Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 10.00 bls. 3-6
  • Námsskrá Guðveldisskólans árið 2001

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Námsskrá Guðveldisskólans árið 2001
  • Ríkisþjónusta okkar – 2000
  • Millifyrirsagnir
  • Leiðbeiningar
  • NÁMSSKRÁ
Ríkisþjónusta okkar – 2000
km 10.00 bls. 3-6

Námsskrá Guðveldisskólans árið 2001

Leiðbeiningar

Leiðbeiningar fyrir Guðveldisskólann árið 2001.

KENNSLURIT: Biblían 1981, Varðturninn [w], „All Scripture Is Inspired of God and Beneficial“ („Öll Ritningin er innblásin af Guði og gagnleg“), útgáfan frá 1990 [si], og Reasoning From the Scriptures [rs] (Rökræðubókin). Tilvísanir í si og rs miðast við ensku útgáfuna. Þegar stendur wE er átt við Varðturninn á ensku, en þegar stendur bara w er átt við íslensku útgáfuna.

Skólinn á að hefjast Á RÉTTUM TÍMA með söng og bæn og allir boðnir velkomnir. Óþarft er að tíunda fyrir fram það helsta sem verður á dagskrá. Minnst verður á hvaða efni verður tekið fyrir um leið og ræðurnar eru kynntar. Fara skal að sem hér segir:

VERKEFNI NR. 1: 15 mínútur. Öldungur eða safnaðarþjónn skal flytja ræðuna og byggja hana á Varðturninum eða bókinni „All Scripture Is Inspired of God and Beneficial.“ Þegar efnið er byggt á Varðturninum skal flytja 15 mínútna kennsluræðu án munnlegrar upprifjunar; sé efnið byggt á bókinni „All Scripture . . .“ skal flytja 10 til 12 mínútna kennsluræðu og síðan skal fylgja 3 til 5 mínútna munnleg upprifjun þar sem spurningarnar í bókinni eru notaðar. Markmiðið á ekki aðeins að vera það að fara yfir efnið heldur einnig að beina athyglinni að hagnýtu gildi þess sem fjallað er um og leggja áherslu á það sem kemur söfnuðinum að mestu gagni. Nota skal stefið sem er í námsskránni.

Bræðurnir, sem flytja þessa ræðu, skulu gæta þess vel að fara ekki yfir tímann. Veita má leiðbeiningar einslega ef þess er þörf eða ræðumaður óskar þess.

HÖFUÐÞÆTTIR BIBLÍULESEFNISINS: 6 mínútur. Í umsjón öldungs eða safnaðarþjóns sem lagar efnið að þörfum safnaðarins. Óþarft er að hafa stef. Þetta á ekki bara að vera samantekt lesefnisins. Taka má saman 30 til 60 sekúndna heildaryfirlit yfir úthlutaða kafla en markmiðið er þó fyrst og fremst að sýna áheyrendum fram á hvers vegna og hvernig þessar upplýsingar hafa gildi fyrir okkur. Umsjónarmaður skólans biður síðan nemendur að ganga til skólastofu sinnar.

VERKEFNI NR. 2: 5 mínútur. Þetta er upplestur frá Biblíunni á hinu úthlutaða efni og skal flutt af bróður, hvort sem ræðan er haldin í aðalsalnum eða annars staðar. Lesverkefnin eru yfirleitt nógu stutt til að nemandinn geti í fáum orðum komið með fræðandi upplýsingar og útskýringar í inngangi og niðurlagi ræðunnar. Draga má fram sögulegt baksvið, spádómlega merkingu, tengsl við kennisetningar og frumreglur og heimfærslu þeirra. Lesa skal öll versin sem ræðumanni er úthlutað og lesturinn vera órofinn. Þegar versin, sem lesa á, eru ekki samliggjandi má nemandinn að sjálfsögðu tilgreina hvar lesturinn heldur áfram.

