Tilkynningar
◼ Ritatilboðið í júní: Bæklingurinn Hvers krefst Guð af okkur? eða bókin Þekking sem leiðir til eilífs lífs. Leggið áherslu á að koma af stað heimabiblíunámskeiðum. Júlí og ágúst: Hver sem er af eftirtöldum 32 síðna bæklingum: Ber Guð í raun umhyggju fyrir okkur?, Hvað verður um okkur þegar við deyjum?, Hver er tilgangur lífsins — hvernig getur þú fundið hann?, Nafn Guðs sem vara mun að eilífu, „Sjá, ég gjöri alla hluti nýja,“ Stjórnin sem koma mun á paradís, Þegar ástvinur deyr og Ættum við að trúa á þrenninguna? Þar sem við á má bjóða bæklingana Andar hinna dánu — geta þeir hjálpað þér eða gert þér mein? Eru þeir til í raun og veru? og Bók fyrir alla menn. September: Bókin Lífið — varð það til við þróun eða sköpun?
◼ Þegar starfað er á óúthlutuðu svæði geta boðberar boðið Þekkingarbókina eða Kröfubæklinginn ásamt Sköpunarbókinni. Ef húsráðandinn á þegar þessi rit má bjóða honum einhver önnur til dæmis Skaparabókina. Allir ættu að hafa úrval rita meðferðis til að skilja eftir þar sem fólk er ekki heima eða gefa þeim sem ekki þiggja önnur rit.
◼ Ný rit fáanleg:
Does Fate Rule Our Lives? — Or Does God Hold Us Responsible? (Stjórnast lífið af forlögum? — eða kallar Guð okkur til ábyrgðar?) (fyrir múslíma) (Smárit nr. 71) — enska.
◼ Ný myndbönd fáanleg:
Young People Ask — How Can I Make Real Friends? (Ungt fólk spyr — hvernig get ég eignast sanna vini?) (vcfe) — sænska.