Þjónustusamkomur
Vikan sem hefst 11. mars
Söngur 2
13 mín: Staðbundnar tilkynningar og valdar tilkynningar úr Ríkisþjónustu okkar. Sviðsetjið tvær útfærslur á „Kynningu fyrir boðunarstarfið“ á bls. 8 þar sem sýnt er hvernig bregðast megi við samræðutálmanum „Ég hef ekki áhuga.“ — Sjá Biblíusamræðubæklinginn, bls. 8-9.
12 mín: Má biðja fyrir brottreknum? Ræða hæfs öldungs byggð á „Spurningum frá lesendum“ í Varðturninum 1. mars 2002, bls. 30-31.
20 mín: „‚Verið ríkir af góðum verkum.‘“ a Í höndum starfshirðis. Hvetjið alla til að eiga sem mestan þátt í boðunarstarfinu fyrir minningarhátíðina 28. mars. Ræðið hvernig nota má prentuðu boðsmiðana sem best. Biðjið boðbera að segja frá því hvernig þeir fengu ættingja, nágranna, biblíunemendur og aðra áhugasama til að sækja minningarhátíðina í fyrra og hve gleðilegt það var. Hvetjið alla sem geta til að vera aðstoðarbrautryðjendur í apríl og verða sér úti um umsóknareyðublað að samkomu lokinni.
Söngur 82 og lokabæn.
Vikan sem hefst 18. mars
Söngur 7
10 mín: Staðbundnar tilkynningar og reikningshaldsskýrslan. Farið yfir rammagreinina „Til minnis vegna minningarhátíðar.“ Hvetjið alla til að fylgja biblíulestraráætluninni fyrir minningarhátíðartímabilið 23.-28. mars í Rannsökum daglega ritningarnar — 2002.
15 mín: „Sameinuð Jehóva og syni hans.“ b Örvandi biblíuræða öldungs. Hvetjið alla til að leggja sig sérstaklega fram næstu vikuna og bjóða eins mörgum á minningarhátíðina og þeir geta.
20 mín: „Hafðu enn meiri gleði af boðunarstarfinu.“ c Biðjið áheyrendur, þegar farið er yfir 5. grein, um raunhæfar tillögur um hvernig megi ná sem mestum árangri á safnaðarsvæðinu. Sviðsetjið eitt eða tvö dæmi um hvernig við getum átt frumkvæðið og vitnað stuttlega fyrir öðrum. Hvetjið alla til að skapa sér tækifæri til að vitna í vikunni.
Söngur 15 og lokabæn.
Vikan sem hefst 25. mars
Söngur 12
7 mín: Staðbundnar tilkynningar. Bendið á að enn sé ekki of seint að sækja um aðstoðarbrautryðjandastarf í apríl.
20 mín: „‚Gjafir í mönnum‘ — fúsir hirðar hjarðar Guðs.“ d Ræða öldungs. Fjallið um ritningarstaðina sem vísað er til. Bendið á hvernig margt jákvætt getur og hefur hlotist af hirðisheimsóknum til óvirkra og af því að hjálpa heilsuveilum boðberum til að gera það sem þeir geta. Kærleiksríkir hirðar sýna að þeir meta mikils hugheila viðleitni hjarðarinnar til að vera virk í þjónustu Jehóva.
18 mín: Notaðu Rökræðubókina til að uppörva og hvetja. Umræður við áheyrendur. Allir þurfa að fá hlýlega hvatningu við og við. Við ættum því öll að finna hjá okkur löngun til að ‚hughreysta‘ aðra, meðal annars þá sem við hittum í boðunarstarfinu og eru huggunarþurfi. (1. Þess. 5:14) Biðjið áheyrendur að benda á biblíuleg hvatningarorð í Reasoning from the Scriptures (Rökræðubókinni) sem nota mætti þegar þeir hitta einhvern sem lent hefur í einni af prófraununum sem nefndar eru á bls. 117-21. Stingið upp á við áheyrendur að þeir reyni að uppörva og hvetja aðra, hvenær sem þörf krefur. — Gal. 6:10.
Söngur 131 og lokabæn.
Vikan sem hefst 1. apríl
Söngur 27
13 mín: Staðbundnar tilkynningar. Látið sviðsetja kynningartillögurnar á bls. 8. Fáið öldung til að kynna Varðturninn 1. apríl og ungling til að kynna Vaknið! apríl-júní. Bendið á nokkra góða þætti í báðum kynningunum eftir að farið hefur verið yfir þær. Minnið boðbera á að skila inn starfsskýrslum fyrir mars.
12 mín: Staðbundnar þarfir.
20 mín: Hvernig gagnast Árbókin þér? Ræða með þátttöku áheyrenda. Rifjið fyrst upp það helsta í „Bréfi frá hinu stjórnandi ráði“ í Ríkisþjónustu okkar í febrúar, bls. 7 en þetta er íslensk þýðing á bréfinu í Árbókinni. Biðjið áheyrendur síðan að segja frásögur úr Árbókinni sem þeim þóttu sérstaklega uppörvandi og trústyrkjandi. Hvetjið alla til að ljúka lestri Árbókarinnar og nota hana til að kynna skipulag Jehóva fyrir biblíunemendum sínum.
Söngur 45 og lokabæn.
[Neðanmáls]
a Hafið inngangsorðin skemmri en eina mínútu og farið yfir greinina með spurningum og svörum.
b Hafið inngangsorðin skemmri en eina mínútu og farið yfir greinina með spurningum og svörum.
c Hafið inngangsorðin skemmri en eina mínútu og farið yfir greinina með spurningum og svörum.
d Hafið inngangsorðin skemmri en eina mínútu og farið yfir greinina með spurningum og svörum.