Þjónustusamkomur fyrir febrúar
Vikan sem hefst 1. febrúar
Söngur 71
10 mín: Staðbundnar tilkynningar og valdar tilkynningar úr Ríkisþjónustu okkar. Minnið alla á að skila inn starfsskýrslum fyrir janúar.
17 mín: „Bjóðum fólki á öllum aldri Fjölskyldubókina.“ Öldungur ræðir efni greinarinnar við tvo eða þrjá hæfa boðbera. Bendið á að markmið okkar sé að leiða fólki fyrir sjónir að lykillinn að hamingju fjölskyldunnar sé fólginn í því að fylgja ráðleggingum Biblíunnar. (Sjá Fjölskyldulíf þitt gert hamingjuríkt, bls. 5-8.) Sviðsetjið eina af kynningunum sem stungið er upp á. Sýnið hvernig minnast megi á framlagafyrirkomulagið og hvernig leggja megi grunninn að endurheimsókn.
18 mín: „Að íklæðast nýja persónuleikanum.“ Ræða sem brýtur Efesusbréfið 4:20-24 til mergjar. (Sjá Varðturninn 1. ágúst 1993, bls. 14-18, gr. 4-17.) Útskýrið hvernig við afklæðumst hinum gamla persónuleika og íklæðumst hinum nýja.
Söngur 2 og lokabæn.
Vikan sem hefst 8. febrúar
Söngur 31
10 mín: Staðbundnar tilkynningar og reikningshaldsskýrslan.
15 mín: Staðbundnar þarfir.
20 mín: „Skaparinn ber umhyggju fyrir okkur.“ Spurningar og svör. Útskýrið hvernig nota megi Sköpunarbókina til að hjálpa þeim sem efast um eða afneita tilvist Guðs. Enda þótt þetta sé ekki bók sem við notum til að halda biblíunámskeið getur hún reynst áhrifaríkt verkfæri til að hvetja fólk til að rannsaka allt sem Biblían segir. (Sjá Sköpunarbókina bls. 250-51.) Bjóðið boðberum að segja frá ágæti bókarinnar og hvernig þeim hefur gengið að dreifa henni.
Söngur 24 og lokabæn.
Vikan sem hefst 15. febrúar
Söngur 18
10 mín: Staðbundnar tilkynningar. Guðveldisfréttir.
18 mín: Hvernig er það okkur til góðs að vera innrituð í Guðveldisskólann? Umræður við áheyrendur í umsjá skólahirðis. Þjálfun í opinberum ræðuflutningi er ekki eini tilgangur skólans. Við njótum góðs af honum á fleiri vegu. (Sjá Theocratic School Guidebook (Skólahandbókina), bls. 12-13.) Við lærum að tjá okkur betur fyrir öðrum. Okkur er kennt að tala skýrt, af öryggi og jafnvægi. Við verðum leiknari í að svara spurningum um trú okkar og útskýra biblíulegar ákvarðanir okkar. Biblíuþekking okkar eykst og gerir okkur færari um að vitna fyrir öðrum. Við lærum að viðurkenna eigin annmarka og þiggja ráðleggingar sem verður til þess að við komum vinsamlegar fram við aðra. Á heildina litið gerir þjálfunin í Guðveldisskólanum okkur kleift að vera áfram fullkomlega ‚hæfir‘ þjónar Guðs. — 2. Kor. 3:5, 6.
17 mín: „Hvernig fjölskyldan vinnur saman að biblíunámi.“ Umræða í fjölskyldu sem skoðar hvernig henni gengur að fylgja tillögunum um biblíulestur fjölskyldunnar og fjölskyldunám í Varðturninum 1. júlí 1996, bls. 22-23 og 1. júní 1993, bls. 15-16.
Söngur 27 og lokabæn.
Vikan sem hefst 22. febrúar
Söngur 45
10 mín: Staðbundnar tilkynningar.
15 mín: Boðunarstarf í blokkum. (Ef fáar blokkir eru á starfssvæði safnaðarins má fara yfir greinina „Hvers vegna að halda skrá yfir staði þar sem enginn er heima?“ í Ríkisþjónustu okkar fyrir maí 1995.) Umræður við tvo eða þrjá boðbera. Það er erfitt að bera vitni fyrir fólki í blokkum þegar umræður einskorðast við dyrasíma. Ræðið um aðferðir til að vekja áhuga fólks. Kynntu þig vingjarnlega sem nágranna; notaðu nafn húsráðandans ef þú kemur auga á hvað það er; minnstu á tímabært efni sem þú vilt ræða um eða lestu kynningarorð beint úr Biblíusamræðubæklingnum, bls. 2-7 og segðu að þú viljir láta húsráðandann fá smárit, blað eða bækling sem fjalli um mikilvæga spurningu og tilgreindu hver hún er. Á stöðum þar sem erfitt er að komast inn má skrifa íbúunum bréf, hringja í þá eða vitna fyrir þeim þegar þeir eiga leið hjá utandyra. Sviðsetjið aðferð sem hefur gefið góða raun í blokkum á ykkar starfssvæði.
20 mín: Að hafa gleði af því að gera menn að lærisveinum. Ræða byggð á Varðturninum á ensku 15. febrúar 1996, bls. 19-22.
Söngur 33 og lokabæn.