Þjónustusamkomur fyrir apríl
Vikan sem hefst 6. apríl
Söngur 10
10 mín: Staðbundnar tilkynningar og valdar tilkynningar úr Ríkisþjónustu okkar. Minnið alla á hvar minningarhátíðin verður haldin laugardaginn 11. apríl og klukkan hvað hún hefst. Guðveldisfréttir.
15 mín: „Boðunarstarf okkar — merki um ósvikinn kærleika.“ Spurningar og svör. Takið með stuttar athugasemdir úr Varðturninum 1. júlí 1987 bls. 14-15, greinar 3-7.
20 mín: „Blöðin kunngera Guðsríki.“ Öldungur stjórnar pallborðsumræðum þriggja eða fjögurra boðbera sem ná góðum árangri í blaðastarfinu. Þeir skoða greinina saman, ræða um hvaða efni nýjustu tímaritanna geti höfðað til fólks og koma með tillögur að kynningarorðum. Ræðið hvernig megi auka blaðadreifinguna á starfssvæði safnaðarins. Bendið á greinar í nýjustu blöðunum sem vekja áhuga, til dæmis greinar um félagsleg eða samfélagsleg vandamál eða fjölskylduvandamál. Látið sviðsetja tvær eða þrjár stuttar kynningar. Minnist eftir hverja þeirra á framlögin til alþjóðastarfsins.
Söngur 44 og lokabæn.
Vikan sem hefst 13. apríl
Söngur 57
10 mín: Staðbundnar tilkynningar og reikningshaldsskýrslan.
15 mín: Spurningakassinn. Ræða öldungs sem bendir vingjarnlega á hvernig gera megi betur í söfnuðinum.
20 mín: „Sækið samkomur ‚því fremur.‘“ Spurningar og svör. Rifjið upp eftir því sem tími leyfir hvatningarorðin í Þjónustubókinni bls. 64-5. Hrósið öllum hlýlega sem sækja samkomurnar að staðaldri.
Söngur 5 og lokabæn.
Vikan sem hefst 20. apríl
Þjónustusamkoman fellur niður vegna svæðismóts í Kópavogi dagana 25. og 26. apríl.
Vikan sem hefst 27. apríl
Söngur 46
8 mín: Staðbundnar tilkynningar. Lesið upp nöfn allra sem verða aðstoðarbrautryðjendur í maí. Greinið frá aukasamkomum fyrir boðunarstarfið sem haldnar verða í mánuðinum. Bendið á nokkrar tillögur sem koma að góðum notum við að semja kynningarorð fyrir nýjustu blöðin. — Sjá Ríkisþjónustu okkar fyrir október 1996, bls. 8.
12 mín: Hvernig kristnir hirðar þjóna þér. Ræða öldungs byggð á Varðturninum á ensku 15. mars 1996, bls. 24-7.
25 mín: „Hefjum biblíunámskeið með fleirum.“ Ræða starfshirðis með þátttöku áheyrenda. Greinið frá biblíunámsstarfinu í söfnuðinum og hrósið fyrir það sem vel hefur verið gert. Bendið á hvað megi gera fleira til að koma af stað og stjórna biblíunámskeiðum, meðal annars fjölskyldunámi. Sviðsetjið 5. greinina með því að eiga viðtal við foreldri sem stjórnar reglulegu fjölskyldunámi. Lesið 8. greinina og leggið áherslu á minnispunktana átta. Farið yfir 13. greinina með því að bjóða boðbera, sem nær góðum árangri í biblíunámsstarfinu, að segja frá því hvernig hægt sé að komast yfir námsefni án óþarfa málalenginga. Takið með vel valda frásögu sem sýnir hvernig góður árangur hefur náðst í söfnuðinum.
Söngur 85 og lokabæn.