Tilkynningar
◼ Ritatilboðið í janúar og febrúar: Bókin Lífið — varð það til við þróun eða sköpun? Einnig má bjóða bækurnar Fjölskyldulíf þitt gert hamingjuríkt, Sannur friður og öryggi — hvernig? og Öryggi um allan heim undir stjórn Friðarhöfðingjans. Mars: Bókin Þekking sem leiðir til eilífs lífs. Sérstakt átak verður gert í biblíunámsstarfinu. Apríl: Stök tölublöð af Varðturninum og Vaknið! Bjóðið Þekkingarbókina eða Kröfubæklinginn og reynið að koma af stað heimabiblíunámskeiðum þar sem áhuga er að finna.
◼ Öllum skírðum boðberum, sem viðstaddir verða á þjónustusamkomunni í vikunni er hefst 8. janúar, verður afhent yfirlýsingin Upplýsingar um læknismeðferð/Blóðgjöf óheimil og Nafnskírteini fyrir börn sín.
◼ Næsti opinberi fyrirlestur farandhirðis, þegar hann heimsækir söfnuðina eftir 1. febrúar, ber heitið „Dómsdagur — tími vonar eða ótta?“
◼ Söfnuðir ættu að gera ráðstafanir til að halda minningarhátíðina eftir sólsetur sunnudaginn 8. apríl næstkomandi. Brauðið og vínið má ekki bera fram fyrr en sól er sest enda þótt hefja megi flutning ræðunnar fyrir þann tíma. Sólsetur á Akureyri er kl. 20:30, á Selfossi kl. 20:36, í Reykjavík kl. 20:41 og í Keflavík kl. 20:43. Engar aðrar samkomur skulu haldnar þennan dag en fyrir boðunarstarfið, og Varðturnsnámið þarf því að vera á öðrum tíma. Þótt æskilegt sé að hver söfnuður haldi eigin minningarhátíð er ekki víst að það sé alltaf gerlegt. Á stöðum þar sem nokkrir söfnuðir nota sama ríkissal getur einn söfnuður eða fleiri orðið sér úti um annað húsnæði þetta kvöld. Þar sem því verður við komið ættu minnst 40 mínútur að líða á milli samkoma svo að tími sé til að heilsa gestum, hvetja áhugasama og hafa fullt gagn af hátíðinni. Taka ber tillit til hugsanlegra umferðartafa, tryggja þarf að næg bílastæði séu fyrir hendi og að aðgengi sé gott. Öldungaráðið ætti að ákveða hvernig best sé að standa að málum í sínu byggðarlagi.
◼ Sérræðan fyrir minningarhátíðartímabilið 2001 verður flutt sunnudaginn 1. apríl og heitir: „Hverjir geta bjargast?“ Ræðudrögin verða send. Ef farandhirðisheimsókn stendur yfir þessa helgi í einhverjum söfnuði skal flytja sérræðuna fram í vikuna sem hefst 9. apríl. Sérræðuna á ekki að flytja í neinum söfnuði fyrir 1. apríl 2001.
◼ Í vikunni sem hefst 5. febrúar 2001 verður byrjað á bókinni Er til skapari sem er annt um okkur? í safnaðarbóknáminu. Gætið þess að nóg sé til af bókinni á lager í söfnuðinum. Spurningakverið við bókina þarf ekki að panta heldur verður það sent beint til safnaðanna í samræmi við þann eintakafjölda sem þeir fá af Ríkisþjónustu okkar. Ef þörf er á fleiri spurningakverum má panta þau á ritapöntunareyðublaðinu.
◼ Frá og með 1. janúar 2001 kemur Varðturninn út mánaðarlega á kaonde og seychelles-kreólsku og hálfsmánaðarlega á silósí.
◼ Frá og með 8. janúar 2001 kemur Vaknið! út mánaðarlega á búlgörsku og úrdú.
◼ Varðturninn á hollensku og pólsku verður fáanlegur á hljóðsnældum frá og með 1. janúar 2001.
◼ Nýtt á lager á íslensku:
Bókin Er til skapari sem er annt um okkur? (ct)
Spurningakverið Námsspurningar fyrir bókina „Er til skapari sem er annt um okkur?“ (Qct)
◼ Ný rit fáanleg:
Efnisskráin Watch Tower Publications Index 1997 (dx97) — sænska.
◼ Nýjar hljóðsnældur fáanlegar:
Biblíuleikritið Warning Examples (Dæmi til viðvörunnar) (cswx) — danska, finnska, lettneska, þýska.