Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 3.99 bls. 4
  • Safnaðarþjónar veita dýrmæta þjónustu

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Safnaðarþjónar veita dýrmæta þjónustu
  • Ríkisþjónusta okkar – 1999
  • Svipað efni
  • Safnaðarþjónar blessun fólki Jehóva
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1986
  • Safnaðarþjónar varðveitið gott álit!
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1986
  • Hvert er hlutverk safnaðarþjóna?
    Hverjir gera vilja Jehóva?
  • Öldungar — þjálfið aðra til að bera byrðina
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2002
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 1999
km 3.99 bls. 4

Safnaðarþjónar veita dýrmæta þjónustu

1 „Þeir hafa sannað heilshugar vígslu sína, og trú þeirra hefur birst í kostgæfilegri þjónustu við Guðsríki og í því að hjálpa öðrum að styrkjast í trúnni,“ segir bókin Organized to Accomplish Our Ministry (Þjónustubókin) á bls. 57 um safnaðarþjóna. Fordæmi safnaðarþjónanna í andlegum málum er sannarlega til eftirbreytni. Góð samvinna við þá og öldungana „lætur . . . líkamann vaxa og byggjast upp í kærleika.“ — Ef. 4:16.

2 Safnaðarþjónar gegna mikilvægu hlutverki í söfnuðinum og veita dýrmæta þjónustu. Þeir sjá um reikningshald, blöð, bækur og önnur rit, áskriftir og starfssvæði. Þeir hafa umsjón í sal, sjá um magnarakerfið og aðstoða við viðhald ríkissalarins. Þeir taka þátt í Guðveldisskólanum og þjónustusamkomunni. Sumir flytja jafnvel opinbera fyrirlestra eða stjórna einhverri samkomu safnaðarins. Safnaðarþjónar veita okkur nauðsynlega þjónustu líkt og limir á bókstaflegum líkama. — 1. Kor. 12:12-26.

3 Þegar safnaðarþjónar vinna með öldungunum í einingu og gagnkvæm virðing og skilningur ríkir þeirra á milli, hvetur það aðra til að gera slíkt hið sama. (Ef. 4:16) Með því að rækja skyldustörf sín af trúmennsku viku eftir viku og sýna öðrum persónulegan áhuga, stuðla þeir að andlega framsæknum söfnuði.

4 Hvað getum við gert til að sýna að við kunnum að meta hina iðjusömu safnaðarþjóna? Við þurfum að vita hvaða skyldur þeim hafa verið faldar og vera samvinnufús þegar leitað er til okkar. Við getum sýnt með orðum okkar og athöfnum að við metum störf þeirra mikils. (Orðskv. 15:23) Þeir sem erfiða í okkar þágu verðskulda ósvikna viðurkenningu. — 1. Þess. 5:12, 13.

5 Orð Guðs greinir frá hlutverki safnaðarþjóna og hæfniskröfunum til þeirra. (1. Tím. 3:8-10, 12, 13) Dýrmæt, heilög þjónusta þeirra er ómissandi fyrir starfsemi safnaðarins. Slíkir menn verðskulda áframhaldandi hvatningu okkar og eru allir „síauðugir í verki Drottins.“ — 1. Kor. 15:58.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila