðsíðu 4-5 í smáritinu Langar þig að vita meira um Biblíuna?
6 Ef yfirmaðurinn lítur út fyrir að vera upptekinn gætirðu látið nægja að bjóða smárit og segja: „Ég get komið aftur þegar minna er að gera hjá þér. Mér þætti gaman að vita hvað þér finnst um smáritið.“
7. Hvernig getum við glætt áhuga sem við verðum vör við á viðskiptasvæðum?
7 Glæðum áhugann sem við finnum: Þú gætir jafnvel stjórna biblíunámskeiði á viðskiptasvæði. Sérbrautryðjandi fór reglulega með blöðin til kaupsýslumanns. Þegar maðurinn lét í ljós áhuga á því sem hann las, sýndi brautryðjandinn honum hvernig biblíunámskeið fer fram og notaði til þess Kröfubæklinginn. Námskeiðið var síðan hafið á vinnustað mannsins. Brautryðjandinn tók mið af aðstæðum og takmarkaði hvert skipti við 10 til 15 mínútur. Við skulum líka halda áfram að leita að verðugum með því starfa á viðskiptasvæðum.