Tilkynningar
◼ Ritatilboðið í febrúar: Bókin Lífið — varð það til við þróun eða sköpun? Einnig má bjóða bækurnar Fjölskyldulíf þitt gert hamingjuríkt, Sannur friður og öryggi — hvernig? og Öryggi um allan heim undir stjórn Friðarhöfðingjans. Mars: Bókin Þekking sem leiðir til eilífs lífs. Sérstakt átak verður gert í biblíunámsstarfinu. Apríl og maí: Stök tölublöð af Varðturninum og Vaknið! Bjóðið Þekkingarbókina eða Kröfubæklinginn og reynið að koma af stað heimabiblíunámskeiðum þar sem áhuga er að finna.
◼ Umsjónarmaður í forsæti eða einhver sem hann tilnefnir á að endurskoða reikningshald safnaðarins 1. mars eða eins fljótt þar á eftir og mögulegt er. Þegar því er lokið skal tilkynna það söfnuðinum eftir að næsta reikningshaldsskýrsla er lesin upp.
◼ Ritari safnaðarins og starfshirðir skulu fara yfir starfsemi allra reglulegra brautryðjenda. Ef einhver á erfitt með að uppfylla tímakröfurnar ættu öldungarnir að gera ráðstafanir til að aðstoða hann. Tillögur er að finna í árlegum bréfum Félagsins til öldungaráða vegna brautryðjenda (S-201). Sjá einnig gr. 2-10 í viðauka Ríkisþjónustu okkar í nóvember 1995.
◼ Boðberahópar, sem hyggjast starfa á óúthlutuðu svæði eða sveitasvæði á komandi mánuðum, ættu að bjóða áhugasömum Kröfubæklinginn eða Þekkingarbókina. Einnig væri gott að láta Sköpunarbókina fylgja með í tilboðinu.
◼ Í hverjum mánuði er tilkynning í Ríkisþjónustunni um ný rit sem fáanleg eru hjá Félaginu. En þó að ritin séu fáanleg er ekki víst að þau séu til hjá deildarskrifstofunni í Reykjavík. Ef það þarf að panta þau frá Selters eða Brooklyn er afgreiðslutíminn 2-3 mánuðir. Félagið vill engu að síður upplýsa ykkur um það hvaða rit séu fáanleg, þó að það hafi ekki alltaf tök á að eiga þau á lager hér á landi.
◼ Ný rit fáanleg:
Bókin Insight on the Scriptures (Innsýn í Ritninguna) (it-1) — finnska.