Þegar enginn er heima
1. Hvað er algengt vandamál hjá okkur í boðunarstarfinu hús úr húsi?
1 Það verður sífellt erfiðara að hitta fólk heima. Nú á „síðustu dögum“ verða margir að vinna langan vinnudag til þess eins að sjá fyrir sér. (2. Tím. 3:1) Aðrir eru ef til vill að heiman því að þeir eru að stunda afþreyingu eða eyða peningum. Hvernig getum við náð til þessa fólks með fagnaðarerindið?
2. Hvernig getum við verið örugg um að það verði farið til þeirra sem voru ekki heima?
2 Haltu góða skrá: Fyrsta skrefið er að skrifa hjá sér þá staði þar sem enginn var heima. Þetta er sérstaklega mikilvægt ef farið er oft yfir svæðið. Skrifar þú niður götunafnið, svæðisnúmerið, nafnið þitt og dagsetninguna? Gott er að gera ráð fyrir plássi til að skrifa viðbótarupplýsingar þegar þú eða einhver annar boðberi starfar aftur á svæðinu til að reyna að hitta á þá sem voru ekki heima? Í lok starfsins skaltu muna að láta þann sem hefur svæðiskortið fá minnisblaðið, nema hann vilji að þú reynir aftur að hitta á þá sem voru ekki heima. Notaðu annað blað til að skrifa áhugasamt fólk hjá þér sem þú ætlar að reyna að hitta aftur.
3. Nefnið nokkrar tillögur um hvernig hægt sé að ná til þeirra sem voru ekki heima.
3 Reyndu mismunandi tíma: Ef til vill eru einhverjir heima á kvöldin og um helgar sem eru ekki heima að degi til á virkum dögum. Gætir þú skipulagt tíma þinn þannig að þú farir aftur á hentugri tíma? (1. Kor. 10:24) Ef ekki þá gætirðu látið annan boðbera, sem kemst á öðrum tíma, fá minnisblöðin þín. Þú gætir líka skrifað fólkinu bréf, sem var ekki heima, eða reynt að ná til þess í síma. Sumir boðberar komast lítið í boðunarstarfið hús úr húsi af heilsufarsástæðum og væru sennilega fegnir að aðstoða þig við þetta.
4. Hvað sýnir að það er mikilvægt að fara aftur til þeirra sem eru ekki heima?
4 Eftirfarandi frásaga sýnir hvað það er mikilvægt að reyna að ná til þeirra sem voru ekki heima. Í þrjú ár höfðu boðberar ítrekað barið á dyr á ákveðnu heimili þegar þeir hittu loksins einhvern heima. Þá kom í ljós að konan hafði beðið eftir vottunum allan þennan tíma því að hún hafði þegið biblíunámskeið áður en hún flutti á þetta svæði og vildi halda því áfram.
5. Hvenær er búið að klára að fara yfir svæðið?
5 Klárum að fara yfir svæðin: Hvenær er búið að klára að fara yfir svæðið? Yfirleitt þegar gerðar hafa verið raunhæfar tilraunir til að hitta einhvern heima á hverju einasta heimili. Þar sem ekki tekst að hitta neinn heima gæti verið gott að setja smárit eða eldra blað inn um bréfalúguna, einkum á svæðum þar sem sjaldan er starfað. Fara ætti yfir svæðið innan fjögurra mánaða. Þá á að skila því svo að svæðisþjónninn geti skráð nýjustu upplýsingar um svæðið.
6. Hvers vegna ættum við að reyna að flytja öllum á svæði okkar fagnaðarerindið?
6 Við viljum að sem flestir fái tækifæri til að fræðast um nafn Jehóva og verða hólpnir, þar á meðal þeir sem eru ekki heima þegar við störfum hús úr húsi. (Rómv. 10:13, 14) Gerðu það að þínu hjartans máli að „bera vitni fagnaðarerindinu um Guðs náð“ eins og Páll postuli gerði. — Post. 20:24.