Skrifleg upprifjun í guðveldisskólanum
Upprifjun, með lokaðar bækur, á efni sem farið var yfir í Guðveldisskólanum frá 4. september til 18. desember 2000. Notaðu sérblað til að skrifa á svörin við eins mörgum spurningum og þú getur á hinum úthlutaða tíma.
[Athugaðu: Meðan á skriflegu upprifjuninni stendur má aðeins nota Biblíuna við að svara spurningunum. Tilvísanirnar, sem koma á eftir spurningunum, eru fyrir efniskönnun þína. Í tilvísunum til Varðturnsins er ef til vill ekki alltaf getið blaðsíðu og greinarnúmers.]
Merkið við hvort eftirfarandi fullyrðingar eru réttar eða rangar:
1. Davíð var sekur um það sem Símeí sakaði hann um og hindraði því Abísaí í að drepa Símeí. (2. Sam. 16:5-13) [2, vikulegur biblíulestur; sjá wE99 1.5. bls. 32 gr. 3.]
2. Hrein og vel þjálfuð samviska stuðlar bæði að nánu einkasambandi við Guð og er auk þess nauðsynleg til að við hljótum hjálpræði. (Hebr. 10:22; 1. Pét. 1:15, 16) [3, w98 1.10. bls. 4 gr. 4.]
3. Frásagan í 1. Konungabók hefur aðeins sögulegt gildi fyrir kristna menn af því að einungis 2 af 14 konungum Ísraels og Júda eftir dauða Salómons gerðu það sem rétt var í augum Jehóva. [5, si bls. 64 gr. 1]
4. Líkja má þúsund ára stjórn Jesú við 40 ára friðar- og velmegunarstjórn Salómons. (1. Kon. 4:24, 25, 29) [6, vikulegur biblíulestur; sjá wE90 1.6. bls. 6 gr. 5.]
5. Mannsæmandi greftrun Abía er skýr vísbending um að hann hafi verið trúfastur tilbiðjandi Jehóva, sá eini í ætt Jeróbóams. (1. Kon. 14:10, 13) [9, vikulegur biblíulestur; sjá w95 1.9. bls. 11 gr.11.]
6. Sá sem skírist kristinni vatnsskírn sýnir að hann er orðinn þroskaður þjónn Guðs. [10, wE98 1.10. bls. 28 gr. 2]
7. Jehóva veitti Elía ofurmannlegt hugrekki og gerði hann ónæman fyrir ótta. (1. Kon. 18:17, 18, 21, 40, 46) [11, vikulegur biblíulestur; sjá wE98 1.1. bls. 31 gr. 2.]
8. Salómonsmusterið er merk bygging ekki aðeins sakir dýrðar sinnar og auðlegðar heldur vegna þess að hún fyrirmyndar hið miklu dýrlegra andlega musteri Jehóva. [12, si bls. 69 gr. 26]
9. Þegar hersveitir Sýrlendinga voru slegnar blindu eftir beiðni Elísa var greinilega um hugarblindu að ræða af því að þeir gátu séð Elísa en ekki borið kennsl á hann. (2. Kon. 6:18, 19) [14, vikulegur biblíulestur; sjá si bls. 70-1 gr. 10.]
10. Með því að ‚rétta konungi lögin‘ eins og fram kemur í 2. Konungabók 11:12 (Biblían 1859) var gefið táknrænt til kynna að túlkun hans á lögmáli Guðs væri endanleg og að henni skyldi hlýtt. [16, vikulegur biblíulestur; sjá wE91 1.2. bls. 31 gr. 6.]
Svarið eftirfarandi spurningum:
11. Hvað ættu guðræknir foreldrar að hvetja börn sín til að forðast í samræmi við 1. Jóhannesarbréf 2:15-17 þegar þeir leiðbeina þeim við val á hentugri vinnu? [1, w98 1.8. bls. 5 gr. 3]
12. Hvað er átt við í 2. Samúelsbók 18:8 þar sem segir: „Varð skógurinn fleiri mönnum að líftjóni heldur en sverðið hafði orðið“? [2, vikulegur biblíulestur; sjá w87 1.12. bls. 32 gr. 2.]
13. Hverja má líkja við Refaítana, ættmenn Golíats, og hvað reyna þeir að gera? (2. Sam. 21: 15-22) [3, vikulegur biblíulestur; sjá w89 1.2. bls. 15 gr. 8.]
14. Hvaða gagnlega meginreglu lærum við í 2. Samúelsbók 6:6, 7? [4, si bls. 63 gr. 30]
15. Hvaða mikilvæga frumreglu má læra af því að maður var líflátinn fyrir að brjóta hvíldardagshelgina? (4. Mós. 15:35) [6, w98 1.10. bls. 30 gr. 2]
16. Hvernig getum við líkt eftir drottningunni í Saba sem ferðaðist um langan veg til að heyra „speki Salómons“? (1. Kon. 10:1-9) [8, vikulegur biblíulestur; sjá wE99 1.7. bls. 31 gr. 1-2.]
17. Á hvaða þrjá vegu sýndi Elía trú á Jehóva samkvæmt 1. Konungabók 17:3, 4, 7-9, 17-24? [10, vikulegur biblíulestur; sjá wE92 1.4. bls. 19 gr. 5.]
18. Af hverju var það ekki þrjóskumerki af hálfu Nabóts að neita Akab um víngarðinn? (1. Kon. 21:2, 3) [12, vikulegur biblíulestur; sjá w97 1.9. bls. 26 gr. 18.]
19. Hvernig hafa orðin í 2. Konungabók 6:16 verið nútímaþjónum Jehóva til hvatningar? [14, vikulegur biblíulestur; sjá w98 1.8. bls. 13 gr. 5.]
20. Hvernig forðast sannkristnir menn símónsku? [14, wE98 15.11. bls. 28 gr. 5]
Tilgreinið orðið eða orðin sem vantar í eftirfarandi fullyrðingar:
21. Sannkristinn maður má ekki láta undan _____________________ og taka þátt í siðvenjum sem eru _____________________ vanþóknanlegar. (Orðskv. 29:25; Matt. 10:28) [2, wE98 15.7. bls. 20 gr. 5]
22. Páll sýndi _____________________ þegar hann bar vitni fyrir Agrippa konungi og lagði áherslu á það sem þeir _____________________ . (Post. 26:2, 3, 26, 27) [7, wE98 1.9 bls. 31 gr. 3]
23. Margir telja Guð ópersónulegan af því að hann er _____________________ , en reglulegt og ítarlegt _____________________ gerir manni kleift að ‚sjá hinn ósýnilega.‘ (Hebr. 11:27) [9, wE98 15.9. bls. 21 gr. 3-4]
24. Örlítil _____________________ getur haft mikla blessun í för með sér eins og sannaðist í tilviki sýrlenska hershöfðingjans _____________________ . [14, vikulegir biblíulestur; sjá wE99 1.2. bls. 3 gr. 6-bls. 4 gr. 1.]
25. Líkt og Jónadab stóð einlægur með Jehú konungi viðurkennir _____________________ heilshugar hinn meiri Jehú, _____________________ , og vinnur með honum, en _____________________ eru fulltrúar hans hér á jörð. (2. Kon. 10:15, 16) [16, vikulegur biblíulestur; sjá w98 1.1. bls. 13 gr. 5-6.]
Veljið rétta svarið í eftirfarandi fullyrðingum:
26. (Satan; Jehóva; Jóab) fékk Davíð til að syndga með því að ‚telja Ísrael.‘ (2. Sam. 24:1) [4, vikulegur biblíulestur; sjá w92 1.8. bls. 5 gr. 2.]
27. Samkvæmt 1. Konungabók 8:1 og Prédikaranum 1:1 safnaði Salómon fólki saman til að (byggja musterið; elta óvini Ísraels; tilbiðja Jehóva). [7, vikulegur biblíulestur; sjá si bls. 112 gr. 3.]
28. Árin 20, sem það tók Salómon að reisa musterið og hús sitt í Jerúsalem, eru sambærileg við endurskipulagningar- og breytingatímabilið sem hófst árið (1919; 1923; 1931) og endaði árið (1938; 1942; 1950). (1. Kon. 9:10) [8, vikulegur biblíulestur; w92 1.4. bls. 18 rammagrein]
29. Orðið ‚himinn‘ í 2. Konungabók 2:11 vísar til (hins andlega bústaðar Guðs; hins efnislega alheims; andrúmslofts jarðarinnar þar sem fuglar fljúga og vindar blása). [13, vikulegur biblíulestur; sjá w97 1.11. bls. 22 rammagrein.]
30. (Heródes mikli; Ágústus keisari; Tíberíus keisari) fyrirskipaði manntalið sem varð til þess að Jesús fæddist í Betlehem en ekki í Nasaret. [16, wE98 15.12. bls. 7 rammagrein]
Tilgreinið hverjir eftirfarandi ritningarstaða eiga við fullyrðingarnar að neðan:
Sálm. 15:4; 2. Sam. 12:28; 15:18-22; 2. Kon. 3:11; Kól. 3:13
31. Virða ber forystu innan guðræðisskipulags Jehóva. [4, si bls. 63 gr. 30]
32. Sýna ber skipulagi Jehóva og fulltrúum hans hollustu. [4, si bls. 63 gr. 30]
33. Þakklæti fyrir miskunn Jehóva getur hjálpað manni að hafa hemil á sér og breiða yfir bresti. [11, w98 1.12. bls. 6 gr. 3]
34. Það eru sérréttindi að sýna trúföstum þjónum Jehóva í sérstöku starfi gestrisni og sinna auðmjúklega þörfum þeirra. [13, vikulegur biblíulestur; sjá wE97 1.11. bls. 31 gr. 1.]
35. Guðhræddur maður gerir sitt besta til að standa við fjárhagsskuldbindingar sínar, jafnvel þótt ófyrirsjáanlegar kringumstæður geri honum erfitt um vik. [15, wE98 15.11. bls. 27 gr. 1]