Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 7.04 bls. 3
  • Spurningakassinn

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Spurningakassinn
  • Ríkisþjónusta okkar – 2004
  • Svipað efni
  • Haltu áfram að hafa gagn af Varðturninum og Vaknið!
    Ríkisþjónusta okkar – 2002
  • Endurnýjun áskrifta
    Ríkisþjónusta okkar – 2001
  • Nýttu blöðin sem best
    Ríkisþjónusta okkar – 1995
Ríkisþjónusta okkar – 2004
km 7.04 bls. 3

Spurningakassinn

◼ Hvernig á fólk að verða sér út um sín eigin eintök af Varðturninum og Vaknið!?

Þar sem áskriftarfyrirkomulagið hefur verið fellt niður ættu allir boðberar að sækja Varðturninn og Vaknið!, hvort sem er á prenti eða hljóðsnældu, í blaðadeild safnaðarins. Þetta gildir fyrir öll tungumál. Eina undantekningin eru þeir sem mega lögum samkvæmt fá blöð með blindraletri eða á hljóðsnældu send heim til sín sér að kostnaðarlausu. Söfnuðir geta pantað blöðin á hljóðsnældu á Blaða- og ríkisþjónustupöntun safnaða (M-202-IC). Einnig má nota þetta eyðublað til að panta blöðin á erlendu máli eða með stækkuðu letri.

Ef einhver á svæðinu þínu biður um að fá blöðin á reglulegum grundvelli skaltu fara til hans við fyrsta tækifæri með hvert einasta eintak. Þeir sem eru brottreknir geta fengið blöð og önnur rit, til eigin nota, í blaðadeild ríkissalarins. Þeir ættu ekki að vera á blaðaleið boðbera.

Einu áskriftirnar sem deildarskrifstofan hér á landi hefur áfram á skrá eru þær sem safnaðarboðberar geta ekki haft á blaðaleið. Ef starfsnefnd safnaðarins leggur inn beiðni um að einhver sem getur ekki nálgast blöðin með öðrum hætti fái áskrift ætti ritarinn að láta stutta athugasemd fylgja með til að staðfesta að starfsnefndin hafi farið yfir beiðnina og samþykkt hana.

Þetta þýðir að boðberar eigi ekki að skrifa deildarskrifstofunni til að biðja um áskrift. Allar slíkar beiðnir frá boðberum eða áhugasömum verða sendar aftur til safnaðarins.

◼ Hvernig getur vistmaður í fangelsi fengið blöðin?

Söfnuður, sem er með fangelsi á starfssvæði sínu, ætti að sjá til þess að fangar geti fengið Varðturninn og Vaknið! Ef það er ekki hægt getur fanginn sjálfur skrifað deildarskrifstofunni og beðið um áskrift. Athugið að fangar, sem vikið hefur verið úr söfnuðinum, geta fengið blöðin með sama hætti.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila