Þjónustusamkomur fyrir ágúst
Vikan sem hefst 2. ágúst
Þjónustusamkoman fellur niður vegna landsmótsins 1999, „Spádómsorð Guðs,“ sem haldið er dagana 6. til 8. ágúst í Íþróttahúsinu Digranesi í Kópavogi. Þrem hæfum bræðrum úr hverjum söfnuði skal falið fyrir fram að taka saman aðalatriði hvers mótsdags fyrir upprifjunina á þjónustusamkomunni í vikunni sem hefst 16. ágúst.
Vikan sem hefst 9. ágúst
Söngur 92
10 mín: Staðbundnar tilkynningar og valdar tilkynningar úr Ríkisþjónustu okkar. Farið nokkrum orðum um þjónustuskýrsluna fyrir apríl, bæði fyrir landið í heild og söfnuðinn. Hvetjið alla boðbera til að taka þátt í boðunarstarfinu í ágúst.
17 mín: „Hafðu dýrlegt nafn Jehóva í hávegum.“ Hafið inngangsorðin skemmri en eina mínútu og farið yfir greinina með spurningum og svörum. Leggið áherslu á ritningarstaðina sem vitnað er í. — Sjá bókina Þú getur lifað að eilífu í paradís á jörð, bls. 184-5.
18 mín: „Veraldleg menntun og andleg markmið þín.“ Faðir ræðir greinina við son sinn eða dóttur. Þau fara einnig yfir tengt efni í Vaknið! á ensku 22. desember 1995, bls. 7-11.
Söngur 63 og lokabæn.
Vikan sem hefst 16. ágúst
Söngur 38
15 mín: Staðbundnar tilkynningar og reikningshaldsskýrslan. Aðeins tvær helgar eru eftir af ágúst, hvetjið því alla til að taka þátt í boðunarstarfinu áður en mánuðurinn er á enda. Farið yfir rammagreinina „Ný dagskrá sérstaka mótsdagsins.“
30 mín: Upprifjun landsmótsins „Spádómsorð Guðs.“ Vel undirbúin upprifjun þriggja, hæfra bræðra á dagskrá landsmótsins, með takmarkaðri þátttöku áheyrenda. Gætið þess að vera stuttorðir og gagnorðir og dragið fram aðalatriði hvers mótsdags. Bendið á hvernig safnaðarmenn geta notfært sér mótsefnið í daglegu lífi sínu og boðunarstarfi.
Söngur 75 og lokabæn.
Vikan sem hefst 23. ágúst
Söngur 58
8 mín: Staðbundnar tilkynningar.
12 mín: Brautryðjendur hjálpa öðrum — hverju hefur verið komið til leiðar? Ræða og viðtöl í umsjá starfshirðis. Rifjið upp leiðbeiningarnar í Ríkisþjónustu okkar fyrir september 1998, bls. 4. Útskýrið hvernig áætlunin hefur verið framkvæmd í söfnuðinum og greinið frá framförum þeirra sem fengið hafa hjálp. Eigið viðtal við einn eða tvo brautryðjendur og nokkra boðbera sem þeir hafa aðstoðað. Hvetjið þá sem eiga í vændum að fá aðstoð til að nýta sér þessa ráðstöfun til fulls.
25 mín: „Geturðu gerst brautryðjandi núna?“ Umræður með spurningum og svörum í umsjá öldungs. Sýnið á hvetjandi hátt fram á hvernig fleiri boðberar gætu gerst brautryðjendur. Eigið viðtal við brautryðjendur sem segja frá því hvernig þeir gátu yfirstigið algengar hindranir og látið áform sín heppnast. Farið yfir tillögurnar í „Stundaskrá reglulegs brautryðjanda“ og leggið áherslu á hvernig góð skipulagning getur gert okkur kleift að ná tilætluðum starfstímafjölda. Tilkynnið að þeir sem óska þess geti fengið umsóknareyðublað fyrir brautryðjandastarf að samkomu lokinni.
Söngur 6 og lokabæn.
Vikan sem hefst 30. ágúst
Söngur 46
10 mín: Staðbundnar tilkynningar. Minnið alla á að skila inn starfsskýrslum fyrir ágúst. Bóknámsstjórar safnaðarins skulu ganga úr skugga um að allir boðberar í hópnum þeirra geri það tímanlega svo að hægt sé að taka þær saman fyrir 6. september.
15 mín: Hjálpaðu nýjum að virða heilagleika hjónabandsins. Öldungur stýrir umræðum áheyrenda byggðum á bókinni Reasoning from the Scriptures (Rökræðubókinni), bls. 248-50. Við hittum oft áhugasamt fólk sem bregst vel við boðskapnum um Guðsríki en tekur hægum framförum þar eð það býr í óvígðri sambúð. Ræðið hvernig megi leiða slíku fólki fyrir sjónir að kristnir menn eigi að vera í heiðvirðu hjónabandi. (Sjá Vaknið! á ensku 8. janúar 1992, bls. 26-7.) Komið með tillögur um hvað við getum sagt til að sýna fólki fram á af hverju það geti ekki tilheyrt söfnuðinum fyrr en það löggildir sambúð sína.
20 mín: „Hvað geturðu sagt við búddhatrúarmann?“ Spurningar og svör. Við veltum oft fyrir okkur hvað við getum sagt við fólk á starfssvæði okkar sem tilheyrir ókristnum trúarbrögðum og hefur framandi hugmyndir og siðvenjur. Þessi grein er sú fyrsta af fimm sem fjalla um þetta efni. Sviðsetjið vel æfða kynningu. Fleiri upplýsingar um búddhatrú er að finna í viðauka Ríkisþjónustu okkar fyrir febrúar 1998, Rökræðubókinni, bls. 21, og bókinni Mankind’s Search for God (Leit mannkyns að Guði), kafla 6.
Söngur 55 og lokabæn.