Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 5.01 bls. 4
  • ‚Hlýðið á og aukið lærdóm ykkar‘

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • ‚Hlýðið á og aukið lærdóm ykkar‘
  • Ríkisþjónusta okkar – 2001
  • Svipað efni
  • Hlýddu á heilög orð Guðs
    Ríkisþjónusta okkar – 2000
  • Hlustið og lærið
    Ríkisþjónusta okkar – 2013
  • Við lofum Jehóva þegar við söfnumst saman
    Ríkisþjónusta okkar – 2003
  • Landsmótið 1997 „Trúin á orð Guðs“
    Ríkisþjónusta okkar – 1997
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2001
km 5.01 bls. 4

‚Hlýðið á og aukið lærdóm ykkar‘

1 Orðskviðirnir segja að spekin kalli: „Hlýðið á, því að ég tala það sem göfuglegt er, og varir mínar tjá það sem rétt er. Mín er ráðspekin og framkvæmdarsemin. . . . Hlýðið mér, því að sælir eru þeir, sem varðveita vegu mína. Því að sá sem mig finnur, finnur lífið og hlýtur blessun af [Jehóva].“ (Orðskv. 8:6, 14, 32, 35) Þessi orð lýsa vel þeirri fræðslu sem við eigum í vændum á landsmótinu „Kennarar orðsins.“

2 Þarfir hins alþjóðlega bræðrafélags hafa verið skoðaðar og dagskráin er við það miðuð að koma til móts við þær. Andleg fræðsla og raunhæfar ábendingar mótsins geta stuðlað að hamingju okkar, styrkt sambandið við Jehóva og auðveldað okkur að fylgja veginum til eilífa lífsins. Við höfum svo sannarlega tilefni til að ‚hlýða á og auka lærdóm okkar.‘ — Orðskv. 1:5.

3 Fyrir dagskrána: Til að hafa fullt gagn af efni mótsins þurfum við að vera sest og komin í rétt hugarástand þegar dagskráin hefst. Það gerist ekki án þess að við skipuleggjum okkur. Eitt það þýðingarmesta er að leggja tímanlega af stað. Það er gott að fara snemma í háttinn kvöldið áður, og við þurfum að vakna nógu snemma til að allir hafi nægan tíma til að búa sig og fá sér morgunverð. Mætum nógu snemma á mótsstaðinn til að finna okkur sæti í tíma og sinna öðru sem sinna þarf. Dagskráin hefst kl. 9:30 alla dagana og húsið er opnað um klukkutíma áður.

4 Megintilgangur mótanna er sá að lofa og mikla Jehóva. (Sálm. 26:12) Allir ættu því að vera sestir áður en tilkynnt er hvaða söngur skuli sunginn í upphafi dagskrárinnar dag hvern. Þar á við hvatning Biblíunnar: „Allt fari sómasamlega fram og með reglu.“ (1. Kor. 14:40) Þú ættir því að ganga til sætis um leið og dagskráin hefst með tónlist og þú sérð dagskrárkynninn fá sér sæti á sviðinu. Þá geturðu hafið upp rödd þína og sungið Jehóva lofsöng af hjartans lyst ásamt öllum hinum mótsgestunum. — Sálm. 149:1.

5 Á meðan dagskráin stendur yfir: Esra ‚sneri huga sínum að því að rannsaka lögmál Jehóva og breyta eftir því.‘ (Esra. 7:10) Hvernig geturðu undirbúið þig og snúið huga þínum að því að taka við fræðslunni frá Jehóva? Þegar þú rennir yfir ræðuheitin í dagskránni gætirðu spurt þig hvað Jehóva ætli að segja þér í þessum dagskrárlið, og hvernig þú getir notað efnið til góðs fyrir sjálfan þig og fjölskyldu þína. (Jes. 30:21; Ef. 5:17) Haltu áfram að spyrja þessarar spurningar allt mótið. Skrifaðu hjá þér atriði sem þú ætlar að nota. Taktu þér tíma til að ræða um þau við fjölskylduna eða aðra í lok hvers dags. Það festir efnið í minni og hjálpar þér að fara eftir því.

6 Það kostar talsverða áreynslu að einbeita sér í nokkrar klukkustundir samfleytt. Hvernig er hægt að koma í veg fyrir að hugurinn reiki? Þú getur notfært þér áhrif sjónarinnar. Athygli okkar beinist að miklu leyti að því sem við horfum á. (Matt. 6:22) Berstu gegn tilhneigingunni til að láta augun reika við hvert hljóð eða hreyfingu. Horfðu á ræðumanninn. Fylgstu með í Biblíunni þegar ritningarstaður er lesinn og hafðu Biblíuna opna meðan hann er skýrður.

7 Kristinn kærleikur kemur í veg fyrir að við truflum aðra meðan dagskráin stendur yfir. (1. Kor. 13:5) Að þegja og hlusta ‚hefur sinn tíma.‘ (Préd. 3:7) Talaðu ekki að þarflausu og vertu kyrr í sætinu ef þú getur. Með fyrirhyggju er hægt að fækka ferðum á salernið. Notaðu matmálstímana til að borða og drekka, nema því aðeins að þú þurfir að gera það oftar heilsunnar vegna. Ef þú ert með farsíma, boðtæki, upptökutæki eða myndavél skaltu gæta þess að það trufli ekki aðra. Foreldrar ættu að láta alla fjölskylduna — þar á meðal unglingana — sitja saman svo að þeir geti haft viðeigandi umsjón með börnum sínum. — Orðskv. 29:15.

8 Öldungur nokkur, sem hefur sótt umdæmismót í marga áratugi, sagði um mótið á síðasta ári: „Það er önnur ástæða fyrir því að mér fannst mótið sérstakt. Næstum allir skrifuðu hjá sér minnispunkta, þeirra á meðal börnin. Það var mjög ánægjulegt að sjá það. Biblían var vel notuð þegar ræðumenn báðu áheyrendur að fletta upp á ákveðnum ritningarstöðum.“ Það er hrósunarvert að hlusta með athygli. Bæði við og aðrir mótsgestir hafa gagn af því, en umfram allt er það kennara okkar, Jehóva Guði, til vegsemdar. — Jes. 30:20.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila