Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 5.00 bls. 5
  • Hlýddu á heilög orð Guðs

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Hlýddu á heilög orð Guðs
  • Ríkisþjónusta okkar – 2000
  • Svipað efni
  • ‚Hlýðið á og aukið lærdóm ykkar‘
    Ríkisþjónusta okkar – 2001
  • Hlustið og lærið
    Ríkisþjónusta okkar – 2013
  • Landsmótið 1994 „Guðsótti“
    Ríkisþjónusta okkar – 1994
  • Landsmótið 1997 „Trúin á orð Guðs“
    Ríkisþjónusta okkar – 1997
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2000
km 5.00 bls. 5

Hlýddu á heilög orð Guðs

1 Það verðskuldar ekki allt sem mennirnir segja sérstaka athygli, en þegar Guð talar er sérlega mikilvægt að leggja við hlustirnar. (5. Mós. 28:1, 2) Til allrar hamingju skráðu innblásnir ritarar heilög ‚orð Guðs‘ okkur til gagns. (Rómv. 3:2) Á landsmótinu í sumar gefst kjörið tækifæri til að heyra þau lesin og rædd. Hvernig geturðu verið sérstaklega eftirtektarsamur?

2 Mættu snemma: Ímyndaðu þér eftirvæntingu Ísraelsmanna þegar þeim var sagt að fara til fundar við Jehóva á Sínaífjalli og hlýða á lögmál hans. (2. Mós. 19:10, 11, 16-19) Ef þú hugsar eins um það að fá fræðslu frá Jehóva á landsmótinu muntu gera þér far um að mæta snemma dag hvern. Við getum ekki hlustað á alla dagskrána ef við komum seint og ónáðum aðra þegar við reynum að finna sæti. Dagskráin hefst kl. 9:30 hvern dag og mótsstaðurinn er opnaður um klukkutíma áður.

3 Sumir mæta snemma en eru samt ekki sestir þegar dagskráin hefst. Af hverju? Af því að þeir hætta ekki að spjalla við bræðurna fyrr en upphafssöngurinn er kynntur og þá fyrst færa þeir sig í sætin. Tíu mínútum áður en fyrsti söngurinn á morgun- og síðdegisdagskránni er kynntur fær kynnirinn sér sæti uppi á sviði meðan inngangstónlist er leikin. Það er merki um að tímabært sé að fá sér sæti. Þegar söngurinn er síðan kynntur erum við tilbúin að taka undir lofsönginn til Jehóva.

4 Fjölskyldur hlusti saman: Þegar heilög orð Guðs voru lesin upp fyrir söfnuði Ísraelsmanna áttu fjölskyldurnar að fylgjast með, þar með talin ‚börnin.‘ (5. Mós. 31:12) Börn mega ekki leika lausum hala á mótunum. (Orðskv. 29:15) Fjölskyldur eru hvattar til að sitja saman og unglingar með foreldrum sínum. Sumir foreldrar bíða þar til upphafssöngurinn hefst áður en þeir fara með börnin á salernið. En það kennir börnunum tæplega hve þýðingarmikinn sess söngur og bæn skipa í guðsdýrkun okkar. Það er miklu betra að vera búinn að fara á salernið áður en morgun- og síðdegisdagskráin hefst.

5 Við hlustum betur á dagskrána ef við hvílumst vel á nóttunni og borðum ekki þungar máltíðir á daginn. Einbeittu þér að því sem ræðumaðurinn segir. Láttu ekki hugann reika. Fylgstu með í Biblíunni þegar ritningarstaðir eru lesnir. Skrifaðu hjá þér stutta minnispunkta. Rifjaðu jafnóðum upp í huganum hvað ræðumaðurinn hefur sagt og hugleiddu hvernig þú getir heimfært það. Ræddu síðan mótsdagskrána við fjölskylduna í lok hvers dags, hvað henni þótti skemmtilegast og hvernig hún geti notfært sér upplýsingarnar.

6 Sýndu orði Guðs virðingu: Á mótunum gefst prýðistækifæri til að spjalla við bræður og systur og njóta uppbyggjandi félagsskapar. Með því að mæta snemma höfum við tíma til samræðna áður en dagskráin hefst. Sumir hafa tamið sér að tala saman meðan á dagskránni stendur og halda ranglega að slíkt valdi litlu ónæði í stórum mótssal. En þótt salurinn sé stór og hópurinn fjölmennur ber að hlusta á dagskrána alveg eins og um samkomu í ríkissalnum væri að ræða. Farsímar, boðtæki, upptökutæki og myndavélar mega ekki valda ónæði meðan á dagskrá stendur.

7 Móse „át ekki brauð og drakk ekki vatn“ meðan hann var að fá lögmálið frá Jehóva. (2. Mós. 34:28) Á sama hátt er óviðeigandi að borða og drekka meðan dagskráin er í gangi. Það á að bíða ‚síns tíma‘ nema alvarleg heilsuvandamál útheimti annað. — Préd. 3:1.

8 Það er enn til vandræða hve margir bræður og systur og jafnvel lítil börn rápa um meðan á dagskrá stendur. Salarverðir verða beðnir um að vísa þeim aftur til sætis í salnum. Sjálfboðaliðar eiga að fá sér sæti í salnum og hlýða á dagskrána um leið og þeir hafa lokið verki sínu nema þeir séu sérstaklega beðnir um annað.

9 Gerumst aldrei ‚heyrnarsljó‘ gagnvart orði Guðs. (Hebr. 5:11) Verum staðráðin í að sýna tilhlýðilega virðingu og hlusta með eftirtekt þegar heilög orð Jehóva verða rædd á komandi landsmóti.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila