Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 2.99 bls. 1
  • Að íklæðast nýja persónuleikanum

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Að íklæðast nýja persónuleikanum
  • Ríkisþjónusta okkar – 1999
  • Svipað efni
  • „Hegðið yður eins og börn ljóssins“
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1993
  • Haltu áfram að íklæðast „hinum nýja manni“ eftir skírnina
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2022
  • Þú getur afklæðst „hinum gamla manni“
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2022
  • „Orð Guðs er lifandi og kröftugt“
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1990
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 1999
km 2.99 bls. 1

Að íklæðast nýja persónuleikanum

1 Kristnir menn meta það mikils að þekkja sannleikann! Við höfum lært hvernig eigi að lifa til að forðast hátterni manna í heiminum. „Skilningur [þeirra] er blindaður“ þar sem þeir eru „fjarlægir lífi Guðs.“ (Ef. 4:18) Okkur hefur verið kennt að endurnýja hugarfarið með því að láta af veraldlegum hugsunarhætti, afklæðast hinum gamla manni eða persónuleika og íklæðast þeim nýja. — Ef. 4:22-24.

2 Gamli persónuleikinn stuðlar að stöðugri siðferðishnignun sem hefur í för með sér spillingu og dauða. Þess vegna biðjum við þá sem vilja hlusta á guðsríkisboðskapinn að segja skilið við alla reiði, bræði, vonsku, lastmæli og svívirðilegt orðbragð. Þeir sem þrá velþóknun Guðs þurfa að segja ákveðið og algerlega skilið við gamla persónuleikann á sama hátt og þeir myndu afklæðast óhreinni flík. — Kól. 3:8, 9.

3 Nýr aflvaki hugans: Að íklæðast nýja persónuleikanum felur í sér að endurnýja aflvaka hugans. (Ef. 4:23, NW) Hvernig endurnýjar maður þennan aflvaka eða hugarfar til þess að það hneigist í rétta átt? Það er gert með því að nema orð Guðs reglulega og kostgæfilega og hugleiða hvað það merkir. Þá myndast nýtt hugsanamynstur og maður sér málin frá sjónarhóli Guðs og Krists. Líf manns breytist þegar maður íklæðist mörgum eiginleikum sem Kristur sýndi, þar á meðal meðaumkun, góðvild, auðmýkt, hógværð, langlyndi og kærleika. — Kól. 3:10, 12-14.

4 Með því að íklæðast nýja persónuleikanum aðgreinum við okkur frá heiminum. Líferni okkar gerir okkur ólík öðrum. Við tölum sannleika og notum heilnæm orð til að byggja aðra upp. Við höfum stjórn á reiði, beiskju, hávaða, lastmæli og allri mannvonsku og látum þetta víkja fyrir réttlátum og guðrækilegum eiginleikum. Við leggjum okkur í framkróka við að fyrirgefa. Við gerum allt þetta fúslega af öllu hjarta. — Ef. 4:25-32.

5 Afklæðumst aldrei nýja persónuleikanum. Við getum ekki þjónað Jehóva á velþóknanlegan hátt án hans. Leyfum honum að hjálpa til við að laða fólk að sannleikanum og leyfum honum að verða Jehóva, skapara þessa dásamlega nýja persónuleika, til vegsemdar. — Ef. 4:24.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila