Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 4.98 bls. 8
  • Blöðin kunngera Guðsríki

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Blöðin kunngera Guðsríki
  • Ríkisþjónusta okkar – 1998
  • Svipað efni
  • Nýttu blöðin sem best
    Ríkisþjónusta okkar – 1995
  • Notaðu blöðin í boðunarstarfinu
    Ríkisþjónusta okkar – 2005
  • Taktu frá tíma til blaðastarfs
    Ríkisþjónusta okkar – 1993
  • Notum Varðturninn og Vaknið! vel
    Ríkisþjónusta okkar – 1993
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 1998
km 4.98 bls. 8

Blöðin kunngera Guðsríki

1 Sem vottar Jehóva erum við vel þekkt fyrir að prédika ríki Guðs kostgæfilega. Varðturninn og Vaknið!, sem við dreifum, gegna því þýðingarmikla hlutverki að hjálpa milljónum manna að fræðast um tilgang Guðs. Boðskapur þeirra er sannarlega fagnaðarerindi því að þau kunngera himneskt ríki Guðs sem einu von mannkynsins.

2 Blöðin taka á raunverulegum þörfum fólks, tilfinningalegum, félagslegum og andlegum. Allt um kring eru siðgæði og fjölskyldugildi á undanhaldi. Varðturninn og Vaknið! hjálpa fólki að bæta hlutskipti sitt í lífinu með því að sýna hvernig beita má frumreglum Biblíunnar. Það verður ánægjulegt að bjóða blöðin í apríl og maí.

3 Þau höfða til fólks: Varðturninn og Vaknið! eru fáanleg á tungum nánast allra jarðarbúa. Fyrir bragðið eru þau vel þekkt. Hér fara á eftir nokkrar ástæður fyrir því að fólk hrífst að þeim:

◼ Þau eru heiðarleg og sannorð og sýna greinilega muninn á réttu og röngu.

◼ Þau veita von um að réttlát paradís komi, von sem byggð er á loforði Guðs um að jörðin komist undir stjórn ríkis hans.

◼ Alls konar efni er komið á framfæri sem höfðar til fólks af öllum þjóðfélagsstigum og menningarsvæðum.

◼ Greinarnar eru hnitmiðaðar, fræðandi, byggðar á staðreyndum, lausar við fordóma og málamiðlanir.

◼ Myndirnar vekja strax áhuga og skýr ritstíll gerir þau auðlesin.

4 Dreifðu þeim vítt og breitt: Árangursrík blaðadreifing fer að miklu leyti eftir dugnaði okkar við að undirbúa kynningarorð og skipuleggja tíma okkar og boðunarstarf. Raunhæfar tillögur eru í Ríkisþjónustu okkar frá september 1995 og október 1996. Gott væri að rifja þær upp og nota.

5 Kynntu þér blöðin: Þegar þú lest hvert tölublað skaltu velta því fyrir þér hverjir myndu kunna að meta að fá eintak. Finndu tilvitnanir eða ritningarstaði sem þú getur bent á í kynningu þinni. Veltu fyrir þér spurningu sem þú gætir borið fram til að hefja samræður og vekja áhuga á efninu.

6 Aðlagaðu kynninguna að viðmælanda þínum: Undirbúðu einfalda kynningu sem þú getur lagað að samtali við karl eða konu, aldraðan einstakling eða ungling, kunningja eða ókunnugan.

7 Vertu blaðasinnaður. Þar sem auðvelt er að stinga blöðunum í tösku, handtösku eða vasa getum við haft þau meðferðis á ferðalögum og innkaupaferðum. Bjóddu ættingjum, nágrönnum, vinnufélögum, bekkjarfélögum og kennurum þau. Taktu frá dag í hverri viku fyrir blaðastarf.

8 Mettu blöðin að verðleikum: Þau missa aldrei gildi sitt. Tíminn rýrir ekki gildi boðskaparins í blöðunum. En ef við leggjum okkur sérstaklega fram um að dreifa blöðunum sem við tökum, safnast að sjálfsögðu ekki fyrir gömul blöð í hillum okkar.

9 Götustarfið er árangursríkt: Þetta er ein besta leiðin til að bjóða mörgum einstaklingum blöðin. Sumir boðberar starfa með reglulegu millibili á fjölförnum stöðum á innkaupadögum.

10 Fyrirtækjasvæði er frjór akur: Það er lítið um fjarvistir í verslunum. Flest verslunarfólk er kurteist og margir taka blöðunum feginshendi. Vektu athygli á greinum sem eiga við viðkomandi fyrirtæki eða stofnun.

11 Blaðaleið getur verið vaxtarbroddur: Það er vel við hæfi að koma með hvert nýtt tölublað og kynna það fyrir þeim sem hafa þegið blöðin og lesið þau. Við ættum að fara reglulega í endurheimsókn ekki einasta til að dreifa blöðum heldur líka til að glæða áhugann á Biblíunni. Blaðaleið er framúrskarandi leið til að leggja grunn að biblíunámskeiðum.

12 Notaðu apríl og maí sem allra best: Varðturninn og Vaknið! hafa áunnið sér traust milljóna þakklátra lesenda. Þau hafa reynst svo áhrifarík við að boða Guðsríki að við ættum að gera okkur far um að hafa þau meðferðis og bjóða þau við hvert tækifæri. Megi apríl og maí reynast framúrskarandi mánuðir í blaðadreifingu.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila