Treystu á styrk frá Jehóva
1 Við þurfum að treysta á Jehóva. Fyrir því eru margar ástæður. Það er krefjandi verkefni að boða fagnaðarerindið „um alla heimsbyggðina.“ (Matt. 24:14) Við eigum í stöðugri baráttu við ófullkomleikann. (Rómv. 7:21-23) Enn fremur eigum við í ,baráttu . . . við ofurmannlega heimsdrottna þessa myrkurs.‘ (Ef. 6:11, 12) Við þörfnumst augljóslega hjálpar. Hvernig getum við fengið kraft frá Jehóva?
2 Með bæn: Jehóva gefur þjónum sínum, sem biðja hann, fúslega af kraftmiklum anda sínum. (Lúk. 11:13) Vantreystir þú sjálfum þér til að vitna hús úr húsi, á götum úti eða í gegnum síma? Ertu feiminn við að gefa óformlegan vitnisburð? Hefur sinnuleysi fólks á svæðinu dregið úr ákafanum hjá þér? Hvað ef þrýst er á þig að slaka á trúnni eða ráðvendni þinni? Treystu á Jehóva og biddu hann um styrk. — Fil. 4:13.
3 Með einkanámi: Við styrkjumst við það að borða. Á líkan hátt eflumst við andlega með því að nærast á orði Guðs og ritum hins ‚trúa og hyggna þjóns.‘ (Matt. 4:4; 24:45) Aðspurður hvað hefði gefið honum styrk til þola áralanga einangrun í Kína án biblíu, sagði Stanley Jones: „Við getum verið staðföst í trúnni. En að sjálfsögðu verðum við að nema. Við höfum engan innri styrk ef við nemum ekki.“
4 Með samkomusókn: Á kristinni samkomu á fyrstu öld „hvöttu“ Júdas og Sílas „bræðurna með mörgum orðum og styrktu þá.“ (Post. 15:32) Því er eins farið nú á dögum. Það sem við heyrum á samkomum eykur þakklæti okkar til Jehóva, byggir upp trúna og hvetur okkur í boðunarstarfinu. Á samkomum hittum við reglulega ,samverkamenn okkar fyrir Guðs ríki‘ sem eru okkur styrkjandi hjálp. — Kól. 4:11.
5 Við þörfnumst aðstoðar á þessum ‚örðugu tíðum.‘ (2. Tím. 3:1) Þeim sem leita eftir styrk frá Jehóva er lofað: „Þeir fljúga upp á vængjum sem ernir. Þeir hlaupa og lýjast ekki, þeir ganga og þreytast ekki.“ — Jes. 40:31.