VERKEFNI NR. 3: 5 mínútur. Fela skal systrum þetta verkefni. Efnið er byggt á bókinni Reasoning From the Scriptures. Sviðsetningin má vera óformlegur vitnisburður, endurheimsókn eða heimabiblíunámskeið, og þátttakendur mega sitja eða standa að vild. Skólahirðirinn hefur einkum áhuga á því hvernig nemandinn vinnur úr hinu úthlutaða stefi og hjálpar húsráðandanum að rökhugsa út frá ritningarstöðunum. Nemandinn, sem fær þetta verkefni, ætti að vera læs. Umsjónarmaður skólans velur nemandanum einn aðstoðarmann en þó má nota fleiri en einn til aðstoðar. Leggja skal megináherslu á áhrifaríka notkun Biblíunnar en ekki sviðsetninguna.

VERKEFNI NR. 4: 5 mínútur. Ræðan byggist á bókinni Reasoning From the Scriptures. Úthluta má bróður eða systur verkefni nr. 4. Þegar bróður er úthlutað efnið skal ávallt flytja það sem ræðu. Þegar systur er falið það skal flytja það í samræmi við leiðbeiningarnar við verkefni nr. 3.

BIBLÍULESTRARÁÆTLUN: Allir safnaðarmenn eru hvattir til að fylgja hinni vikulegu biblíulestraráætlun sem svarar til einnar blaðsíðu á dag.

ATHUGIÐ: Frekari upplýsingar og leiðbeiningar um ráðleggingar skólahirðis, tímavörslu, skriflega upprifjun og undirbúning ræðu er að finna á blaðsíðu 3 í Ríkisþjónustu okkar fyrir október 1996.

NÁMSSKRÁ

1. jan. Biblíulestur: 2. Konungabók 13-16

Söngur nr. 62

Nr. 1: Fyrirgefning er forsenda björgunar (wE99 1.1. bls. 30-1)

Nr. 2: 2. Konungabók 14:1-14

Nr. 3: Af hverju eru fóstureyðingar bannaðar? (rs bls. 25-6 gr. 4)

Nr. 4: Að svara þeim sem segja að þeir ráði sjálfir hvað þeir geri við líkama sinn (rs bls. 26 gr. 5)

8. jan. Biblíulestur: 2. Konungabók 17-20

Söngur nr. 116

Nr. 1: Ráðleggingar sem er auðvelt að þiggja (wE99 15.1. bls. 21-4)

Nr. 2: 2. Konungabók 18:1-16

Nr. 3: Voru Adam og Eva sannsögulegar persónur? (rs bls. 27-8 gr. 5)

Nr. 4: Hvernig má svara þeim sem segja að það hafi verið vilji eða ætlun Guðs að Adam syndgaði? (rs bls. 29 gr. 1-2)

15. jan. Biblíulestur: 2. Konungabók 21-25

Söngur nr. 61

Nr. 1: 2. Konungabók — hvers vegna gagnleg (si bls. 74 gr. 33-6)

Nr. 2: 2. Konungabók 21:1-16

Nr. 3: Hvers vegna er forfeðradýrkun til einskis? (rs bls. 29-31 gr. 3)

Nr. 4: Af hverju er forfeðradýrkun Jehóva vanþóknanleg? (rs bls. 31 gr. 4–bls. 32 gr. 1)

22. jan. Biblíulestur: 1. Kroníkubók 1-5

Söngur nr. 16

Nr. 1: Kynning á 1. Kroníkubók (si bls. 75-6 gr. 1-7)

Nr. 2: 1. Kroníkubók 1:1-27

Nr. 3: Hverjir eru andkristar? (rs bls. 32-3)

Nr. 4: Á hverju þekkjast fráhvarfsmenn? (rs bls. 34-6 gr. 1)

29. jan. Biblíulestur: 1. Kroníkubók 6-10

Söngur nr. 73

Nr. 1: Sýndu sanna auðmýkt (wE99 1.2. bls. 6-7)

Nr. 2: 1. Kroníkubók 9:1-21

Nr. 3: Rétt afstaða til fráhvarfsmanna (rs bls. 36 gr. 2–bls. 37 gr. 2)

Nr. 4: Kristur byggði ekki kirkjuna á Pétri (rs bls. 37-9 gr. 3)

