Blaðaleið hentar vel til að hefja biblíunámskeið
1. Af hverju hefur söfnuður Jehóva um langt skeið hvatt boðbera til að hafa blaðaleið?
1 Margir eru ekki tilbúnir til að þiggja biblíunámskeið en finnst gaman að blöðin okkar. Þess vegna hefur söfnuður Jehóva um langt skeið hvatt boðbera til að koma á fót blaðaleið. Þegar fólk les blöðin að staðaldri fer það oft að sækjast eftir að heyra orð Jehóva. (1. Pét. 2:2) Svo gæti farið að eitthvað sem fólk les höfði til þess og fái það til að þiggja hjá okkur biblíunámskeið.
2. Hvernig getum við glætt áhuga þeirra sem þiggja hjá okkur blöðin að staðaldri?
2 ,Vökvaðu‘ fræ sannleikans: Reyndu að eiga viðræður við húsráðanda og kynnast honum svolítið í stað þess að koma bara með blöðin til hans. Þá getur þú kynnst aðstæðum hans, áhugamálum og trúarskoðunum og þar af leiðandi átt innihaldsríkara samtal við hann. (Orðskv. 16:23) Undirbúðu þig fyrir hverja heimsókn. Ef tækifæri gefst skaltu stuttlega minnast á eitthvert atriði í blaðinu og lesa biblíuvers sem tengist efninu. Þannig vökvar þú fræ sannleikans sem skjóta rótum í hjarta viðmælandans. (1. Kor. 3:6) Skrifaðu hjá þér hvenær þú heimsóttir hann, hvaða rit þú lést hann hafa og hvaða efni og biblíuvers þið rædduð um.
3. Hversu oft ættum við að heimsækja þá sem eru á blaðaleið okkar?
3 Hversu oft eigum við að koma við? Þú ferð auðvitað annan hvern mánuð til að láta húsráðanda fá nýjustu blöðin en þú gætir kosið að koma oftar til hans ef hann sýnir áhuga. Þú gætir til dæmis litið við einni eða tveimur vikum eftir að þú lætur hann hafa blöðin og sagt: „Ég kom bara við til að benda þér á efni í blaðinu sem sem ég lét þig hafa.“ Þetta gæti vakið áhuga hjá viðkomandi og fengið hann til að lesa greinina sem þú bentir á. Ef hann er búinn að lesa greinina gætir þú spurt hvað honum finnist um hana og rætt stuttlega við hann. Ef húsráðandi hefur gaman af að lesa blöðin gætir þú líka komið aftur og sýnt honum tilboð mánaðarins, hvort sem það er smárit, bæklingur eða bók.
4. Hvað getum við af og til gert til að sjá hvort fólk á blaðaleið okkar vilji þiggja biblíunámskeið?
4 Ekki bíða eftir því að húsráðandi biðji þig um biblíunámskeið. Taktu frumkvæðið. Þó svo hann hafi einhvern tíma áður afþakkað boðið gætir þú af og til sýnt greinina „Biblíuspurningar og svör“ í Varðturninum og athugað hvort hann vilji ræða um hana. Þú getur kannski hafið biblíunámskeið í dyragættinni. En ef þér tekst ekki að hefja biblíunámskeið gætir þú samt sem áður haldið áfram að færa honum blöðin og glæða áhuga hans.