Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 9.95 bls. 3-5
  • Nýttu blöðin sem best

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Nýttu blöðin sem best
  • Ríkisþjónusta okkar – 1995
  • Svipað efni
  • Notaðu blöðin í boðunarstarfinu
    Ríkisþjónusta okkar – 2005
  • Blöðin kunngera Guðsríki
    Ríkisþjónusta okkar – 1998
  • Taktu frá tíma til blaðastarfs
    Ríkisþjónusta okkar – 1993
  • Blaðaleið hentar vel til að hefja biblíunámskeið
    Ríkisþjónusta okkar – 2014
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 1995
km 9.95 bls. 3-5

Nýttu blöðin sem best

1 Hvað sérðu þegar þú kemur að blaðastandi? Tímarit. Í hvað rekur þú augun þegar þú kemur inn í sjoppu? Tímarit. Hvað lætur póstburðarmanninn kikna undan þunga póstpokans? Tímarit. Hvað er þá fjöldi fólks að lesa? Tímarit. Kannanir hafa sýnt að 9 af hverjum 10 unglingum á aldrinum 10 til 18 ára og sama hlutfall fullorðinna les að minnsta kosti eitt tímarit á mánuði. Heimurinn er meðvitaður um tímarit.

2 Getum við látið hreinhjartað fólk verða sér meðvitað um Varðturninn og Vaknið!? Já, ef VIÐ erum meðvituð um Varðturninn og Vaknið! Hvað getur hjálpað okkur? Íhugaðu þessar tillögur:

◼ Lestu blöðin: Farandumsjónarmaður greinir frá því að á farandsvæði hans lesi að meðaltali aðeins 1 boðberi af 3 hvert tölublað Varðturnsins og Vaknið! frá upphafi til enda. Gerir þú það? Þegar þú lest hverja grein skaltu spyrja þig: ‚Hver kynni að meta þessar upplýsingar — móðir, efasemdamaður, kaupsýslumaður, unglingur?‘ Í þínu einkaeintaki skaltu merkja við eitt eða tvö atriði sem þú getur notað þegar þú kynnir blaðið. Hugleiddu hvernig þú getir vakið áhuga á efninu með aðeins einni eða tveimur setningum.

◼ Hafðu ákveðna blaðapöntun: Leggðu inn raunhæfa pöntun hjá bróðurnum, sem sér um blöðin, á ákveðnum eintakafjölda af hverju tölublaði. Þannig munt þú og fjölskylda þín fá nægilegar birgðir af blöðunum reglulega.

◼ Settu reglulegan blaðastarfsdag inn í dagskrá þína: Margir söfnuðir hafa tekið frá sérstakan dag sem notaður er fyrst og fremst til blaðastarfsins. Getur þú stutt blaðastarfsdag safnaðarins? Ef ekki skaltu reyna með reglulegu millibili að nota eitthvað af starfstíma þínum til að bjóða blöðin á götum úti og fara með þau til einstaklinga, bæði hús úr húsi og á blaðaleiðum.

◼ Vertu meðvitaður um „Varðturninn“ og „Vaknið!“: Hafðu með þér blöð þegar þú ert á ferðinni eða ert að versla. Bjóddu þau þegar þú ræðir við vinnufélaga, nágranna, skólafélaga eða kennara. Hjón, sem oft ferðast með flugi, nota atriði í einu af nýjustu blöðunum til að koma af stað samræðum við farþegann sem situr við hliðina á þeim í flugvélinni. Þau hafa átt mörg ánægjuleg samtöl. Sum börn og unglingar taka reglulega með sér í skólann greinar sem þau halda að kennarar þeirra eða skólafélagar gætu haft áhuga á. Hafðu með þér nokkur eintök þegar þú skreppur í búðir og þegar þú hefur gengið frá viðskiptunum getur þú boðið afgreiðslumanninum þau. Mörg okkar koma reglulega við á bensínstöð; hvers vegna ekki að bjóða starfsfólkinu þar blöðin? Hafðu þau handbær þegar ættingjar líta inn, þegar þú notar strætisvagn eða leigubíl eða þegar þú þarft að bíða á biðstofu. Getur þú látið þér detta í hug önnur viðeigandi tækifæri?