5. feb. Biblíulestur: 1. Kroníkubók 11-16

Söngur nr. 65

Nr. 1: Vertu hvetjandi (wE99 15.2. bls. 26-9)

Nr. 2: 1. Kroníkubók 11:1-19

Nr. 3: Hverjir voru lyklar Péturs? (rs bls. 39 gr. 4–bls. 41 gr. 5)

Nr. 4: „Postullegir arftakar“ eru ekki sannkristnir (rs bls. 42 gr. 1–bls. 44 gr. 3)

12. feb. Biblíulestur: 1. Kroníkubók 17-23

Söngur nr. 122

Nr. 1: Skrýðist lítillætinu (wE99 1.3. bls. 30-1)

Nr. 2: 1. Kroníkubók 18:1-17

Nr. 3: Hvar verður Harmagedónstríðið háð? (rs bls. 44-6 gr. 3)

Nr. 4: Hverjum og hverju verður eytt í Harmagedón? (rs bls. 46 gr. 4–bls. 47 gr. 2)

19. feb. Biblíulestur: 1. Kroníkubók 24-29

Söngur nr. 119

Nr. 1: 1. Kroníkubók — hvers vegna gagnleg (si bls. 78-9 gr. 22-5)

Nr. 2: 1. Kroníkubók 29:1-13

Nr. 3: Hverjir lifa Harmagedón af? (rs bls. 47 gr. 3-8)

Nr. 4: Harmagedón stríðir ekki gegn kærleika Guðs (rs bls. 48 gr. 1-3)

26. feb. Biblíulestur: 2. Kroníkubók 1-5

Söngur nr. 168

Nr. 1: Kynning á 2. Kroníkubók (si bls. 79-80 gr. 1-6)

Nr. 2: 2. Kroníkubók 1:1-17

Nr. 3: Það er ekki hægt að vera hlutlaus í Harmagedón (rs bls. 48 gr. 4-7)

Nr. 4: Hver ýtir þjóðunum út í Harmagedónstríðið? (rs bls. 48 gr. 8–bls. 49 gr. 1)

5. mars Biblíulestur: 2. Kroníkubók 6-9

Söngur nr. 103

Nr. 1: Láttu ekki bugast af áhyggjum (wE99 15.3. bls. 21-3)

Nr. 2: 2. Kroníkubók 8:1-16

Nr. 3: Hver er Babýlon Opinberunarbókarinnar? (rs bls. 49 gr. 2-3)

Nr. 4: Fyrir hvað var Babýlon fortíðar þekkt? (rs bls. 50 gr. 1–bls. 51 gr. 5)

12. mars Biblíulestur: 2. Kroníkubók 10-15

Söngur nr. 59

Nr. 1: Hver mótar hugsun þína? (wE99 1.4. bls. 20-2)

Nr. 2: 2. Kroníkubók 10:1-16

Nr. 3: Trúflokkar, sem kalla sig kristna, eru hluti Babýlonar hinnar miklu (rs bls. 52 gr. 1–bls. 53 gr. 1)

Nr. 4: Hvers vegna er brýnt að yfirgefa Babýlon hina miklu? (rs bls. 53 gr. 2-7)

19. mars Biblíulestur: 2. Kroníkubók 16-20

Söngur nr. 69

Nr. 1: Verndaðu hjartað fyrir anda Baalsdýrkunar (wE99 1.4. bls. 28-31)

Nr. 2: 2. Kroníkubók 16:1-14

Nr. 3: Hvað er skírn og hvers vegna að láta skírast? (rs bls. 54 gr. 1-4)

Nr. 4: Kristin skírn er hvorki ungbarnaskírn né austur með vatni (rs bls. 54 gr. 5–bls. 55 gr. 4)

26. mars Biblíulestur: 2. Kroníkubók 21-25

Söngur nr. 212

Nr. 1: Sýndu þakklæti öllum stundum (wE99 15.4. bls. 15-17)

Nr. 2: 2. Kroníkubók 22:1-12

Nr. 3: Vatnsskírn er ekki syndafyrirgefning (rs bls. 55 gr. 5–bls. 56 gr. 1)

