Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 7.01 bls. 3
  • Ný svæðismótsdagskrá

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Ný svæðismótsdagskrá
  • Ríkisþjónusta okkar – 2001
  • Svipað efni
  • Glæddu hjá þér slíkt hugarfar að þú óttist Jehóva
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2002
  • Guðsótti — getur hann gagnað þér?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1988
  • Lærum að hafa unun af ótta Jehóva
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1995
  • Hvers vegna að óttast Guð, ekki menn?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1989
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2001
km 7.01 bls. 3

Ný svæðismótsdagskrá

Orðið ótti getur meðal annars merkt „djúp virðing eða lotning, einkum fyrir Guði.“ Þetta lýsir þeim heilnæma ótta sem Biblían segir að sé „upphaf speki.“ (Sálm. 111:10) Annars konar ótti ræður aftur á móti lögum og lofum í heimi Satans. Hvernig getum við forðast þessa óheilnæmu tilfinningu og glætt með okkur lotningarfullan guðsótta? Nýja svæðismótsdagskráin fyrir þjónustuárið 2002 svarar þessari spurningu. Stef mótsins er „Óttist Guð og gefið honum dýrð“ og varpar ljósi á hvernig ótti Jehóva gagnast okkur á marga vegu, bæði sem einstaklingum og sem skipulagi. — Opinb. 14:7.

Ótti getur verið kvíði eða kjarkleysi og tregða til að takast á við erfiðar aðstæður. Biblían segir hins vegar að ‚sá sé sæll er óttast Jehóva og gengur á vegum hans.‘ (Sálm. 128:1) Dagskrá svæðismótsins sýnir fram á hvernig við getum stundað sanna tilbeiðslu farsællega. Við fáum að sjá hvernig vekja megi löngun hjá nýjum til að þjóna Jehóva af öllu hjarta, sálu, huga og mætti með því að glæða hjá þeim heilnæman guðsótta. (Mark. 12:30) Fyrri mótsdeginum lýkur á ræðu umdæmishirðisins, „Styrktu stöðugt ástvinaböndin,“ þar sem hann útskýrir hvernig við getum varað okkur á tilraunum djöfulsins til að beina okkur frá Jehóva, fjölskyldu okkar og trúsystkinum.

„Óttist Jehóva en ekki menn“ heitir fjórskipt ræðusyrpa á síðari mótsdeginum sem leiðir okkur fyrir sjónir hvernig og hvers vegna við verðum að sigrast á sérhverjum kvíða og ugg sem gæti verið okkur fjötur um fót í boðunarstarfinu eða hindrað okkur í að varðveita ráðvendni og góða samvisku í skóla eða á vinnustað. Opinberi fyrirlesturinn „Óttastu Guð og haltu hans boðorð“ byggist á atburðarásinni í 14. kafla Opinberunarbókarinnar. Svæðismótinu lýkur á hvatningarræðunni: „Haltu áfram að ganga í ótta Jehóva.“

Guðveldisskólinn, fyrirmyndarþjónustusamkoma, skírnarræðan og Varðturnsyfirferðin verða á sínum stað og eru ómissandi fyrir alla. Bjóddu biblíunemendum þínum á mótið með þér. Þeir sem vilja láta skírast ættu að ræða við umsjónarmann í forsæti með góðum fyrirvara. Sýnum heilnæman guðsótta og gefum Jehóva dýrð með því að missa ekki af neinu á þessari stórgóðu dagskrá.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila