Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 1.01 bls. 2
  • Þjónustusamkomur

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Þjónustusamkomur
  • Ríkisþjónusta okkar – 2001
  • Millifyrirsagnir
  • Vikan sem hefst 8. janúar
  • Vikan sem hefst 15. janúar
  • Vikan sem hefst 22. janúar
  • Vikan sem hefst 29. janúar
  • Vikan sem hefst 5. febrúar
Ríkisþjónusta okkar – 2001
km 1.01 bls. 2

Þjónustusamkomur

Vikan sem hefst 8. janúar

Söngur 29

7 mín: Staðbundnar tilkynningar og valdar tilkynningar úr Ríkisþjónustu okkar.

13 mín: Staðbundnar þarfir.

25 mín: Að taka ákvörðun um læknismeðferð án blóðgjafar. (Post. 15:28, 29) Ræða hæfs öldungs. Að samkomu lokinni fá allir skírðir vottar nýtt kort og þeir sem eiga óskírð börn undir lögaldri fá „Nafnskírteini“ fyrir hvert barn. Boðberar eiga ekki að útfylla kortin á samkomunni í kvöld heldur gera það heima en EKKI undirrita. Undirritun, vottun og dagsetning allra korta ætti að fara fram að loknu næsta safnaðarbóknámi. Áður en skrifað er undir skal ganga úr skugga um að kortin séu rétt útfyllt. Vitundarvottarnir eiga að sjá korthafann undirrita kortið. Bóknámsstjórar eiga að ganga úr skugga um að allir sem tilheyra bóknámshópnum fái nauðsynlega aðstoð við að útfylla kortin. Óskírðir boðberar geta útbúið kort handa sér og börnum sínum með því að laga orðalag yfirlýsingarinnar að aðstæðum sínum og sannfæringu. Útskýrið við hvers konar aðstæður skuli nota „Yfirlýsingu um læknismeðferð til lækna, hjúkrunarfræðinga og annarra heilbrigðisstarfsmanna“ og hvaða gildi hún hefur. Skírðir boðberar geta fengið eintak af þessari yfirlýsingu hjá ritaranum þegar þeir þurfa á henni að halda. Útfyllt og undirrituð yfirlýsing getur talað máli okkar ef við getum það ekki sjálf. Í flestum tilfellum höfum við þó tækifæri til að tala sjálf við lækni fyrir aðgerð. Gott er að hafa hugfast að læknar og spítalar vilja gjarnan geta undirbúið sig sérstaklega fyrir aðgerð sem gerð er án blóðgjafar. Það skiptir því miklu máli að sjúklingur tali snemma við lækninn um afstöðu sína til blóðgjafa. Bendið á athyglisverð atriði í Vaknið! janúar-mars 2000 eftir því sem tími leyfir, sérstaklega rammagreinina „Hlutverk sjúklingsins.“ Hin jákvæða þróun, sem hefur átt sér stað, er sérstaklega ánægjuleg en rétt er að minna á að við þurfum að sýna háttvísi í samtölum við lækna eða aðra sem eru á annarri skoðun en við. Að virða sjónarmið annarra hefur alltaf jákvæð áhrif, samhliða nauðsynlegri festu og sannfæringu.

Söngur 1 og lokabæn.

Vikan sem hefst 15. janúar

Söngur 51

10 mín: Staðbundnar tilkynningar og reikningshaldsskýrslan.

15 mín: „Þannig lýsi ljós yðar.“a Takið með efni úr Varðturninum 1. júlí 1997, bls. 29, gr. 12-13. Hvetjið alla til að bera vitni við sérhvert tækifæri.

20 mín: Rannsakar þú ritningarnar daglega? Ræða og viðtöl. Farið yfir efni Varðturnsins 1. desember 1996, bls. 16-17, gr. 12-14, og bendið á hversu viturlegt það sé að ræða efni dagstextans sem fjölskylda. Viðtal við fjölskyldu. Foreldrarnir og börnin minnast hvert um sig á nýlegar umræður um dagstextann sem þeim þótti sérstaklega gagnlegar og útskýra hvers vegna. Leggið áherslu á að yfirferð dagstextans eigi að vera liður í reglulegri námsáætlun fjölskyldunnar. Það styrkir fjölskylduna og heldur henni virkri í boðunarstarfinu.

Söngur 67 og lokabæn.

Vikan sem hefst 22. janúar

Söngur 90

7 mín: Staðbundnar tilkynningar.

18 mín: Hvernig má semja kynningarorð? Ræða með sviðsettum kynningum. Farið yfir aðalatriðin á bls. 2 í Biblíusamræðubæklingnum. Bendið á hvernig við getum valið kynningu sem er þægileg í notkun, hentug og áhrifarík á starfssvæðinu. Komið með nokkrar kynningartillögur fyrir Kröfubæklinginn og látið sviðsetja eina eða tvær þeirra. (Sjá Ríkisþjónustu okkar í apríl 1997, bls. 8.) Hvetjið alla til að nýta sér tillögur Biblíusamræðubæklingsins og Ríkisþjónustu okkar í boðunarstarfinu.

20 mín: „Vertu góður áheyrandi.“ Ræða með þátttöku áheyrenda. Farið yfir efnið á bls. 27-8, gr. 15-17, í Theocratic Ministry School Guidebook (Skólahandbókinni). Besti prófsteinninn á það hve vel við hlustum er hve mikið situr eftir. Hvetjið áheyrendur til að rifja upp aðalatriði Guðveldisskólans í kvöld.

Söngur 96 og lokabæn.

Vikan sem hefst 29. janúar

Söngur 139

10 mín: Staðbundnar tilkynningar. Minnið boðbera á að skila inn starfsskýrslum fyrir janúar. Fjallið stuttlega um ritatilboðið í febrúar.

15 mín: Kynnstu skaparanum betur. Ræða byggð á Varðturninum á íslensku 1. ágúst 1999, bls. 31-2, og Varðturninum á ensku 15. júní 1999, bls. 25-6. Vekið áhuga á bókinni Er til skapari sem er annt um okkur? sem farið verður yfir í safnaðarbóknáminu. Hvetjið unga fólkið til að taka virkan þátt í bóknámsumræðunum. Allir ættu að sækja bóknámið reglulega og vera óðfúsir að læra eins mikið og hægt er um hinn mikla skapara.

20 min: „Foreldrar — innprentið börnunum góðar venjur.“ Ræða og viðtal við foreldra barna sem farnast vel andlega. Foreldrarnir ræða hvað þeir hafa gert til að virkja börnin í boðunarstarfinu. Takið með tillögur úr The Secret of Family Happiness (Fjölskylduhamingjubókinni), bls. 55-9, eftir því sem tími leyfir.

Söngur 149 og lokabæn.

Vikan sem hefst 5. febrúar

Söngur 168

10 mín: Staðbundnar tilkynningar.

15 mín: „Vertu sæll í verkum þínum.“b Notið efni Insight on the Scriptures, 2. bindi, bls. 120, gr. 6-8, til að sýna fram á hvað auki gleði okkar í þjónustu Guðs.

20 min: Heilnæm afþreying. Fjölskylda fjallar um ráðleggingarnar í Vaknið! á ensku 22. maí 1997. Faðirinn hefur áhyggjur af afþreyingarmálum fjölskyldunnar. Þau fara stuttlega saman yfir efnið „What Has Happened to Entertainment?“ (Hvernig er skemmtiefnið orðið?) á bls. 4-7 og skoða síðan tillögur um heilnæma og gagnlega afþreyingu. Farið yfir efnið í Organized To Accomplish Our Ministry (Þjónustubókinni), bls. 131-2, undir „Recreation“ (Afþreying) og bls. 135-6, undir „Do All Things for God’s Glory“ („Gjörið það allt Guði til dýrðar“). Leggið áherslu á forystuhlutverk foreldranna og nauðsyn þess að fjölskyldan vinni saman öllum til góðs.

Söngur 190 og lokabæn.

[Neðanmáls]

a Hafið inngangsorðin skemmri en eina mínútu og farið yfir greinina með spurningum og svörum.

b Hafið inngangsorðin skemmri en eina mínútu og farið yfir greinina með spurningum og svörum.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila