Haltu áfram að hafa gagn af Varðturninum og Vaknið!
Eftir að við hættum að senda blöðin Varðturninn og Vaknið! í áskrift er brýnt að ganga úr skugga um að við og þeir sem við vitnum fyrir missi ekki af einu einasta tölublaði.
Einkaeintök: Þegar þú pantar blöð í blaðadeild safnaðarins skaltu ekki gleyma einkaeintaki handa sjálfum þér. Foreldrar ættu að sjá til þess að börnin hafi sitt eigið eintak. Með því að merkja þér blaðið kemurðu í veg fyrir að þú dreifir því í starfinu. Þegar blaðasending kemur til safnaðarins ættu bræðurnir sem sjá um blöðin að gera þau tiltæk þegar í stað.
Blaðaleiðir: Boðberar ættu að leitast við að fara reglulega með blöðin til þeirra sem sýnt hafa áhuga og langar til að fá hvert tölublað. Þegar við förum sjálf með blöðin til þeirra höfum við tækifæri til að hlúa að áhuganum og hefja biblíunámskeið. — Sjá Ríkisþjónustu okkar fyrir október 1998, bls. 8.
Sérþarfir: Fólk, sem sýnir einlægan áhuga en býr á óúthlutuðu svæði getur hins vegar fengið blöðin send í pósti. Ef einhver á safnaðarsvæðinu vill mjög gjarnan fá blöðin en ekki er hentugt að færa honum þau persónulega skaltu tala við starfsnefnd safnaðarins. Hægt er að senda inn áskriftarbeiðni ef nefndin fellst á það. Nota má venjulega áskriftarmiða (M-1 og M-101) til þessa.
Við getum verið fullviss um að Jehóva heldur áfram að blessa viðleitni okkar til að kunngera Guðsríki með hjálp Varðturnsins og Vaknið!