Dreifum Fréttum um Guðsríki nr. 35 sem víðast
1 Við munum öll hafa mikið að gera í október og nóvember. Fyrstu 11 dagana í október bjóðum við fólki Varðturninn og Vaknið! Frá sunnudeginum 12. október til og með sunnudeginum 16. nóvember tökum við síðan þátt í hinni alþjóðlegu dreifingu á Fréttum um Guðsríki nr. 35. Það eru sérréttindi okkar að færa fólki á starfssvæði okkar þennan mikilvæga boðskap. Hann er svar við spurningunni „Munu allir menn nokkurn tíma elska hver annan?“ Meðan á þessari sérstöku herferð stendur dreifum við Fréttum um Guðsríki nr. 35 á virkum dögum. Um helgar leggjum við áherslu á að dreifa nýjustu blöðunum auk þess sem við bjóðum Fréttir um Guðsríki.
2 Hverjir mega vera þátttakendur? Eins og venjulega verða öldungar í fylkingarbrjósti í þessu starfi. Öllum þykir gaman að dreifa Fréttum um Guðsríki og eflaust munu verulega margir boðberar gerast aðstoðarbrautryðjendur annan eða báða þeirra mánaða sem herferðin nær yfir. Aðrir boðberar munu vilja verja meiri tíma en venjulega til boðunarstarfsins.
3 Hefur þú biblíunemanda sem kominn er vel áleiðis í námi sínu í Þekkingarbókinni og sem verður bráðlega hæfur til að taka þátt í boðunarstarfinu? Kannski gæti hann náð að verða óskírður boðberi nógu snemma til að taka þátt í herferðinni með Fréttir um Guðsríki. Einföld inngangsorð er allt sem þarf til að kynna fréttaritið. Hægt væri til dæmis að segja: „Í þessum fjórblöðungi er svo mikilvægur boðskapur að honum er dreift í þessum mánuði um allan heim á 169 tungumálum. Vilt þú fá eintak fyrir þig?“ Jafnvel börn geta átt góða hlutdeild í þessu spennandi starfi.
4 Bóknámsstjórar ættu að hvetja alla í sínum hópi til að taka fullan þátt í dreifingu Frétta um Guðsríki nr. 35. Ef til vill eru líka einhverjir boðberar orðnir óvirkir en gætu orðið aftur virkir í boðunarstarfinu fengju þeir nauðsynlega uppörvun. Áður en herferðin hefst ættu öldungarnir að heimsækja sérhvern slíkan til að sjá hvað hægt sé að gera til að hjálpa þeim að taka þátt í þessum þætti boðunarstarfsins í fylgd reyndra boðbera.
5 Hvenær væri hægt að safnast saman til boðunarstarfsins? Öll þessi starfsemi kallar á að skipulagt sé hópstarf sem er bæði þægilegt og hagnýtt. Hvenær sem hægt er ætti að skipuleggja samansafnanir hvern virkan dag, um helgar og á kvöldin. Þær ættu að vera á þeim tímum sem gera boðberum og brautryðjendum kleift að nýta sem best tímann sem varið er til starfsins. Gera má líka ráðstafanir til að hittast seinni hluta dags til að koma á móts við þarfir skólanemenda, vaktavinnufólks og annarra. Starfshirðirinn ætti að tryggja að nóg sé til af svæði, íbúðasvæði jafnt sem viðskiptasvæði, til þess að allir geti tekið fullan þátt í starfinu. Þar sem margir boðberar eru á einu svæði ættu þeir að sýna skynsemi í því hve margir starfa á hverjum hluta svæðisins.
6 Hvað um þá staði þar sem enginn er heima? Við viljum ná persónulega tali af eins mörgum húsráðendum og mögulegt er til þess að útskýra hvers vegna þeir ættu að lesa Fréttir um Guðsríki nr. 35. Ef enginn er heima ættir þú þess vegna að skrifa niður heimilisfangið og koma aftur á öðrum tíma. Ef komið er fram að síðustu viku herferðarinnar og viðleitni þín til að hitta þessa húsráðendur hefur ekki borið árangur gætir þú skilið eftir eintak af Fréttum um Guðsríki á stað þar sem það sést ekki að utan. Á íbúðarsvæðum skaltu vera vakandi fyrir því að bjóða Fréttir um Guðsríki fólki sem er utandyra eða á gangi. Þegar starfað er í dreifbýli og þar sem svæðið er stærra en svo að hægt sé að fara yfir það allt í herferðinni, má skilja eftir eintak af Fréttum um Guðsríki í fyrstu heimsókninni.
7 Hvert er markmið okkar? Söfnuðirnir ættu að leitast við að nota upp allar birgðir sínar af Fréttum um Guðsríki til að fara yfir allt starfssvæði sitt áður en herferðinni lýkur 16. nóvember. Ef safnaðarsvæðið er verulega stórt og óhætt er að starfa þar einn án starfsfélaga, kann það að vera hagkvæm leið til að fara yfir svæðið. Með því móti er hægt að ná með fagnaðarerindið til eins margra verðugra og mögulegt er. (Matt. 10:11) Það gæti verið hagstætt að halda á nokkrum fréttaritum í hendinni og hafa biblíu í vasanum eða handtösku í stað þess að vera með starfstösku. Gættu þess að halda góða skrá yfir þá sem sýna áhuga.
8 Ert þú tilbúinn að byrja? Öldungarnir ættu að reyna að meta hve mörg aukablöð söfnuðurinn mun þurfa og panta blöð í samræmi við það. Engin þörf er á að panta Fréttir um Guðsríki nr. 35 vegna þess að söfnuðinum verður sent ákveðið magn. Sér-, reglulegir og aðstoðarbrautryðjendur fá 250 eintök hver til dreifingar en safnaðarboðberum eru skömmtuð 50 eintök hverjum. Okkur hafa verið lagðar línurnar í starfi okkar. Ert þú ákafur í að taka þátt í þessu ánægjulega starfi? Vafalaust ertu það. Dreifum þessum mikilvæga biblíuboðskap í Fréttum um Guðsríki nr. 35 eins víða og mögulegt er!