Nr. 4: Hverjir skírast með heilögum anda? (rs bls. 56 gr. 2–bls. 57 gr. 3)

2. apríl Biblíulestur: 2. Kroníkubók 26-29

Söngur nr. 49

Nr. 1: Er eitthvað „bogið“ við verk Guðs? (wE99 1.5. bls. 28-9)

Nr. 2: 2. Kroníkubók 28:1-15

Nr. 3: Skírn með eldi er annað en skírn með heilögum anda (rs bls. 57 gr. 4–bls. 58 gr. 2)

Nr. 4: Ástæður til að skoða Biblíuna (rs bls. 58-60 gr. 2)

9. apríl Biblíulestur: 2. Kroníkubók 30-33

Söngur nr. 1

Nr. 1: Hvernig geta menn lofað Jehóva Guð? (wE99 15.5. bls. 21-4)

Nr. 2: 2. Kroníkubók 33:1-13

Nr. 3: Sannanir úr Jesaja- og Jeremíabók um innblástur Biblíunnar (rs bls. 60 gr. 3–bls. 61 gr. 3)

Nr. 4: Uppfylling spádóma Jesú sannar að Biblían er innblásin (rs bls. 61 gr. 4–bls. 62 gr. 1)

16. apríl Biblíulestur: 2. Kroníkubók 34-36

Söngur nr. 144

Nr. 1: 2. Kroníkubók — hvers vegna gagnleg (si bls. 84 gr. 34-6)

Nr. 2: 2. Kroníkubók 36:1-16

Nr. 3: Biblían er vísindalega nákvæm (rs bls. 62 gr. 2–bls. 64 gr. 3)

Nr. 4: * Að svara mótbárum gegn Biblíunni (rs bls. 64 gr. 4–bls. 68 gr. 1)

23. apríl Biblíulestur: Esrabók 1-6

Söngur nr. 90

Nr. 1: Kynning á Esrabók og hvers vegna gagnleg (si bls. 85 gr. 1-7; bls. 87 gr. 14-18)

Nr. 2: Esrabók 4:1-16

Nr. 3: Af hverju halda kristnir menn ekki upp á afmæli? (rs bls. 68-70 gr. 2)

Nr. 4: Hvers vegna halda kristnir menn sér frá blóði? (rs bls. 70-2 gr. 3)

30. apríl Skrifleg upprifjun. Biblíulestur: Esrabók 7-10

Söngur nr. 203

7. maí Biblíulestur: Nehemíabók 1-5

Söngur nr. 56

Nr. 1: Kynning á Nehemíabók (si bls. 88 gr. 1-5)

Nr. 2: Nehemíabók 1:1-11

Nr. 3: Hvers vegna hafna kristnir menn blóðgjöf? (rs bls. 72 gr. 4–bls. 73 gr. 4)

Nr. 4: * Að svara fullyrðingum um blóðgjafir (rs bls. 74 gr. 1–bls. 76 gr. 2)

14. maí Biblíulestur: Nehemíabók 6-9

Söngur nr. 155

Nr. 1: Kristni söfnuðurinn veitir styrk og hjálp (wE99 15.5. bls. 25-8)

Nr. 2: Nehemíabók 9:1-15

Nr. 3: Hvað merkir það að fæðast að nýju? (rs bls. 76-7 gr. 7)

Nr. 4: Hjálpræði er ekki háð því að „fæðast að nýju“ (rs bls. 77 gr. 8–bls. 79 gr. 1)

21. maí Biblíulestur: Nehemíabók 10-13

Söngur nr. 46

Nr. 1: Nehemíabók — hvers vegna gagnleg (si bls. 90-1 gr. 16-19)

Nr. 2: Nehemíabók 12:27-43

Nr. 3: * Fullyrðingum um endurfæðingu svarað (rs bls. 79 gr. 3–bls. 80 gr. 2)

Nr. 4: Af hverju er óbiblíulegt að skrifta? (rs bls. 80-1 gr. 9)

28. maí Biblíulestur: Esterarbók 1-4

Söngur nr. 38

Nr. 1: Kynning á Esterarbók (si bls. 91-2 gr. 1-6)

Nr. 2: Esterarbók 1:1-15

Nr. 3: Að játa syndir gegn Guði og mönnum (rs bls. 83 gr. 2-8)

Nr. 4: Hvers vegna ber að játa alvarlegar syndir fyrir öldungum? (rs bls. 83 gr. 9–bls. 84 gr. 4)

4. júní Biblíulestur: Esterarbók 5-10

Söngur nr. 37

Nr. 1: Esterarbók — hvers vegna gagnleg (si bls. 94 gr. 16-18)

Nr. 2: Esterarbók 5:1-14

Nr. 3: Hvers vegna er skynsamlegt að trúa á sköpun? (rs bls. 84-6 gr. 2)

Nr. 4: Sköpunarsaga Biblíunnr skoðuð (rs bls. 86 gr. 3–bls. 88 gr. 4)

11. júní Biblíulestur: Jobsbók 1-7

Söngur nr. 84

Nr. 1: Kynning á Jobsbók (si bls. 95-6 gr. 1-6)

Nr. 2: Jobsbók 1:6-22

Nr. 3: Hvers vegna er krossdýrkun óbiblíuleg? (rs bls. 92 gr. 1–bls. 93 gr. 1)

Nr. 4: Hvers vegna deyja menn? (rs bls. 98-9 gr. 6)

18. júní Biblíulestur: Jobsbók 8-14

Söngur nr. 192

Nr. 1: Sál — útvalið ker Drottins (wE99 15.5. bls. 29-31)

Nr. 2: Jobsbók 8:1-22

Nr. 3: Hvar eru hinir dánu og hvert er ástand þeirra? (rs bls. 99 gr. 7–bls. 101 gr. 4)

Nr. 4: Hvers vegna taka vottar Jehóva ekki þátt í hefðbundnum sorgarsiðum? (rs bls. 102 gr. 1–bls. 103 gr. 2)

25. júní Biblíulestur: Jobsbók 15-21

Söngur nr. 81

Nr. 1: Guð er ekki seinn á sér með fyrirheitið (wE99 1.6. bls. 4-7)

Nr. 2: Jobsbók 17:1-16

Nr. 3: * Ranghugmyndum um dauðann svarað (rs bls. 103 gr. 3–bls. 104 gr. 1)

Nr. 4: Draumar — bæði innblásnir og annars konar (rs bls. 104-6 gr. 3)

2. júlí Biblíulestur: Jobsbók 22-29

Söngur nr. 173

Nr. 1: Þarftu að vera víðsýnni? (wE99 15.6. bls. 10-13)

Nr. 2: Jobsbók 27:1-23

Nr. 3: Hvers vegna mega kristnir menn ekki neyta fíkniefna? (rs bls. 106-8 gr. 1)

Nr. 4: Af hverju halda kristnir menn sig frá kannabisefnum? (rs bls. 108 gr. 2–bls. 109 gr. 2)

9. júlí Biblíulestur: Jobsbók 30-35

Söngur nr. 108

Nr. 1: Þú getur treyst spádómum Biblíunnar (w99 1.8. bls. 4-8)

Nr. 2: Jobsbók 31:1-22

Nr. 3: Hvers vegna nota kristnir menn ekki tóbak? (rs bls. 109 gr. 3–bls. 111 gr. 3)

Nr. 4: Að sigrast á reykingum og fíkniefnaneyslu (rs bls. 111 gr. 4–bls. 112 gr. 3)

16. júlí Biblíulestur: Jobsbók 36-42

Söngur nr. 160

Nr. 1: Jobsbók — hvers vegna gagnleg (si bls. 100 gr. 39-43)

Nr. 2: Jobsbók 36:1-22

Nr. 3: Þjóðirnar geta ekki ónýtt tilgang Guðs með jörðina (rs bls. 112-13 gr. 5)

Nr. 4: Eyðir Jehóva jörðinni í eldi? (rs bls. 113 gr. 6–bls. 115 gr. 1)

