Tökum framförum í boðunarstarfinu – glæðum áhuga þeirra sem eru á blaðaleið okkar
Af hverju er það mikilvægt? Margir sem njóta þess að lesa blöðin okkar þiggja ekki biblíunámskeið. Þeir eru kannski ánægðir í sinni trú eða eru tímabundnir. Þeir gætu samt farið að sækjast eftir að heyra orð Guðs þegar þeir lesa blöðin okkar að staðaldri. (1. Pét. 2:2) Einhver sérstök grein getur snert þá eða þá að aðstæður breytast hjá þeim. Ef við förum í stuttar reglubundnar heimsóknir til þeirra hjálpar það þeim að vera afslappaðri gagnvart okkur og við eigum auðveldara með að finna út hverju þeir hafa áhuga á og hverjar áhyggjur þeirra eru. Með tímanum gæti verið hægt að hefja biblíunámskeið.
Prófaðu eftirfarandi í mánuðinum:
Skrifaðu lista yfir þá sem gætu verið á blaðaleið hjá þér. Bjóddu þeim nýjustu blöðin og láttu þá vita að þú komir með næstu eintök.