Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 4.02 bls. 1
  • Boðun Guðsríkis bjargar mannslífum

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Boðun Guðsríkis bjargar mannslífum
  • Ríkisþjónusta okkar – 2002
  • Svipað efni
  • Haltu áfram að prédika af kappi
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2012
  • ‚Fyrst á að prédika fagnaðarerindið‘
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1988
  • Flytjið gleðitíðindi
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2005
  • „Farið ... og gerið allar þjóðir að lærisveinum“
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2016
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2002
km 4.02 bls. 1

Boðun Guðsríkis bjargar mannslífum

1 Þetta er mikilvægasta starfið sem unnið er í heiminum nú á tímum. Jehóva Guð, Jesús Kristur og ótal englar fylgjast með því. Hvaða starf er þetta og hvers vegna er það svona nauðsynlegt? Þetta er boðun Guðsríkis sem getur bjargað mannslífum. — Rómv. 1:16; 10:13, 14.

2 Ef til vill finnst sumum að við gætum orðið öðrum að meira liði ef við reyndum að bæta heiminn í kringum okkur. Margir eru uppteknir af vonlausum friðarumleitunum, tilraunum til að lækna sjúkdóma og efnahagsáhyggjum. En hvað kemur fólkinu best?

3 Mjög mikilvægt starf: Það er aðeins boðskapurinn um ríkið sem segir frá tilgangi lífsins, orsök mannlegra þjáninga og einu framtíðarvoninni sem hægt er að treysta. Fagnaðarerindið stuðlar að því að menn geta orðið vinir Jehóva og þar með fengið ‚frið Guðs, sem er æðri öllum skilningi.‘ (Fil. 4:7) Það er aðeins boðskapurinn um ríkið sem veitir fólki raunhæfar leiðbeiningar til að takast á við vandamál lífsins og útskýrir hvernig halda megi lífi þegar hinn illi heimur verður afmáður í framtíðinni. (1. Jóh. 2:17) Er það ekki þess virði að við leggjum okkur fram um að boða Guðsríki eftir fremsta megni?

4 Tökum dæmi: Hver yrði besta leiðin til að hjálpa sofandi þorpsbúum sem stofnað er í hættu vegna brestandi stíflu? Með því að ausa vatni úr uppistöðulóninu? Með því að fegra og prýða þorpið sem bíður eyðileggingar? Nei! Það verður að vekja þorpsbúa og vara þá við yfirvofandi hættu og hjálpa þeim að flýja. Þeir sem eru andlega sofandi nú á tímum eru í alvarlegri hættu. (Lúk. 21:34-36) Þar sem þetta heimskerfi líður senn undir lok skulum við reyna að prédika allt hvað af tekur fyrir öllum sem við getum! — 2. Tím. 4:2; 2. Pét. 3:11, 12.

5 Verum stöðug í starfinu: Reynum að finna leiðir til að koma fagnaðarerindinu á framfæri við einlægt fólk í enn ríkari mæli — inni á heimilum, úti á götum, símleiðis og óformlega. Starfið sem Jehóva hefur falið okkur að vinna er það mikilvægasta sem við getum nokkurn tíma unnið að. Sinnum því af brennandi áhuga; þá munum við ‚bæði gjöra sjálf okkur hólpin og áheyrendur okkar‘. — 1. Tím. 4:16.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila