Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 2.99 bls. 1
  • Skaparinn ber umhyggju fyrir okkur

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Skaparinn ber umhyggju fyrir okkur
  • Ríkisþjónusta okkar – 1999
  • Svipað efni
  • Þú ættir að kynnast Skapara þínum
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1999
  • Skaparinn getur gert líf þitt innihaldsríkara
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1999
  • Styrkjum trú okkar á skaparann
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2021
  • Eilíft líf sem hefur tilgang
    Er til skapari sem er annt um okkur?
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 1999
km 2.99 bls. 1

Skaparinn ber umhyggju fyrir okkur

1 Jehóva spurði hina óhlýðnu Ísraelsþjóð eitt sinn þegar hann reyndi að koma vitinu fyrir hana: „Veistu þá ekki? Hefir þú ekki heyrt? [Jehóva] er eilífur Guð, er skapað hefir endimörk jarðarinnar.“ (Jes. 40:28) Við þekkjum mikilfenglegan skapara okkar og sjáum merki um ástríka umhyggju hans í okkar garð. En milljónir manna efast um tilvist hans eða gera sér aðra mynd af honum en Biblían bregður upp. Hvernig getum við hjálpað þeim?

2 Bókin Lífið — varð það til við þróun eða sköpun? er kjörin til að hjálpa slíku fólki. Hún fær hugsandi menn til að álykta út frá staðreyndum. Grípandi efnismeðhöndlun bókarinnar og sannfærandi rökfærsla ætti að hrífa alla sem lesa hana.

3 Vertu vel heima í Sköpunarbókinni: Höfum uppbyggingu bókarinnar vel í huga til að geta notað hana sem best. Í 1.-8. kafla eru röksemdir þróunarsinna bornar saman við staðreyndir lífheimsins og sköpunarsögu Biblíunnar. Í 9.-14. kafla er fjallað um undur sköpunarverksins, allt frá hinu smæsta til hins stærsta, og í 15. kafla er fjallað um það af hverju svo margir trúa þróunarkenningunni. Kafli 16 varpar fram spurningu sem brennur á flestra vörum: „Hvers vegna leyfir Guð þjáningar?“ Í 17.-18. kafla eru færð skýr rök fyrir trúverðugleika Biblíunnar og innblæstri hennar, og 19.-20. kafli bregður upp hrífandi framtíðarsýn af paradís á jörð.

4 Reyndu að rökræða við þá sem efast: Nánast allir dást að ótrúlegri fegurð og skipulagningu alheimsins með hinum ótalmörgu vetrarbrautum og stjörnuþyrpingum. Þú gætir því spurt: „Átti alheimurinn sér upphaf?“ Flestir eru sammála því. Spyrðu þessu næst: „Á upphafið sér einhverja orsök?“ Flestir viðurkenna að einhver orsakavaldur hafi verið að verki. Spyrðu síðan: „Var þessi orsakavaldur eitthvað eilíft eða einhver eilífur?“ Bentu þessu næst á dæmin um úrið, skipuleggjandann og umferðarlögin á bls. 122-25 í Sköpunarbókinni og bjóddu bókina. Þessi og fleiri úrvalsrök geta sýnt mörgum fram á að það hljóti að vera til skapari.

5 Sköpunarbókin gæti komið mörgum að góðu gagni. Sýndu ættingjum þínum, vinnufélögum, skólafélögum og kunningjum bókina. Hafðu hana meðferðis í boðunarstarfinu til að þú getir látið fólk, sem hefur efasemdir um tilvist Guðs, fá eintak. Því betur sem við erum heima í bókinni, þeim mun sterkari verður kærleikur okkar til skaparans og ásetningur okkar að fylgja háleitum lífsreglum hans. — Ef. 5:1; Opinb. 4:11.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila