Tilkynningar
◼ Ritatilboðið í september: Bókin Þekking sem leiðir til eilífs lífs. Október: Einstök tölublöð af Varðturninum og Vaknið! Nóvember og desember: Bókin Þekking sem leiðir til eilífs lífs.
◼ Umsjónarmaður í forsæti eða einhver sem hann tilnefnir ætti að endurskoða reikningshald safnaðarins 1. september eða eins fljótt þar á eftir og mögulegt er. Tilkynna skal söfnuðinum þegar því er lokið.
◼ Öldungarnir eru minntir á að framfylgja leiðbeiningunum á blaðsíðu 28-31 í Varðturninum 1. september 1991 um brottrekna og þá sem hafa aðgreint sig en hafa kannski hug á að koma inn í söfnuðinn á ný.
◼ Þegar lokið er yfirferð bókarinnar Mesta mikilmenni sem lifað hefur í safnaðarbóknáminu verður farið yfir nokkra bæklinga. Í vikunni sem hefst 5. október verður byrjað á bæklingnum Hvers krefst Guð af okkur? og síðan farið yfir bæklingana Hver er tilgangur lífsins? — hvernig getur þú fundið hann? og Ber Guð í raun umhyggju fyrir okkur?
◼ Safnaðarmenn ættu að senda inn allar beiðnir um nýjar eða endurnýjaðar áskriftir að Varðturninum og Vaknið!, þar með taldar eigin áskriftir, fyrir milligöngu safnaðarins.
◼ Félagið afgreiðir ekki ritabeiðnir einstakra boðbera beint. Umsjónarmaður í forsæti ætti að láta lesa upp tilkynningu í hverjum mánuði áður en mánaðarleg ritapöntun safnaðarins er send til Félagsins svo að allir sem vilja geti pantað rit hjá bóka- og blaðaþjóninum. Vinsamlegast hafið í huga hvaða rit eru sérpöntunarvara.
◼ Félagið er með fyrirliggjandi nokkuð af innbundnum árgöngum af Varðturninum á ENSKU frá 1951 til 1959. Boðberar eða nýir söfnuðir, sem vilja fá þá, geta pantað þá hjá bókaþjóni safnaðarins. (Sjá Spurningakassann í Ríkisþjónustu okkar fyrir apríl 1997; Varðturninn á ensku 1. nóvember 1994, bls. 28-31.)
◼ Ný rit fáanleg:
Bókin Er til skapari sem ber umhyggju fyrir þér? — danska, enska, finnska, franska, ítalska, króatíska, norska, rússneska, sænska, þýska.
Bæklingurinn Hvað verður um okkur þegar við deyjum? — danska, enska, finnska, franska, ítalska, króatíska, norska, rússneska, sænska, þýska.