Tökum framförum í boðunarstarfinu – boðum fagnaðarerindið á viðskiptasvæði
Af hverju er það mikilvægt: Þar sem vinnudagur margra er langur er oft heppilegast að hitta fólk á vinnustað þess til að segja því frá fagnaðarerindinu. Það getur verið ánægjulegt og árangursríkt að starfa á viðskiptasvæði vegna þess að þar eru allir ,heima‘ og starfsfólk er yfirleitt kurteist við þá sem það lítur á sem hugsanlega viðskiptavini. En til að boðberar séu skilvirkir þurfa þeir að sýna góða dómgreind og vera til fyrirmyndar í klæðaburði og snyrtimennsku. (2. Kor. 6:3) Þess vegna ætti starfshirðirinn að fylgjast vel með hve oft er farið yfir viðskiptasvæðin og hverjir gera það.
Prófaðu eftirfarandi í mánuðinum:
Æfðu stutta kynningu á næsta tilbeiðslukvöldi fjölskyldunnar til að nota ef þú tekur þátt í fyrirtækjastarfi.