Þjónustusamkomur
Vikan sem hefst 9. september
Söngur 209
13 mín.: Staðbundnar tilkynningar og valdar tilkynningar úr Ríkisþjónustu okkar. Sviðsetjið tillöguna neðst á bls. 8.
17 mín.: „Hjálpum öðrum að vegsama Jehóva“a Ef tími leyfir væri gott að taka með eitt eða tvö gagnleg dæmi úr Reasoning From the Scriptures (Rökræðubókinni) bls. 196-9.
15 mín.: Hvers vegna trúa menn ekki? Umræður við áheyrendur. Við hittum oft fólk sem skortir trú. (2. Þess. 3:2) Til þess að geta frætt það um sannleikann um Jehóva verðum við fyrst að átta okkur á því hvað hefur haft áhrif á hugmyndir þess um Guð. Farið yfir fjögur dæmi um hvað gæti komið í veg fyrir að fólk trúi en þau er að finna í Reasoning From the Scriptures (Rökræðubókinni) bls. 129-30. Biðjið áheyrendur að stinga upp á hvernig hægt sé að bregðast við í hverju tilviki. Segið frá dæmi um aðferð sem hefur virkað eða notið frásöguna í Vaknið! á ensku frá 22. ágúst 1993, bls. 14-15.
Söngur 122 og lokabæn.
Vikan sem hefst 16. september
Söngur 163
10 mín.: Staðbundnar tilkynningar og reikningshaldsskýrslan. Hvetjið alla til að fara yfir minnispunktana frá svæðismótinu í vor sem undirbúning fyrir þjónustusamkomuna í næstu viku.
18 mín.: Hvernig stóðum við okkur á síðasta þjónustuári? Ræða starfshirðis. Farið yfir skýrslu safnaðarins fyrir þjónustuárið 2002 í aðalatriðum. Hrósið öllum fyrir það sem áorkað hefur verið. Beinið athyglinni að samkomusókninni, hvernig tekist hefur að fara í endurheimsóknir og stofna heimabiblíunámskeið og hvernig söfnuðurinn hefur staðið sig í aðstoðarbrautryðjandastarfinu. Komið með tillögur um hvernig hægt sé að gera betur og setjið raunhæf markmið fyrir þjónustuárið sem nú fer í hönd.
17 mín.: Einstæðir foreldrar standa í ströngu. Öldungur á viðtal við einstætt foreldri eða tvo einstæða foreldra (eða foreldri þar sem makinn er ekki í trúnni) og biður þá að segja frá hvernig þeim takist að kenna börnunum góða siði, aga þau og leiðbeina þeim í lífinu. Hvernig tekst þeim að sinna fjölskylduábyrgðinni en jafnframt koma reglulega á samkomur og eiga þátt í boðunarstarfinu? Bendið á nokkur ráð sem má finna í Family Happiness (Fjölskylduhamingjubókinni) bls. 104-10. Nefnið hvernig aðrir geta veitt stuðning eins og fram kemur í bókinni á bls. 113-15.
Söngur 149 og lokabæn.
Vikan sem hefst 23. september
Söngur 107
15 mín.: Staðbundnar tilkynningar. Ræðið greinina „Framkvæmdaáætlun um byggingu ríkissala miðar áfram.“
10 mín.: Staðbundnar þarfir.
20 mín.: „Óttist Guð og gefið honum dýrð.“ (Opinb. 14:7) Ræða með þátttöku áheyrenda þar sem rifjað er upp svæðismótið frá því í vor. Biðjið áheyrendur um að segja frá meginhugmyndum sem gögnuðust þeim og hvernig þeim tókst að fara eftir þeim sem einstaklingar eða fjölskylda. (Fela mætti boðberum verkefni fyrir fram.) Farið yfir eftirfarandi dagskrárliði: (1) „Hjálpum nýjum að þroska með sér guðsótta.“ Hvernig getum við hjálpað áhugasömum sem sóttu minningarhátíðina að taka framförum og verða virkir þjónar Jehóva? (2) „Að óttast Jehóva er að hata hið illa.“ (w87 1.5. 26-28) Hvernig geta Orðskviðirnir 6:16-19 auðveldað okkur að forðast það sem Jehóva hatar, svo sem stolt, lygar, efnishyggju, vafasama afþreyingu og misnotkun Netsins? (3) „Styrktu stöðugt sambandið við þá sem þú elskar.“ Hvernig verndar það okkur fyrir heiminum að styrkja samband okkar við Jehóva, Jesú, fjölskyldur okkar og aðra í söfnuðinum sem við elskum? (4) „Óttist Jehóva en ekki menn.“ Hvernig hefur ótti við að misþóknast Jehóva gefið okkur kjark í boðunarstarfinu, knúið okkur til að fylgja meginreglum hans á vinnustað eða í skóla, eða til að standast þrýsting frá vinnuveitanda sem reynir að koma í veg fyrir að við getum mætt reglulega á samkomur eða sótt mót? (5) „Gerið allt Guði til dýrðar.“ (Sálm. 119:37; Hebr. 4:13) Hvers vegna ætti guðsótti að koma í veg fyrir að við misnotum áfengi, horfum á klám eða stundum aðrar syndir í leyni? (6) „Haltu áfram að ganga í ótta Jehóva.“ Hvernig hefur Jehóva blessað þig fyrir að leifa anda hans að starfa með þér? — Sálm. 31:20; 33:18; 34:10, 18; 145:19.
Söngur 171 og lokabæn.
Vikan sem hefst 30. september
Söngur 116
10 mín.: Staðbundnar tilkynningar. Minnið boðbera á að skila inn starfsskýrslum fyrir september. Notið tillögurnar á bls. 8 og látið öldung sýna hvernig bjóða má Varðturninn 1. október og safnaðarþjón hvernig bjóða má Vaknið! október-desember. Sýnið um leið mismunandi leiðir til að bregðast við samræðutálmanum: „Ég hef ekki áhuga á Vottum Jehóva.“ — Sjá Biblíusamræðubæklinginn, bls. 9-10.
17 mín.: Hvað gerir blöðin okkar svona einstök? Ræða með þátttöku áheyrenda. Blöðin Varðturninn og Vaknið! verða tilboð mánaðarins í október og nóvember. Fjallið um ástæðurnar fyrir því að blöðin okkar eru einstök. (1) Þau upphefja nafn Jehóva. (2) Þau hvetja til trúar á Jesú. (3) Þau boða ríki Guðs. (4) Þau beina athygli að Biblíunni sem æðstu heimild. (5) Þau útskýra uppfyllingu biblíuspádóma. (6) Þau varpa ljósi á raunverulega merkingu heimsviðburða. (7) Þau lýsa hvernig takast megi á við vandamál nútímans. (8) Þau höfða til fólks af öllum stéttum og á öllum aldri. (9) Þau eru alltaf hlutlaus í stjórnmálum. Sviðsetjið tvær blaðakynningar sem hvor um sig sýnir hvernig hægt er að nota staðhæfingu hér fyrir ofan til að hefja samræður.
18 mín.: „Sýndu að þú kunnir að meta það sem skipulagið lætur í té.“b Í umsjá öldungs. Nefnið stuttlega hvernig staðan er í heimasöfnuðinum og hvað hægt sé að gera til að nota ritin viturlega. Hvetjið alla til að panta einungis þau rit sem þeir þurfa á að halda í raun og veru. Minnið á tækifærið til að styðja alþjóðastarfið með fjárframlögum. — Sjá „Tökum þátt í þörfum annarra“ í Ríkisþjónustu okkar fyrir nóvember 1996, bls. 3.
Söngur 21 og lokabæn.
Vikan sem hefst 7. október
Söngur 129
10 mín: Staðbundnar tilkynningar.
15 mín: Að taka afstöðu með sannleikanum í skólanum. Viðtal við einn eða tvo unga boðbera sem eru byrjaðir aftur í skólanum og gera sér ljóst að þeir þurfa að takmarka félagsskap sinn við bekkjarfélaga sem eru ekki í trúnni. Hvernig hyggjast þeir bregðast við vandamálum og freistingum sem stafa af þjóðræknisathöfnum, skólaböllum, fjöldafundum, íþróttum utan námsskrár og óhreinni hegðun? Nefnið einnig hvernig þeir hyggjast vitna í skólanum.
20 mín: „Sækjumst ekki eftir ‚hégómlegum hlutum.‘“c Eftir að farið hefur verið yfir 4. tölugreinina skal ræða efni úr viðauka Ríkisþjónustu okkar fyrir nóvember 1999, greinum 30-2. Eftir að rætt hefur verið um 5. tölugreinina skal fara yfir efni úr rammagreininni í Varðturninum (enskri útgáfu) 1. október 1994, bls. 8. Lesið grein 18 í viðaukanum frá nóvember 1999 í tengslum við 6. tölugreinina.
Söngur 105 og lokabæn.
[Neðanmáls]
a Hafið inngangsorðin skemmri en eina mínútu og farið yfir greinina með spurningum og svörum.
b Hafið inngangsorðin skemmri en eina mínútu og farið yfir greinina með spurningum og svörum.
c Hafið inngangsorðin skemmri en eina mínútu og farið yfir greinina með spurningum og svörum.