Þjónustusamkomur
Vikan sem hefst 11. september
Söngur 139
15 mín: Staðbundnar tilkynningar og valdar tilkynningar úr Ríkisþjónustu okkar. Farið yfir spurningakassann.
30 mín: Upprifjun landsmótsins „Gerendur orðsins.“ Vel undirbúin upprifjun þriggja, hæfra bræðra á dagskrá landsmótsins, með takmarkaðri þátttöku áheyrenda. Gætið þess að vera stuttorðir og gagnorðir og dragið fram aðalatriði hvers mótsdags. Bendið á hvernig safnaðarmenn geta notfært sér mótsefnið í daglegu lífi sínu og boðunarstarfi. Komið með eina eða tvær stuttar frásagnir.
Söngur 115 og lokabæn.
Vikan sem hefst 18. september
Söngur 2
10 mín: Staðbundnar tilkynningar og reikningshaldsskýrslan.
15 mín: Hvernig stóðum við okkur á síðasta ári? Ræða starfshirðis. Farið yfir helstu þætti starfsskýrslu safnaðarins fyrir þjónustuárið 2000. Hrósið fyrir það sem vel var gert. Bendið á hvar taka megi framförum. Beinið athyglinni að því hvernig söfnuðurinn hefur staðið sig í samkomusókn, biblíunámsstarfinu og reglulegu boðunarstarfi. Bendið á raunhæf markmið fyrir komandi þjónustuár.
20 mín: „Mannslíf eru í húfi!“ Umræður við áheyrendur. Leggið áherslu á ritningarstaðina í greininni.
Söngur 30 og lokabæn.
Vikan sem hefst 25. september
Söngur 93
10 mín: Staðbundnar tilkynningar. Minnið boðbera á að skila inn starfsskýrslum fyrir september.
15 mín: „Blessun Jehóva auðgar.“ Hafið inngangsorðin skemmri en eina mínútu og farið yfir greinina með spurningum og svörum. — Sjá Insight on the Scriptures, 2. bindi, bls. 804, gr. 6-7.
20 mín: „Notaðu atburði líðandi stundar til að vekja áhuga.“ Umræður við áheyrendur og sviðsettar kynningar. Minnist á nokkra nýlega atburði sem vakið hafa athygli almennings. Hvaða áhyggjum valda þeir fólki um framtíðina? Komið með tillögur um kynningarorð byggðar á Biblíusamræðubæklingnum, bls. 2. Látið sviðsetja tvær vel æfðar kynningar.
Söngur 224 og lokabæn.
Vikan sem hefst 2. október
Söngur 169
15 mín: Staðbundnar tilkynningar. Greinið söfnuðinum frá sérstakri dreifingu Guðsríkisfrétta nr. 36 sem fyrirhugað er að hefjist mánudaginn 16. október og standi til og með föstudeginum 17. nóvember. Hvetjið alla, bæði unga og nýja í sannleikanum, til að eiga sem mestan þátt í herferðinni. Bóknámsstjórar ættu að fara að skipuleggja málin og hvetja alla í hópnum til að eiga eins virkan þátt og þeir geta í þessu starfi. Komið með hvetjandi frásögur frá síðustu dreifingu Guðsríkisfrétta.
15 mín: „Ætti ég að flytja?“ Ræða öldungs. Útskýrið af hverju dómgreindar er þörf þegar ákveðið er hvort flytja eigi á annan stað. Fjallið um heilræðin í Orðskviðunum 22:3 og varnaðarorðin í Varðturninum á ensku 15. ágúst 1988, bls. 22.
15 mín: „Brautryðjandastarf — á eftirlaunum.“ Spurningar og svör. Leggið áherslu á eftirfarandi aðalatriði greinarinnar: Eftirlaunaþegi hefur 1) tíma, 2) fjárhagslega aðstöðu, 3) reynslu og 4) sérstakt gagn af því að vera upptekinn af góðum verkum.
Söngur 205 og lokabæn.