Tilkynningar
◼ Ritatilboðið í desember: Bókin Þekking sem leiðir til eilífs lífs. Janúar og febrúar: Bókin Lífið — varð það til við þróun eða sköpun? Einnig má bjóða bækurnar Fjölskyldulíf þitt gert hamingjuríkt, Sannur friður og öryggi — hvernig? og Öryggi um allan heim undir stjórn Friðarhöfðingjans. Mars: Bókin Þekking sem leiðir til eilífs lífs. Sérstakt átak verður gert í biblíunámsstarfinu.
◼ Minningarhátíðin árið 2002 verður haldin eftir sólsetur fimmtudaginn 28. mars. Þessi langi fyrirvari ætti að auðvelda söfnuðum, sem nota sama ríkissal og þurfa að verða sér úti um önnur salarkynni, að tryggja sér viðeigandi húsnæði í tíma. Öldungarnir ættu að semja við rekstrarstjórn leigusalarins um að ekki verði truflun af völdum annarrar starfsemi í húsinu svo að minningarhátíðin geti farið friðsamlega og skipulega fram. Vegna þess hve minningarhátíðin er þýðingarmikill atburður ætti öldungaráðið að velja einn af hæfari öldungunum til að flytja ræðuna í stað þess að skiptast einfaldlega á um að flytja hana eða nota sama bróðurinn ár hvert. Gera skal undantekningu ef hæfur öldungur af hinum smurðu er til staðar sem flutt getur ræðuna.
◼ Ný rit fáanleg:
Bæklingurinn The Guidance of God — Our Way to Paradise (Leiðsögn Guðs — leiðin til paradísar) (gu) — norska.
Efnisskráin Watch Tower Publications Index 1999 (dx99) — ítalska.
Árgangar Varðturnsins 1984 og 1985 (wvol84 og wvol85) — ítalska.
◼ Nýjar hljóðsnældur fáanlegar:
Biblíuleikritið Warning Examples (Dæmi til viðvörunar) (cswe) — enska, ítalska.
Fyrri Konungabók, upplestur úr NW (cs1Ki) — norska.
Síðari Konungabók, upplestur úr NW (cs2Ki) — norska.
Hebresku ritningarnar, 1. bindi, 18 snældur, upplestur úr NW (cshs1) — finnska.