Þjónustusamkomur fyrir maí
Vikan sem hefst 3. maí
Söngur 33
8 mín: Staðbundnar tilkynningar og valdar tilkynningar úr Ríkisþjónustu okkar. Greinið frá samkomum fyrir boðunarstarfið frídaginn 13. maí. Guðveldisfréttir.
10 mín: „Hefurðu fasta blaðapöntun?“ Ræða byggð á rammagrein í Ríkisþjónustu okkar fyrir apríl 1999, bls. 7, helst í höndum öldungs eða safnaðarþjóns sem sér um blöðin. Greinið frá því hve mörg blöð söfnuðurinn fær í hverjum mánuði og hve mörgum blöðum er dreift að meðaltali samkvæmt starfsskýrslum. Við eigum ekki að láta blöðin fara til ónýtis. Stingið upp á hvernig koma megi eldri eintökum í umferð. — Sjá Ríkisþjónustu okkar fyrir júlí 1993, bls. 1.
27 mín: „Tímanum er viturlega varið í brautryðjandastarfi.“ Farið yfir viðauka Ríkisþjónustu okkar fyrir apríl 1999 með spurningum og svörum. Felið þrem boðberum að endursegja frásögurnar í greinum 5-7. Ljúkið með því að hvetja alla, sem hafa tök á, til að sækja um aðstoðarbrautryðjandastarf eða reglulegt brautryðjandastarf. Umsóknir má fá hjá öldungum í starfsnefnd safnaðarins.
Söngur 63 og lokabæn.
Vikan sem hefst 10. maí
Söngur 100
8 mín: Staðbundnar tilkynningar og reikningshaldsskýrslan.
12 mín: Hvað hyggstu gera í sumar? Fjölskylda ræðir áform sín um að sækja landsmótið, um aðstoðarbrautryðjandastarf, ferðalög og afþreyingu. (Sjá Ríkisþjónustu okkar fyrir maí 1998, bls. 7.) Þau ræða hvernig þau geta búið sig undir og gefið óformlegan vitnisburð, og setja samtal á svið. Þau einsetja sér að halda einka- og fjölskyldunáminu gangandi, komast á safnaðarsamkomur þegar þau eru á ferðalagi og koma upplýsingum um boðunarstarf sitt til heimasafnaðarins. Fjölskyldan rifjar upp hve skemmtilegt hefur verið að heimsækja aðra söfnuði, hve mikla gleði það hefur veitt henni og hvernig hún getur sýnt gestkomandi fólki í söfnuðinum gestrisni.
25 mín: „Landsmótið 1999, ‚Spádómsorð Guðs.‘“ (Greinar 1-12) Spurningar og svör. Lesið greinar 4, 7 og 12. Leggið áherslu á hvers vegna við ættum að vera viðstödd allt mótið, þar á meðal dagskrá föstudagsins. Undirstrikið nauðsyn þess að fylgja leiðbeiningum Félagsins um að hafa nesti meðferðis hvern mótsdag.
Söngur 7 og lokabæn.
Vikan sem hefst 17. maí
Söngur 10
10 mín: Staðbundnar tilkynningar.
15 mín: „Horfðu fram í tímann!“ Ræða þar sem farið er yfir alla guðræðislega starfsemi safnaðarins næstu mánuði. Hvetjið alla til að merkja helstu viðburði inn á dagatal sitt og láta ekkert trufla þátttöku sína í þeim.
20 mín: „Landsmótið 1999, ‚Spádómsorð Guðs.‘“ (Greinar 13-19) Spurningar og svör. Lesið greinar 14-16. Notið tilgreinda ritningarstaði til að ítreka hvers vegna við þurfum að huga vel að klæðnaði okkar, snyrtingu og framkomu.
Söngur 11 og lokabæn.
Vikan sem hefst 24. maí
Söngur 23
13 mín: Staðbundnar tilkynningar. Greinið frá samkomum fyrir boðunarstarfið frídaginn 24. maí. Farið yfir bréf Félagsins dagsett 1. mars 1999 um eyðublaðið „Vinsamlegast fylgið eftir“ (S-43). Útskýrið hvernig eyðublaðið kemur að gagni við að fylgja eftir áhuga hjá fólki frá öðru tungumálasvæði sem náðst hefur samband við eða fengið óformlegan vitnisburð. Hvetjið boðbera til að nota eyðublöðin vel.
12 mín: Spurningakassinn. Ræða öldungs.
20 mín: „Leiðir til að færa út kvíarnar í þjónustu þinni.“ Tveir öldungar ræða greinina og svara fyrirspurnum áheyrenda út frá efni hennar. Hjón, boðberi á unglingsaldri og bróðir á eftirlaunaaldri spyrja um leiðir til að færa út kvíarnar í þjónustunni. Öldungarnir koma með gagnlegar tillögur úr greininni og 9. kafla bókarinnar Organized to Accomplish Our Ministry (Þjónustubókinni), bls. 116-18, einkum efnið „What Are Your Spiritual Goals for the Future?“ (Hver eru andleg markmið þín?) Boðberarnir þakka fyrir þessar gagnlegu upplýsingar frá Félaginu sem sýna hvernig megi búa sig undir að færa út kvíarnar í þjónustunni á næstunni.
Söngur 90 og lokabæn.
Vikan sem hefst 31. maí
Söngur 19
13 mín: Staðbundnar tilkynningar. Hvetjið alla til að skila inn starfsskýrslum fyrir maí. Rifjið upp ritatilboðið fyrir júní. Þegar Þekkingarbókin er boðin má láta einhverja eldri 192 blaðsíðna bók fylgja með sem nóg er til af í söfnuðinum. Sviðsetjið kynningu þar sem minnst er á framlagafyrirkomulagið.
17 mín: „Kenndu öðrum að gera það sem þeim er gagnlegt.“ Hafið inngangsorðin skemmri en eina mínútu og farið yfir greinina með spurningum og svörum. Notið 13. kafla Þekkingarbókarinnar til að sýna fram á hvernig það er fólki til gagns að kynna sér meginreglur Biblíunnar, skilja þær og fara eftir þeim.
15 mín: Hvað er athugavert við trú mína? Samræður tveggja safnaðarþjóna. Við hittum marga sem eru hlynntir sannleikanum og dást að vottum Jehóva. En tengslin við kirkjuna eru þeim þrándur í götu. Þeim finnst erfitt að trúa því að við höfum hina einu sönnu trú og tilbeiðsluform þeirra sé rangt. Þetta tálmar mjög andlegum framförum þeirra. Bræðurnir fara yfir liðina sex á bls. 204 í Reasoning From the Scriptures (Rökræðubókinni) sem sýna glögglega að önnur trúarbrögð fylgja ekki Biblíunni. Hvetjið áheyrendur til að nota þetta efni til að hjálpa einlægu fólki að leggja mat á trúarskoðanir sínar.
Söngur 24 og lokabæn.