Guðveldisfréttir
◼ Vottar Jehóva fengu lögskráningu hinn 7. október 1998 í Búlgaríu. Við þökkum Jehóva ásamt boðberunum 946 þar í landi fyrir þessa þróun mála.
◼ Hinn 12. október 1998 veitti lettneska ríkisstjórnin tveim fyrstu söfnuðunum af 21 í landinu lögskráningu.
◼ Þrátt fyrir andstöðu halda bræður okkar í Frakklandi ótrauðir áfram í prédikunarstarfinu. Í nóvember og desember var gerð herferð til að beina athygli landsmanna að Biblíunni með sérstakri dreifingu bæklingsins Bók fyrir alla menn. Um 50 Betelítar hafa flust frá Frakklandi til Bretlands til að aðstoða við prentun og vöruafgreiðslu á deildarskrifstofunni, og hinir 250 Betelstarfsmennirnir í Frakklandi og boðberarnir þar halda áfram að þjóna með gleði við eðlilegar aðstæður.