23. júlí Biblíulestur: Sálmur 1-10

Söngur nr. 5

Nr. 1: Kynning á Sálmunum — fyrri hluti (si bls. 101 gr. 1-5)

Nr. 2: Sálmur 3:2–4:9

Nr. 3: Íbúar nýju Jerúsalem snúa ekki aftur til jarðar eftir eyðingu hinna óguðlegu (rs bls. 115 gr. 2–bls. 116 gr. 1)

Nr. 4: Hefur upphaflegur tilgangur Guðs með jörðina breyst? (rs bls. 116 gr. 2–bls. 117 gr. 2)

30. júlí Biblíulestur: Sálmur 11-18

Söngur nr. 48

Nr. 1: Kynning á Sálmunum — síðari hluti (si bls. 102 gr. 6-11)

Nr. 2: Sálmur 11:1–13:6

Nr. 3: Hvernig getum við uppörvað sjúka? (rs bls. 117-18 gr. 1)

Nr. 4: Að uppörva þá sem misst hafa ástvin (rs bls. 118 gr. 2-6)

6. ágúst Biblíulestur: Sálmur 19-26

Söngur nr. 117

Nr. 1: Góð tjáskipti eru lykillinn að farsælu hjónabandi (wE99 15.7. bls. 21-3)

Nr. 2: Sálmur 20:2–21:14

Nr. 3: Að uppörva þá sem ofsóttir eru fyrir að gera vilja Guðs (rs bls. 118 gr. 7–bls. 119 gr. 4)

Nr. 4: Hvernig geturðu uppörvað þá sem eru misrétti beittir? (rs bls. 119 gr. 5–bls. 120 gr. 2)

13. ágúst Biblíulestur: Sálmur 27-34

Söngur nr. 130

Nr. 1: Filippus — kostgæfinn trúboði (wE99 15.7. bls. 24-5)

Nr. 2: Sálmur 28:1–29:11

Nr. 3: Að uppörva þá sem eiga í fjárhagserfiðleikum (rs bls. 120 gr. 3-7)

Nr. 4: Uppörvun handa þeim sem eru miður sín vegna eigin ófullkomleika (rs bls. 120 gr. 8–bls. 121 gr. 3)

20. ágúst Biblíulestur: Sálmur 35-39

Söngur nr. 18

Nr. 1: Getur hópþrýstingur verið gagnlegur? (wE99 1.8. bls. 22-5)

Nr. 2: Sálmur 38:2-23

Nr. 3: Þróunarkenningin í ógöngum (rs bls. 121-3 gr. 1)

Nr. 4: Þróunarkenningin, steingervingasagan og heilbrigð skynsemi (rs bls. 123 gr. 2–bls. 126 gr. 2)

27. ágúst Skrifleg upprifjun. Biblíulestur: Sálmur 40-47

Söngur nr. 91

3. sept. Biblíulestur: Sálmur 48-55

Söngur nr. 36

Nr. 1: Láttu ekki reiðina hlaupa með þig í gönur (wE99 15.8. bls. 8-9)

Nr. 2: Sálmur 49:2-21

Nr. 3: * Fullyrðingum þróunarsinna svarað (rs bls. 126 gr. 3–bls. 128 gr. 3)

Nr. 4: Hvers vegna skortir marga trú? (rs bls. 129-30 gr. 2)

10. sept. Biblíulestur: Sálmur 56-65

Söngur nr. 44

Nr. 1: Veldur djöfullinn sjúkdómum ? (wE99 1.9. bls. 4-7)

Nr. 2: Sálmur 59:2-18

Nr. 3: Hvernig getur maður öðlast trú? (rs bls. 130 gr. 3–bls. 131 gr. 3)

Nr. 4: Trúin á nýjan réttlátan heim þarf að birtast í verki (rs bls. 131 gr. 5–bls. 132 gr. 2)

17. sept. Biblíulestur: Sálmur 66-71

Söngur nr. 210

Nr. 1: Veldu „góða hlutskiptið“ (wE99 1.9. bls. 30-1)