◼ Undirbúðu stutta blaðakynningu: Ráðgerðu að segja aðeins fátt en segðu það vel. Sýndu eldmóð. Höfðaðu til hjartans. Talaðu ekki út og suður. Veldu eina hugmynd úr blaðinu, komdu henni til skila með fáum orðum og bjóddu blöðin. Kynningin verður best þegar borin er fram spurning um áhugavert efni og síðan bent á grein sem kemur með svar Biblíunnar. Líttu á nokkur dæmi um hvernig gera mætti þetta:

3 Ef þú ert að benda á grein um aukningu glæpa gætirðu spurt:

◼ „Hvað þarf að gerast til þess að menn geti lagst til hvíldar án þess að þurfa að hafa áhyggjur af innbrotum og öðrum glæpum?“ Húsráðandinn kann að vera svartsýnn á að hlutirnir lagist. Þú getur svarað því á þá leið að margir séu sama sinnis og að þú sért með upplýsingar sem þú teljir að hann hefði áhuga á. Vísaðu síðan í viðeigandi atriði í greininni.

4 Þegar þú býður grein um fjölskyldulíf gætir þú sagt:

◼ „Margir þurfa mikið á sig að leggja nú á tímum til að sjá sér og sínum farborða og koma börnum sínum til þroska. Margar bækur hafa verið gefnar út um það efni en jafnvel sérfræðingana greinir á um hvaða leiðir séu vænlegar til árangurs. Getum við nokkurs staðar fengið áreiðanlega leiðsögn í þessum málum?“ Bentu síðan á sérstaka athugasemd í blaðinu sem sýnir vel viskuna sem er að finna í Biblíunni.

5 Þú gætir notað þessa aðferð þegar þú býður grein um félagslegt vandamál:

◼ „Flestir eru undir álagi nú á tímum. Guð ætlaði okkur aldrei að búa við slíkar kringumstæður.“ Sýndu síðan hvernig biblíulegt efnið í greininni getur hjálpað okkur að takast á við vandamál lífsins núna og veitt von um varanlega lausn í framtíðinni.

6 Hvað um framlög? Til að upplýsa það fólk sem virðist kunna að meta blöðin um hvernig þeir geti hjálpað til gætir þú sagt: „Þó að við bjóðum ritin okkar ókeypis er öllum frjálst að leggja fram lítils háttar framlag til hins alþjóðlega starfs okkar.“

7 Götustarf er áhrifaríkt: Það var í janúar 1940 að forveri Ríkisþjónustu okkar hvatti boðberana í fyrsta sinn til að setja á dagskrá hjá sér sérstakan dag í hverri viku til starfs á götum úti með blöðin. Ferð þú í götustarfið af og til? Ef þú gerir það er þá aðferðin sem þú beitir árangursrík? Sést hefur til boðbera talandi saman á fjölförnum gatnamótum og taka ekki eftir mörgum manninum sem gekk fram hjá. Í stað þess að standa hlið við hlið með blöðin í hendinni er vænlegra til árangurs að skipta liði og taka fólk tali. Ókunnugt fólk stansar ef til vill og hlustar á nokkur orð ef aðeins einn maður snýr sér að því en fáir munu að eigin frumkvæði ávarpa hóp manna sem eru á kafi í samræðum. Þar sem við drögum til okkar talsverða athygli í götustarfinu er sérstök ástæða til að vera snyrtilega klæddur og vel til hafður eins og hæfir þjónum Guðs. — 1. Tím. 2:9, 10.

8 Blaðaleiðir: Þeir sem hafa blaðaleið útbreiða mörg blöð, jafnvel þótt farið sé reglulega yfir starfssvæðið. Blaðaleiðir eru frábær uppspretta hugsanlegra heimabiblíunáma.

9 Þegar þú ferð í reglulegar heimsóknir til að afhenda blöðin kemst þú að raun um að hlýjan og vinsemdin milli þín og húsráðandans eykst. Því betur sem þið kynnist þeim mun auðveldara verður að ræða um biblíulegt efni. Það getur leitt til þess að árangursríkt heimabiblíunám komist í gang. Þegar augljóst er að blöðin eru mikils metin skaltu bjóða áskrift. Og mundu að í hvert sinn sem þú hittir húsráðandann getur þú skráð það sem endurheimsókn.

10 Systir fór reglulega með blöðin til konu sem þáði þau alltaf en sagði: „Ég trúi ekki því sem þú ert að segja mér.“ Dag nokkurn hitti systirin á eiginmanninn heima. Eftir vingjarnlegt samtal var ákveðið að hefja biblíunám. Systirin vingaðist við synina þrjá sem fóru að taka þátt í náminu. Að því kom að móðirin og synir hennar vígðu líf sitt Jehóva og voru skírð. Fram til þessa hafa 35 meðlimir fjölskyldunnar tekið við sannleikanum. Allt hefur þetta orðið vegna þess að systirin fylgdi eftir þeim áhuga sem hún fann á blaðaleiðinni sinni!

11 Koma má sér upp blaðaleið á margan hátt. Þú getur gert það með því einfaldlega að halda skrá yfir hvar fólk þiggur blöð og fara þangað aftur í hverjum mánuði með nýjustu blöðin. Ein leið er að nota upplýsingarnar í rammanum „Í næsta blaði.“ Þegar þú kemur aftur segir þú húsráðandanum að þú sért með greinina sem þú nefndir áður. Í endurheimsókninni gætir þú líka sagt: „Þegar ég las þessa grein datt mér í hug að þér fyndist hún áhugaverð . . .“ Segðu síðan eitthvað stutt um greinina og bjóddu blaðið. Þegar heimsókninni er lokið skaltu skrifa fimm einföld atriði á millihúsaminnisblaðið: (1) nafn húsráðandans, (2) heimilisfang hans, (3) dagsetningu heimsóknarinnar, (4) hver tölublöðin voru og (5) hvaða grein þú kynntir. Sumum boðberum hefur gengið mjög vel að koma sér upp blaðaleiðum, safnað 40 eða fleiri heimsóknum á listann sinn.

12 Viðskiptasvæði: Boðberar, sem starfa á viðskiptasvæðum, dreifa mörgum blöðum. Hefur þú reynt að fara í búðastarfið? Skýrslur benda til að í sumum söfnuðum sé þátttakan í því mjög takmörkuð. Stundum er beygur í sumum við að gefa sig á tal við kaupsýslumenn en eftir að hafa reynt það í nokkur skipti færir það þeim bæði ánægju og umbun. Væri ekki ráð að biðja reyndan boðbera eða brautryðjanda að hjálpa þér að komast af stað?

13 Búðastarfinu fylgja margir kostir. Það eru mjög fáir „ekki heima,“ að minnsta kosti ekki á meðan búðir eru opnar. Kaupsýslumenn eru yfirleitt kurteisir, jafnvel þó að þeir hafi engan sérstakan áhuga á Biblíunni. Farðu snemma morguns; þá verður þér líklega betur tekið. Eftir að hafa kynnt þig gætir þú sagt að þú hittir kaupsýslumenn sjaldan heima og þess vegna heimsækir þú þá á vinnustað aðeins nokkur andartök til að bjóða þeim nýjustu tölublöðin af Varðturninum og Vaknið! Bentu á að margir kaupsýslumenn kunni að meta blöðin okkar vegna þess að þeir þurfi að fylgjast með því sem er að gerast í heiminum en hafi oft lítinn tíma til lesturs. Blöðin setji fram upplýsingar frá nýju sjónarhorni, án trúarlegrar, pólitískrar eða viðskiptalegrar hlutdrægni og þær örvi okkur til umhugsunar. Búa má til blaðaleið sem á er áhugasamt fólk sem við höfum fundið á viðskiptasvæði.

14 Undirbúið ykkur sem fjölskylda: Taka má frá einhvern tíma í fjölskyldunáminu ykkar til að ræða um hvaða greinar í síðustu blöðunum eru vel fallnar til þess að nota á starfssvæði ykkar. Meðlimir fjölskyldunnar — börnin þar með talin — geta skiptst á að æfa kynningarorð sín og sigrast á venjulegum andsvörum eins og: „Ég er upptekinn,“ „við höfum okkar eigin trú“ eða „ég hef ekki áhuga.“ Góð samvinna getur gert allri fjölskyldunni kleift að taka reglulega þátt í blaðadreifingunni.

15 Bóknámsstjórar geta hjálpað: Hvenær sem hentugt er ætti að hafa samkomurnar fyrir boðunarstarfið á blaðadeginum í bóknámshópunum frekar en að láta allan söfnuðinn safnast saman í ríkissalnum. Þeir sem sjá um samansafnanir ættu að vera vel undirbúnir með ákveðnar tillögur fyrir hópinn. Meðal annars mætti koma með dæmi um kynningarorð og benda á eitt eða tvö atriði í nýjustu blöðunum sem nota mætti til að vekja athygli manna. Samkomur fyrir boðunarstarfið — þar með talin skipting á svæðið — ættu að vera stuttar, ekki lengri en 10 til 15 mínútur. Bóknámsstjórar ættu að gæta þess að nægilegt starfssvæði sé fyrir hendi til þess að starfshópurinn hafi nóg að gera allan starfstímann.

16 Sýndu að þú metir blöðin: Greinin „Notum Varðturninn og Vaknið! vel,“ sem birtist í Ríkisþjónustu okkar í júlí 1993, benti á mikilvægt atriði: „Varðturninn og Vaknið! missa ekki gildi sitt þótt ekki sé búið að koma þeim í hendur fólks innan nokkurra mánaða frá útgáfudegi. Þótt tíminn líði dregur það ekki úr mikilvægi efnisins. . . . Ef við leyfum eldri blöðum að safnast upp og notum þau aldrei sýnir það að við metum ekki þessi verðmætu verkfæri sem skyldi. . . . Er ekki betra að gera sér sérstakt far um að koma eldri tölublöðum í hendur áhugasamra manna, . . . heldur en að leggja þau einungis til hliðar og síðan gleyma þeim?“

17 Nú á tímum er margt hreinhjartað fólk að leita sannleikans. Upplýsingarnar, sem eitt blað inni­heldur, gætu verið einmitt það sem þarf til að leiða það til sannleikans! Jehóva hefur gefið okkur hrífandi boðskap til að kunngera og blöðin okkar gegna bráðnauðsynlegu hlutverki í að koma boðskapnum til annarra. Munt þú verða þér enn betur meðvitaður um að dreifa blöðunum á komandi tímum? Munt þú reyna sumar af þessum tillögum strax um næstu helgi? Það mun færa þér ríkulega blessun.

Raunhæfar tillögur:

◼ Lestu blöðin fyrirfram og kynnstu greinunum.

◼ Veldu grein sem fjallar um eitthvað sem almennur áhugi er á í byggðarlagi þínu.

◼ Undirbúðu kynningarorð sem hæfa mun margs konar fólki, hvort sem það eru menn, konur eða börn. Sýndu hvernig efni blaðsins snertir húsráðandann og hvernig öll fjölskyldan muni hafa ánægju af því.

◼ Stefndu að því að fara í boðunarstarfið þegar sem flestir eru heima. Sumir söfnuðir skipuleggja kvöldstarf með blöðin.

◼ Láttu kynningarorð þín vera stutt og koma beint að efninu.

◼ Talaðu ekki of hratt. Ef áheyrandi þinn hefur engan áhuga gagnar ekkert að tala hraðar. Reyndu að slaka á og gefa húsráðandanum tækifæri til að leggja sitt til málanna.

Blöðin boðin hús úr húsi:

◼ Brostu vingjarnlega og talaðu góðlegri röddu.

◼ Láttu sjást að þú sért hrifinn af blöðunum.

◼ Talaðu hægt og skýrt.

◼ Talaðu aðeins um eitt efni; glæddu áhuga með fáum orðum og sýndu hvaða gildi efnið hefur fyrir húsráðandann.

◼ Beindu athyglinni að aðeins einni grein.

◼ Kynntu aðeins eitt blað, bjóddu hitt sem fylgiblað.

◼ Réttu húsráðanda blöðin.

◼ Láttu húsráðandann vita að þú hyggist koma aftur.

◼ Ljúktu máli þínu á vingjarnlegan og jákvæðan hátt ef blöðunum er hafnað.

◼ Merktu inn á millihúsaminnisblað alla sem sýna áhuga og/eða þiggja blöðin.

Hér gefast tækifæri til að dreifa blöðum:

◼ Í starfinu hús úr húsi.

◼ Í götustarfinu.

◼ Í búðastarfinu

◼ Á blaðaleið.

◼ Í kvöldstarfinu.

◼ Í endurheimsóknum.

◼ Þegar fyrrverandi biblíunemendur eru heimsóttir.

◼ Á ferðalögum, í verslunarferðum.

◼ Í samtölum við ættingja, vinnufélag, nágranna, skólafélaga, kennara.

◼ Í almenningsfarartækjun, á biðstofum.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila