Gisting á landsmótinu
Flestir þeirra sem sækja landsmótið „Kennarar orðsins“ í Kópavogi í ágúst búa á höfuðborgarsvæðinu eða í nærliggjandi sveitafélögum og þurfa því ekki á gistingu utan heimilisins að halda. Þeim sem lengra eru að komnir býðst hins vegar gisting hjá meðbræðrum sínum sem bjóða fram heimili sín til slíkra nota. Ritari safnaðarins hefur þar til gerð eyðublöð sem á að nota til að sækja um gistingu. Hann kemur umsóknunum síðan áleiðis til mótsnefndarinnar að Sogavegi 71, 108 Reykjavík.
Þetta er því kjörið tækifæri fyrir bræður og systur á höfuðborgarsvæðinu til að sýna gestrisni og gefa kost á gistiplássi á heimilum sínum. Margir hafa tengst traustum vináttuböndum við slíkar aðstæður. Þeir sem vilja bjóða sig fram til að hýsa gesti geta tilkynnt það umsjónarmanni í forsæti í söfnuði sínum sem kemur upplýsingum áfram til gistideildar landsmótsins.
Mikilvægt er að bæði gestir og heimilisfólk sýni ávexti andans í öllum samskiptum sínum. Við skyldum aldrei taka gestrisni meðbræðra okkar sem sjálfsagðan hlut heldur sýna í orði og verki að við kunnum að meta hana.