Nr. 2: Sálmur 69:2-20

Nr. 3: Á hverju þekkjast falsspámenn? (rs bls. 132-4 gr. 2)

Nr. 4: Sannir spámenn skildu ekki alltaf hvernig og hvenær spádómarnir myndu rætast (rs bls. 134 gr. 3-8)

24. sept. Biblíulestur: Sálmur 72-77

Söngur nr. 217

Nr. 1: Hvers vegna áttu að efna loforð? (wE99 15.9. bls. 8-11)

Nr. 2: Sálmur 73:1-24

Nr. 3: Spár sannra spámanna efla sanna guðsdýrkun (rs bls. 135 gr. 1-2)

Nr. 4: Sannir spámenn þekkjast af ávöxtunum (rs bls. 135 gr. 3–bls. 137 gr. 1)

1. okt. Biblíulestur: Sálmur 78-81

Söngur nr. 88

Nr. 1: Aflaðu þér visku og þiggðu aga (wE99 15.9. bls. 12-15)

Nr. 2: Sálmur 78:1-22

Nr. 3: Að svara þeim sem kalla okkur falsspámenn (rs bls. 137 gr. 2-4)

Nr. 4: Guð ákveður ekki fyrir fram hvenær menn deyi (rs bls. 138 gr. 1-3)

8. okt. Biblíulestur: Sálmur 82-89

Söngur nr. 221

Nr. 1: Tímóteus — ‚skilgetinn sonur í trúnni‘ (wE99 15.9. bls. 29-31)

Nr. 2: Sálmur 88:2-19

Nr. 3: Ekki er allt sem gerist vilji Guðs (rs bls. 139 gr. 1–bls. 140 gr. 2)

Nr. 4: Guð sér ekki alla hluti fyrir eða ákveður þá fyrir fram (rs bls. 140 gr. 3-5)

15. okt. Biblíulestur: Sálmur 90-98

Söngur nr. 134

Nr. 1: Styrktu þig svo að þú hafnir rangri breytni (wE99 1.10. bls. 28-31)

Nr. 2: Sálmur 90:1-17

Nr. 3: Hæfni Guðs til að sjá hlutina fyrir og ákveða þá fyrir fram (rs bls. 141 gr. 1-4)

Nr. 4: Af hverju kaus Guð ekki að sjá fram í tímann í sambandi við Adam? (rs bls. 142 gr. 1-3)

22. okt. Biblíulestur: Sálmur 99-105

Söngur nr. 89

Nr. 1: Kynnstu hinni ágætari leið kærleikans (wE99 15.10. bls. 8-11)

Nr. 2: Sálmur 103:1-22

Nr. 3: Guð ákvað ekki stefnu Jakobs, Esaús eða Júdasar fyrir fram (rs bls. 142 gr. 4–bls. 143 gr. 2)

Nr. 4: Á hvaða hátt var kristni söfnuðurinn ákveðinn fyrir fram? (rs bls. 143 gr. 3–bls. 144 gr. 1)

29. okt. Biblíulestur: Sálmur 106-109

Söngur nr. 214

Nr. 1: ‚Jehóva veitir speki‘ (wE99 15.11. bls. 24-7)

Nr. 2: Sálmur 107:1-19

Nr. 3: Hvert er viðhorf Biblíunnar til stjörnuspeki? (rs bls. 144 gr. 2–bls. 145 gr. 2)

Nr. 4: Gildar ástæður til að trúa á Guð (rs bls. 145-6 gr. 5)

5. nóv. Biblíulestur: Sálmur 110-118

Söngur nr. 14

Nr. 1: Ber að óttast heimsendi eða vonast eftir honum? (wE99 1.12. bls. 5-8)

Nr. 2: Sálmur 112:1–113:9

Nr. 3: Illska og þjáningar afsanna ekki tilvist Guðs (rs bls. 146 gr. 6–bls. 147 gr. 1)

Nr. 4: Guð er raunveruleg persóna með tilfinningar (rs bls. 147 gr. 2–bls. 148 gr. 3)

12. nóv. Biblíulestur: Sálmur 119

Söngur nr. 35

Nr. 1: Láttu ekki sterku hliðina verða veiku hliðina (wE99 1.12. bls. 26-9)

Nr. 2: Sálmur 119:1-24

Nr. 3: Guð á sér ekkert upphaf (rs bls. 148 gr. 4-7)

Nr. 4: Það er nauðsynlegt að nota nafns Guðs til að hljóta hjálpræði (rs bls. 149 gr. 1-4)

19. nóv. Biblíulestur: Sálmur 120-137

Söngur nr. 175

Nr. 1: Sálmarnir — hvers vegna gagnlegir — fyrri hluti (si bls. 104-5 gr. 23-7)

Nr. 2: Sálmur 120:1–122:9

Nr. 3: Eru öll trúarbrögð góð? (rs bls. 149 gr. 5-8)

Nr. 4: Hvers konar „guð“ er Jesús? (rs bls. 150 gr. 1-2)

26. nóv. Biblíulestur: Sálmur 138-150

Söngur nr. 135

Nr. 1: Sálmarnir — hvers vegna gagnlegir — síðari hluti (si bls. 105-6 gr. 28-32)

Nr. 2: Sálmur 139:1-24

Nr. 3: a Að svara mótbárum gegn trú á Guð (rs bls. 150 gr. 3–bls. 151 gr. 3)

Nr. 4: Hvers vegna hafa menn ekki getað komið á fót réttlátri stjórn? (rs bls. 152-3 gr. 1)

3. des. Biblíulestur: Orðskviðirnir 1-7

Söngur nr. 132

Nr. 1: Kynning á Orðskviðunum — fyrri hluti (si bls. 106-7 gr. 1-5)

Nr. 2: Orðskviðirnir 4:1-27

Nr. 3: Hvers vegna geta menn ekki fundið varanlega lausn? (rs bls. 153 gr. 2–bls. 154 gr. 2)

Nr. 4: Guðsríki er eina svarið við raunþörfum mannkyns (rs bls. 154 gr. 3–bls. 155 gr. 1)

10. des. Biblíulestur: Orðskviðirnir 8-13

Söngur nr. 51

Nr. 1: Kynning á Orðskviðunum — síðari hluti (si bls. 107-8 gr. 6-11)

Nr. 2: Orðskviðirnir 13:1-25

Nr. 3: Biblíuspádómarnir hafa reynst að öllu leyti áreiðanlegir (rs bls. 155 gr. 2-5)

Nr. 4: Andi Guðs stendur ekki á bak við kraftaverkalækningar nútímans (rs bls. 156-7 gr. 3)

17. des. Biblíulestur: Orðskviðirnir 14-19

Söngur nr. 111

Nr. 1: Orðskviðirnir — hvers vegna gagnlegir — fyrri hluti (si bls. 109-10 gr. 19-28)

Nr. 2: Orðskviðirnir 16:1-25

Nr. 3: Munurinn á lækningum Jesú og postulanna og á kraftaverkalækningum nútímans (rs bls. 157 gr. 4–bls. 158 gr. 2)

Nr. 4: Á hverju þekkjast sannkristnir menn? (rs bls. 158 gr. 3–bls. 159 gr. 1)

24. des. Biblíulestur: Orðskviðirnir 20-25

Söngur nr. 9

Nr. 1: Orðskviðirnir — hvers vegna gagnlegir — síðari hluti (si bls. 110-11 gr. 29-38)

Nr. 2: Orðskviðirnir 20:1-30

Nr. 3: Hvers vegna fengu menn lækningagáfu á fyrstu öldinni? (rs bls. 159 gr. 2–bls. 160 gr. 2)

Nr. 4: Hvaða von er um raunverulega lækningu til handa öllu mannkyni? (rs bls. 160 gr. 3–5)

31. des. Skrifleg upprifjun. Biblíulestur: Orðskviðirnir 26-31

Söngur nr. 180

[Neðanmáls]

a Veldu, eftir því sem tími leyfir, svör við mótbárum, fullyrðingum og svo framvegis sem koma að bestum notum á starfssvæðinu.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila