Námsskrá boðunarskólans árið 2003
Leiðbeiningar
Boðunarskólinn verður með eftirfarandi sniði árið 2003.
KENNSLURIT: Biblían 1981,Varðturninn [w], Aflaðu þér menntunar í Boðunarskólanum [be], „All Scripture Is Inspired of God and Beneficial“ („Öll Ritningin er innblásin af Guði og nytsöm“) (útgáfan frá 1990) [si], og Reasoning From the Scriptures (Rökræðubókin) (útgáfan frá 1989) [rs]. Þegar vísað er í wE er átt við Varðturninn á ensku en w er vísun í íslenska útgáfu blaðsins.
Skólinn á að hefjast Á RÉTTUM TÍMA með söng og bæn. Síðan eru allir boðnir velkomnir. Skólinn fer svo fram sem hér segir:
ÞJÁLFUNARLIÐUR: 5 mínútur. Umsjónarmaður skólans, aðstoðarleiðbeinandi eða annar hæfur öldungur fjallar um ákveðið þjálfunarstig samkvæmt Boðunarskólabókinni. (Í söfnuðum þar sem öldungar eru fáir má nota hæfan safnaðarþjón.) Nema annað sé tekið fram ætti einnig að fjalla um efnið í rammagreinunum á þeim blaðsíðum sem úthlutað er. Ekki skal farið yfir æfingarnar. Þær eru fyrst og fremst ætlaðar nemendunum, og leiðbeiningar þar að lútandi eru gefnar einslega.
1. VERKEFNI: 10 mínútur. Þetta er 10 mínútna kennsluræða öldungs eða safnaðarþjóns byggð á Varðturninum, Boðunarskólabókinni eða „All Scripture Is Inspired of God and Beneficial.“ Engar upprifjunarspurningar skulu fylgja ræðunni. Markmiðið á ekki aðeins að vera það að fara yfir efnið heldur á að beina athyglinni að hagnýtu gildi þess, og draga skal fram það sem söfnuðurinn hefur mest gagn af. Nota skal uppgefið stef. Bræðurnir, sem sjá um þetta verkefni, eiga að gæta þess að halda sig innan tímamarka. Það má leiðbeina þeim einslega eftir því sem þörf er á.
HÖFUÐÞÆTTIR BIBLÍULESEFNISINS: 10 mínútur. Hæfur öldungur eða safnaðarþjónn notar fyrst sex mínútur til að heimfæra efnið á staðbundnar þarfir. Hann getur fjallað um hvaða brot af biblíulesefni vikunnar sem er því að bróðirinn, sem sér um 2. verkefnið í skólanum, skýrir ekki versin sem hann les. Þetta á ekki aðeins að vera samantekt lesefnisins heldur er meginmarkmiðið að sýna áheyrendum fram á hvers vegna og hvernig efnið sé verðmætt. Ræðumaðurinn notar svo fjórar mínútur til að bjóða áheyrendum að gefa stutt svör (30 sekúndur eða styttri) við eftirfarandi tveim spurningum: „Hvað fannst þú í biblíulesefni vikunnar sem þú getur haft gagn af í þjónustunni eða lífinu almennt?“ og: „Hvað styrkti trú þína og þakklæti til Jehóva?“ Umsjónarmaður skólans biður síðan nemendur að ganga til skólastofu sinnar.
2. VERKEFNI: 4 mínútur. Þetta er upplestur í umsjá bróður. Lesefnið er að jafnaði sótt í Biblíuna. Einu sinni í mánuði er lesið upp úr Varðturninum. Nemandinn á aðeins að lesa efnið en ekki koma með inngangs- og niðurlagsorð. Efnislengdin er eilítið breytileg milli vikna en lesturinn ætti að taka fjórar mínútur eða skemur. Umsjónarmaður skólans ætti að renna yfir efnið áður en hann úthlutar verkefnum og taka mið af aldri og getu nemenda. Umsjónarmaður skólans er áfram um að hjálpa nemendum að lesa eðlilega og lipurlega, og með skilningi, réttum merkingaráherslum, raddbrigðum og þögnum.
3. VERKEFNI: 5 mínútur. Þetta verkefni er í umsjá systur. Nemendur, sem fá þetta verkefni, velja annaðhvort sviðsetningu sjálfir af listanum á blaðsíðu 82 í Boðunarskólabókinni eða þeim er úthlutuð sviðsetning. Nemandinn ætti að nota stefið, sem honum er úthlutað, og vinna úr því á raunhæfan hátt miðað við aðstæður á boðunarsvæði safnaðarins. Þegar ekki er gefið upp heimildarefni er það undir nemandanum sjálfum komið að viða að sér efni úr ritum sem hinn trúi og hyggni þjónn lætur í té. Úthluta ætti nýjum nemendum ræðum þar sem vísað er í heimildarefni. Umsjónarmaður skólans hefur sérstakan áhuga á því hvernig nemandinn vinnur úr efninu og hvernig hann hjálpar viðmælanda sínum að rökhugsa með hliðsjón af Biblíunni og skilja aðalatriði efnisins. Nemendur, sem fá þetta verkefni, ættu að vera læsir. Umsjónarmaður skólans velur einn aðstoðarmann handa nemandanum.
4. VERKEFNI: 5 mínútur. Nemandinn ætti að vinna úr stefinu sem honum er úthlutað. Þegar ekki er gefið upp heimildarefni er það undir nemandanum sjálfum komið að viða að sér efni úr ritum sem hinn trúi og hyggni þjónn lætur í té. Þegar bróður er falið þetta verkefni má flytja það sem ræðu og miða við áheyrendur í ríkissalnum. Þegar systir sér um þetta verkefni ætti alltaf að flytja það í samræmi við leiðbeiningarnar fyrir 3. verkefni. Sé verkefnið stjörnumerkt ætti aðeins að úthluta því bræðrum og þeir ættu að flytja það sem ræðu.
TÍMAVARSLA: Hvorki ræðurnar né ábendingar leiðbeinandans ættu að fara fram úr tímamörkum. Annað til fjórða verkefni skulu stöðvuð kurteislega þegar tíminn er útrunninn. Ef bræður, sem sjá um inngangsræðuna um þjálfunarliðina, 1. verkefni eða höfuðþætti biblíulesefnisins, fara yfir tímann ætti að leiðbeina þeim einslega. Allir ættu að fylgjast vel með tímanum. Skóladagskráin í heild á að taka 45 mínútur fyrir utan söng og bæn.
LEIÐBEININGAR: 1 mínúta. Umsjónarmaður skólans tekur í mesta lagi eina mínútu eftir hverja nemendaræðu til að koma með uppbyggilegar athugasemdir um einhvern þátt ræðunnar sem ástæða er til að hrósa fyrir. Hann á ekki aðeins að hrósa ræðunni almennt heldur benda á ákveðnar ástæður fyrir því að umræddur þáttur ræðunnar var áhrifaríkur. Veita má aðrar uppbyggjandi leiðbeiningar einslega eftir samkomuna eða við annað tækifæri eftir því sem þörf er á.
AÐSTOÐARLEIÐBEINANDI: Öldungaráðið getur valið annan hæfan öldung, ef völ er á öðrum en umsjónarmanni skólans, sem aðstoðarleiðbeinanda. Hann hefur það verkefni að veita leiðbeiningar einslega ef bræðurnir, sem sjá um 1. verkefni og höfuðþætti biblíulesefnisins, þurfa á að halda. Hann þarf ekki að gefa öðrum öldungum eða safnaðarþjónum leiðbeiningar eftir hverja einustu ræðu. Þetta fyrirkomulag verður í gildi árið 2003 og það kann að breytast síðar.
RÁÐLEGGINGABLAÐIÐ er í kennslubókinni.
MUNNLEG UPPRIFJUN: 30 mínútur. Skólahirðirinn stjórnar munnlegri upprifjun á tveggja mánaða fresti. Fyrst er fjallað um þjálfunarstig og höfuðþætti biblíulesefnisins í samræmi við leiðbeiningarnar að ofan. Upprifjunin byggist á því efni sem farið hefur verið yfir í skólanum undanfarna tvo mánuði, þar á meðal í yfirstandandi viku.
NÁMSSKRÁ
6. jan. Biblíulestur: Matteus 1-6 Söngur 91
Þjálfunarliður: Velkomin í Boðunarskólann (be bls. 5 gr. 1-bls. 8 gr. 1)
Nr. 1: Hafðu yndi af orði Guðs (be bls. 9 gr. 1-5)
Nr. 2: Matteus 4:1-22
Nr. 3: Hvaða áhrif hefur tákn hinna síðustu daga á sannkristna menn? (rs bls. 238 gr. 2-3)
Nr. 4: Hvað er Jesús að gera núna?
13. jan. Biblíulestur: Matteus 7-11 Söngur 40
Þjálfunarliður: Lestu daglega í Biblíunni (be bls. 10 gr. 1-bls. 12 gr. 3)
Nr. 1: „Hlaupið þannig“ (wE01 1.1. bls. 28-31)
Nr. 2: Matteus 9:9-31
Nr. 3: Hvers vegna prédikum við fyrir fólki?
Nr. 4: Af hverju segja Vottar Jehóva að hinir síðustu dagar hafi byrjað árið 1914? (rs bls. 239 gr. 2-bls. 240 gr. 1)
20. jan. Biblíulestur: Matteus 12-15 Söngur 133
Þjálfunarliður: Nákvæmni í lestri (be bls. 83 gr. 1-bls. 84 gr. 1)
Nr. 1: Þú getur sigrast á depurð (wE01 1.2. bls. 20-3)
Nr. 2: Matteus 13:1-23
Nr. 3: Verða einhverjir lifandi á jörðinni eftir að núverandi heimskerfi líður undir lok? (rs bls. 240 gr. 2-5)
Nr. 4: Er Guð alltaf eins?
27. jan. Biblíulestur: Matteus 16-21 Söngur 129
Þjálfunarliður: Að temja sér nákvæmni í lestri (be bls. 84 gr. 2-bls. 85 gr. 3)
Nr. 1: Tíminn flýgur (si bls. 278-9 gr. 1-6)
Nr. 2: w01 1.3. bls. 27-8 gr. 20-4
Nr. 3: Hvað mun sameina heiminn?
Nr. 4: Hvers vegna bíður Guð svona lengi með að eyða hinum illu? (rs bls. 241 gr. 1-3)
3. feb. Biblíulestur: Matteus 22-25 Söngur 139
Þjálfunarliður: Skýr framsögn (be bls. 86 gr. 1-6)
Nr. 1: ,Gætið að hvernig þið heyrið‘ (be bls. 13 gr. 1-bls. 14 gr. 4)
Nr. 2: Matteus 22:15-40
Nr. 3: Hvernig vitum við að táknið á við okkar tíma? (rs bls. 241 gr. 5-bls. 242 gr. 2)
Nr. 4: Hver er eiginlega hinn trúi og hyggni þjónn?
10. feb. Biblíulestur: Matteus 26-28 Söngur 27
Þjálfunarliður: Að temja sér skýra framsögn (be bls. 87 gr. 1-bls. 88 gr. 3)
Nr. 1: Að finna hamingjuna (wE01 1.3. bls. 4-7)
Nr. 2: Matteus 26:6-30
Nr. 3: Þess vegna neyti ég ekki fíkniefna
Nr. 4: Hver er tilgangur mannlífsins? (rs bls. 243 gr. 3-bls. 244 gr. 4)
17. feb. Biblíulestur: Markús 1-4 Söngur 137
Þjálfunarliður: Réttur framburður — um framburðarreglur (be bls. 89 gr. 1-bls. 90 gr. 2)
Nr. 1: Biblíulegir tímamælar (si bls. 279-80 gr. 7-13)
Nr. 2: w01 1.5. bls. 27 gr. 10-14
Nr. 3: Voru mennirnir gerðir til að lifa stutta ævi og deyja svo? (rs bls. 245 gr. 1-3)
Nr. 4: Hvers vegna er rangt að spila fjárhættuspil?
24. feb. Biblíulestur: Markús 5-8 Söngur 72
Þjálfunarliður: Réttur framburður — leiðir til úrbóta (be bls. 90 gr. 3–bls. 92)
Munnleg upprifjun
3. mars Biblíulestur: Markús 9-12 Söngur 195
Þjálfunarliður: Málfimi (be bls. 93 gr. 1-bls. 94 gr. 3)
Nr. 1: Að hlusta á ræður og umræður og að hlusta á mótum (be bls. 15 gr. 1-bls. 16 gr. 5)
Nr. 2: Markús 10:1-22
Nr. 3: Hvernig getum við fengið styrk frá Guði?
Nr. 4: Á hvaða grundvelli getum við vonast eftir eilífu lífi? (rs bls. 246 gr. 5-7)
10 mars Biblíulestur: Markús 13-16 Söngur 187
Þjálfunarliður: Málfimi — leiðir til úrbóta (be bls. 94 gr. 4-bls. 96 gr. 2, nema rammagrein á bls. 95)
Nr. 1: Hvað er andlega paradísin? (wE01 1.3. bls. 8-11)
Nr. 2: Markús 13:1-23
Nr. 3: Hvernig verður vonin um eilíft líf að veruleika? (rs bls. 246 gr. 8–bls. 247 gr. 1)
Nr. 4: Tekur Guð afstöðu í styrjöldum mannanna?
17. mars Biblíulestur: Lúkas 1-3 Söngur 13
Þjálfunarliður: Ef þú stamar (be bls. 95, rammagrein)
Nr. 1: „Sæll er sá maður, sem öðlast hefir speki“ (wE01 15.3. bls. 25-8)
Nr. 2: Lúkas 3:1-22
Nr. 3: Er rétt að tilbiðja Jesú?
Nr. 4: a Er nauðsynlegt að giftast með lögformlegum hætti? (rs bls. 248 gr. 2-bls. 249 gr. 2)
24. mars Biblíulestur: Lúkas 4-6 Söngur 156
Þjálfunarliður: Málhlé við greinarmerki og við efnisskil (be bls. 97 gr. 1-bls. 98 gr. 5)
Nr. 1: Finnst þér þú vera misskilinn? (wE01 1.4. bls. 20-3)
Nr. 2: Lúkas 6:1-23
Nr. 3: Hvaða þýðingu hefur minningarhátíðin? (rs bls. 266 gr. 1-bls. 267 gr. 1)
Nr. 4: Geta kristnir menn reiknað með að Guð verndi þá?
31. mars Biblíulestur: Lúkas 7-9 Söngur 47
Þjálfunarliður: Málhlé til áherslu og til að hlusta (be bls. 99 gr. 1–bls. 100 gr. 4)
Nr. 1: „Óttastu Guð og haltu hans boðorð“ (be bls. 272 gr. 1-bls. 275 gr. 3)
Nr. 2: w01 1.6. bls. 17-18 gr. 17-20
Nr. 3: Hvernig vitum við að Biblían er frá Guði?
Nr. 4: Hvað tákna brauðið og vínið á minningarhátíðinni? (rs bls. 267 gr. 2-3)
7. apríl Biblíulestur: Lúkas 10-12 Söngur 68
Þjálfunarliður: Merkingaráherslur (be bls. 101 gr. 1-bls. 102 gr. 3)
Nr. 1: Að vitna um Jesú (be bls. 275 gr. 4-bls. 278 gr. 4)
Nr. 2: Lúkas 10:1-22
Nr. 3: Hverjir eiga að taka þátt í kvöldmáltíð Drottins? (rs bls. 267 gr. 5–bls. 268 gr. 1)
Nr. 4: Hvaða formsatriðum var fylgt við fyrsta brúðkaupið? (rs bls. 249 gr. 3-4)
14. apríl Biblíulestur: Lúkas 13-17 Söngur 208
Þjálfunarliður: Að bæta merkingaráherslur (be bls. 102 gr. 4-bls. 104 gr. 3)
Nr. 1: ,Fagnaðarerindið um ríkið‘ (be bls. 279 gr. 1-bls. 281 gr. 4)
Nr. 2: Lúkas 15:11-32
Nr. 3: Hvernig getum við varið okkur gegn áhrifum illra anda?
Nr. 4: Hve oft á að halda minningarhátíðina og hvenær? (rs bls. 269 gr. 1-2)
21. apríl Biblíulestur: Lúkas 18-21 Söngur 23
Þjálfunarliður: Áhersla á aðalhugmyndir (be bls. 105 gr. 1-bls. 106 gr. 1)
Nr. 1: Árstíðirnar — viturleg og kærleiksrík ráðstöfun Jehóva (si bls. 280 gr. 14-17)
Nr. 2: w01 1.5. bls. 6-7 gr. 19-22
Nr. 3: Hvaða áhrif hefur upprisuvonin á líf okkar?
Nr. 4: b Er fjölkvæni umborið í Biblíunni? (rs bls. 250 gr. 1-bls. 251 gr. 2)
28. apríl Biblíulestur: Lúkas 22-24 Söngur 218
Þjálfunarliður: Hæfilegur raddstyrkur miðað við áheyrendur (be bls. 107 gr. 1-bls. 108 gr. 4)
Munnleg upprifjun
5. maí Biblíulestur: Jóhannes 1-4 Söngur 31
Þjálfunarliður: Að styrkja röddina (be bls. 108 gr. 5-bls. 110 gr. 1)
Nr. 1: Að þjálfa minnisgáfuna (be bls. 17 gr. 1-bls. 19 gr. 1)
Nr. 2: Jóhannes 2:1-25
Nr. 3: Fordæmir Guð neyslu áfengis?
Nr. 4: c Hvernig lítur Guð á skilnað að borði og sæng? (rs bls. 251 gr. 3)
12. maí Biblíulestur: Jóhannes 5-7 Söngur 150
Þjálfunarliður: Raddbrigði — með breytilegum raddstyrk (be bls. 111 gr. 1-bls. 112 gr. 2)
Nr. 1: Þér getur vegnað vel þrátt fyrir erfið uppvaxtarár (wE01 15.4. bls. 25-8)
Nr. 2: Jóhannes 5:1-24
Nr. 3: Það er órökrétt að trúa á forlög
Nr. 4: d Hver er afstaða Biblíunnar til þess að hjón skilji og giftist öðrum? (rs bls. 252 gr. 1-4)
19. maí Biblíulestur: Jóhannes 8-11 Söngur 102
Þjálfunarliður: Raddbrigði — með hraðabreytingu (be bls. 112 gr. 3-6)
Nr. 1: ‚Fyrir fulltingi viskunnar munu dagar þínir verða margir‘ (wE01 15.5. bls. 28-31)
Nr. 2: Jóhannes 10:16-42
Nr. 3: Hvers vegna leyfði Guð systkinahjónabönd til forna? (rs bls. 252 gr. 5-bls. 253 gr. 1)
Nr. 4: Að berjast gegn streitu
26. maí Biblíulestur: Jóhannes 12-16 Söngur 24
Þjálfunarliður: Raddbrigði — með tónbreytingu (be bls. 113 gr. 1–bls. 114 gr. 2)
Nr. 1: Árið og Heilög ritning (si bls. 280-2 gr. 18-23)
Nr. 2: w01 1.6. bls. 25-6 gr. 4-7
Nr. 3: Hvað merkir það að ‚vera ekki af heiminum‘?
Nr. 4: Hvað er hægt að gera til að bæta hjónabandið? (rs bls. 253 gr. 2-5)
2. júní Biblíulestur: Jóhannes 17-21 Söngur 198
Þjálfunarliður: Talaðu af tilfinningu (be bls. 115 gr. 1-bls. 116 gr. 4)
Nr. 1: Andi Guðs hjálpar okkur að muna (be bls. 19 gr. 2-bls. 20 gr. 3)
Nr. 2: Jóhannes 20:1-23
Nr. 3: Hvað er hægt að gera til að bæta hjónabandið? (rs bls. 254 gr. 1-4)
Nr. 4: Eru kerfisbundin trúarbrögð nauðsynleg?
9. júní Biblíulestur: Postulasagan 1-4 Söngur 92
Þjálfunarliður: Eldmóður sem hæfir efninu (be bls. 116 gr. 5–bls. 117 gr. 3)
Nr. 1: Styrktu traust þitt á Jehóva (wE01 1.6. bls. 7-10)
Nr. 2: Postulasagan 4:1-22
Nr. 3: Hvað lærum við af frásögn Biblíunnar af Maríu? (rs bls. 254 gr. 5-bls. 255 gr. 2)
Nr. 4: Hefur Guð áhuga á því hvernig við tilbiðjum?
16. júní Biblíulestur: Postulasagan 5-7 Söngur 2
Þjálfunarliður: Að sýna hlýju (be bls. 118 gr. 1–bls. 119 gr. 5)
Nr. 1: Játning sem leiðir til lækningar (wE01 1.6. bls. 28-31)
Nr. 2: Postulasagan 7:1-22
Nr. 3: Munurinn á Vottum Jehóva og öðrum trúfélögum
Nr. 4: Var María hrein mey þegar hún ól Jesú? (rs bls. 255 gr. 3-4)
23. júní Biblíulestur: Postulasagan 8-10 Söngur 116
Þjálfunarliður: Að sýna tilfinningar (be bls. 119 gr. 6-bls. 120 gr. 4)
Nr. 1: Að gæta ekkna og munaðarlausra í þrengingu þeirra (wE01 15.6. bls. 9-12)
Nr. 2: w01 1.8. bls. 18-19 gr. 1-5
Nr. 3: Var María hrein mey alla ævi? (rs bls. 255 gr. 5-bls. 256 gr. 2)
Nr. 4: e Hvers vegna er nauðsynlegt að sækja samkomur til að vaxa andlega?
30. júní Biblíulestur: Postulasagan 11-14 Söngur 167
Þjálfunarliður: Hvers vegna eru tilburðir og svipbrigði mikilvæg? (be bls. 121 gr. 1-4)
Munnleg upprifjun
7. júlí Biblíulestur: Postulasagan 15-17 Söngur 38
Þjálfunarliður: Að nota tilburði og svipbrigði (be bls. 122 gr. 1-bls. 123 gr. 2)
Nr. 1: Hvers vegna að vera kostgæfinn við lestur? (be bls. 21 gr. 1-bls. 23 gr. 3)
Nr. 2: Postulasagan 15:1-21
Nr. 3: Hvernig höldum við drottinvaldi Jehóva á loft?
Nr. 4: Var María móðir Guðs? (rs bls. 256 gr. 3-bls. 257 gr. 2)
14. júlí Biblíulestur: Postulasagan 18-21 Söngur 32
Þjálfunarliður: Augnasamband í boðunarstarfinu (be bls. 124 gr. 1-bls. 125 gr. 4)
Nr. 1: Láttu ekki efasemdir spilla trú þinni (wE01 1.7. bls. 18-21)
Nr. 2: Postulasagan 19:1-22
Nr. 3: f Var María getin án erfðasyndar? (rs bls. 257 gr. 3-bls. 258 gr. 1)
Nr. 4: Hvað merkir það ‚að leita fyrst ríkis Guðs‘?
21. júlí Biblíulestur: Postulasagan 22-25 Söngur 222
Þjálfunarliður: Augnasamband þegar þú flytur ræðu (be bls. 125 gr. 5-bls. 127 gr. 1)
Nr. 1: Ertu umburðarlyndur í raun? (wE01 15.7. bls. 21-3)
Nr. 2: Postulasagan 24:1-23
Nr. 3: Er djöfullinn raunverulegur?
Nr. 4: g Steig María upp til himna í holdlegum líkama? (rs bls. 258 gr. 2-3)
28. júlí Biblíulestur: Postulasagan 26-28 Söngur 14
Þjálfunarliður: Að vera eðlilegur í boðunarstarfinu (be bls. 128 gr. 1-bls. 129 gr. 1)
Nr. 1: Árið núll er ekki til (si bls. 282 gr. 24-6)
Nr. 2: w01 1.7. bls. 13-14 gr. 5-8
Nr. 3: Er rétt að biðja til Maríu sem meðalgangara? (rs bls. 258 gr. 4-bls. 259 gr. 1)
Nr. 4: Hvernig sýnum við virðingu fyrir lífinu sem okkur er gefið?
4. ágúst Biblíulestur: Rómverjabréfið 1-4 Söngur 106
Þjálfunarliður: Að vera eðlilegur á ræðupallinum (be bls. 129 gr. 2-bls. 130 gr. 1)
Nr. 1: Hvernig er hægt að vera kostgæfinn við lestur? (be bls. 23 gr. 4-bls. 26 gr. 4)
Nr. 2: Rómverjabréfið 2:1-24
Nr. 3: Hefurðu lifað einhvern tíma áður?
Nr. 4: Var María heiðruð sérstaklega í frumkristna söfnuðinum? (rs bls. 259 gr. 3-bls. 260 gr. 3)
11. ágúst Biblíulestur: Rómverjabréfið 5-8 Söngur 179
Þjálfunarliður: Eðlilegur upplestur (be bls. 130 gr. 2-4)
Nr. 1: ‚Blessun kemur yfir hinn réttláta‘ (wE01 15.7. bls. 24-7)
Nr. 2: Rómverjabréfið 5:6-21
Nr. 3: h Trúir þú á Maríu mey? (rs bls. 260 gr. 4-bls. 261 gr. 2)
Nr. 4: Ættirðu að trúa á endurholdgun?
18. ágúst Biblíulestur: Rómverjabréfið 9-12 Söngur 206
Þjálfunarliður: Snyrtilegt útlit prýðir boðskapinn (be bls. 131 gr. 1-3)
Nr. 1: Láttu vanann vinna með þér (wE01 1.8. bls. 19-22)
Nr. 2: w01 1.10. bls. 25-26 gr. 10-13
Nr. 3: Hafa menn breytt Biblíunni?
Nr. 4: Umbreytist brauðið og vínið í hold og blóð Krists? (rs bls. 262 gr. 1-bls. 263 gr. 2)
25. ágúst Biblíulestur: Rómverjabréfið 13-16 Söngur 43
Þjálfunarliður: Látleysi og heilbrigt hugarfar hefur áhrif á klæðaburð og snyrtingu. (be bls. 131 gr. 4-bls. 132 gr. 3)
Munnleg upprifjun
1. sept. Biblíulestur: 1. Korintubréf 1-9 Söngur 48
Þjálfunarliður: Sómasamlegur klæðaburður (be bls. 132 gr. 4-bls. 133 gr. 1)
Nr. 1: Námsaðferðir (be bls. 27 gr. 1-bls. 31 gr. 2)
Nr. 2: 1. Korintubréf 3:1-23
Nr. 3: Hvað merkir Jóhannes 6:53-57? (rs bls. 263 gr. 3-4)
Nr. 4: Getur fátækt réttlætt þjófnað?
8. sept. Biblíulestur: 1. Korintubréf 10-16 Söngur 123
Þjálfunarliður: Snyrtilegt útlit er engum til ásteytingar (be bls. 133 gr. 2-4)
Nr. 1: Láttu ekkert hindra þig í að taka framförum! (wE01 1.8. bls. 28-30)
Nr. 2: 1. Korintubréf 12:1-26
Nr. 3: Hvers vegna leyfir Guð böl og þjáningar?
Nr. 4: Stofnaði Jesús til messu með altarisgöngu og sakramentis? (rs bls. 264 gr. 1-bls. 265 gr. 5)
15. sept. Biblíulestur: 2. Korintubréf 1-7 Söngur 16
Þjálfunarliður: Líkamsstellingar og snyrtilegt útlit (be bls. 133 gr. 5-bls. 134 gr. 4)
Nr. 1: Notaðu unglingsárin vel (w01 1.9. bls. 4-7)
Nr. 2: 2. Korintubréf 6:1–7:1
Nr. 3: Afstaða kristins manns til yfirvalda (rs bls. 270 gr. 1-3)
Nr. 4: Er Guði sama um mengun jarðar?
22. sept. Biblíulestur: 2. Korintubréf 8-13 Söngur 207
Þjálfunarliður: Að draga úr kvíða? (be bls. 135 gr. 1-bls. 137 gr. 2)
Nr. 1: Hvernig geturðu tekið skynsamlegar ákvarðanir? (wE01 1.9. bls. 27-30)
Nr. 2: 2. Korintubréf 8:1-21
Nr. 3: Hvað verður um sálina eftir dauðann?
Nr. 4: Ritningarstaðir sem tengjast afstöðu kristins manns til hernaðar (rs bls. 271 gr. 1-4)
29. sept. Biblíulestur: Galatabréfið 1-6 Söngur 163
Þjálfunarliður: Hvernig geturðu orðið öruggur í fasi? (be bls. 137 gr. 3-bls. 138 gr. 4)
Nr. 1: Óyggjandi tímasetningar eru mikils virði (si bls. 282-3 gr. 27-30)
Nr. 2: w01 1.10. bls. 14-15 gr. 8-11
Nr. 3: Við hvaða aðstæður leyfði Guð Ísraelsmönnum að heyja stríð? (rs bls. 271 gr. 5-bls. 273 gr. 1)
Nr. 4: Hvernig vitum við að Guðsríki hefur tekið völd?
6. okt. Biblíulestur: Efesusbréfið 1-6 Söngur 99
Þjálfunarliður: Raddmögnun er mikilvæg (be bls. 139 gr. 1-bls. 140 gr. 1)
Nr. 1: Nám er gefandi (be bls. 31 gr. 3-bls. 32 gr. 4)
Nr. 2: Efesusbréfið 2:1-22
Nr. 3: Það er skynsamlegt að trúa á Guð
Nr. 4: Hvaða ritningarstaðir hafa áhrif á afstöðu kristins manns til stjórnmála? (rs bls. 273 gr. 2-bls. 274 gr. 1)
13. okt. Biblíulestur: Fil. 1–Kól. 4 Söngur 105
Þjálfunarliður: Notaðu hljóðnema vel (be bls. 140 gr. 2-bls. 142 gr. 1)
Nr. 1: Gakktu „götu hins réttláta“ (wE01 15.9. bls. 24-8)
Nr. 2: Filippíbréfið 2:1-24
Nr. 3: Hvaða ritningarstaðir hafa áhrif á afstöðu kristins manns til þjóðræknisathafna? (rs bls. 274 gr. 2-bls. 275 gr. 3)
Nr. 4: Hvers krefst Jehóva af okkur nú á tímum?
20. okt. Biblíulestur: 1. Þess. 1–2. Þess. 3 Söngur 145
Þjálfunarliður: Notaðu Biblíuna til að svara (be bls. 143 gr. 1-3)
Nr. 1: Afstaða Jehóva til tímans (si bls. 283-4 gr. 31-3)
Nr. 2: w01 1.12. bls. 18-19 gr. 6-9
Nr. 3: Hverjir fara til himna?
Nr. 4: Eru kristnir menn áhugalausir um velferð náungans úr því að þeir eru hlutlausir? (rs bls. 276 gr. 1)
27. okt. Biblíulestur: 1. Tím. 1–2. Tím. 4 Söngur 46
Þjálfunarliður: Að taka framförum í notkun Biblíunnar (be bls. 144 gr. 1-4)
Munnleg upprifjun
3. nóv. Biblíulestur: Tít. 1–Fílem. Söngur 30
Þjálfunarliður: Hvettu aðra til að nota Biblíuna (be bls. 145-6)
Nr. 1: Rannsóknir og efnisleit með hjálp Biblíunnar (be bls. 33 gr. 1-bls. 35 gr. 1)
Nr. 2: Fílemonsbréfið 1-25
Nr. 3: Verður leiðinlegt að lifa að eilífu?
Nr. 4: Af hverju er nafn Jehóva notað í kristnu Grísku ritningunum í Nýheimsþýðingunni? (rs bls. 278 gr. 1-3)
10. nóv. Biblíulestur: Hebreabréfið 1-8 Söngur 149
Þjálfunarliður: Mikilvægi þess að kynna ritningarstaði vel (be bls. 147 gr. 1-bls. 148 gr. 2)
Nr. 1: Enok gekk með Guði í óguðlegum heimi (wE01 15.9. bls. 29-31)
Nr. 2: Hebreabréfið 2:1-18
Nr. 3: i Að svara þeim sem segja: ‚Þið eruð með ykkar eigin biblíu‘ (rs bls. 279 gr. 1-4)
Nr. 4: Hvernig verða hinir upprisnu dæmdir eftir verkum sínum?
17. nóv. Biblíulestur: Hebreabréfið 9-13 Söngur 144
Þjálfunarliður: Veldu viðeigandi orðalag þegar þú kynnir ritningartexta (be bls. 148 gr. 3-bls. 149 gr. 3)
Nr. 1: Hvað merkir það að sýna hollustu? (wE01 1.10. bls. 20-3)
Nr. 2: Hebreabréfið 9:11-28
Nr. 3: Er skipulag meðal andavera Guðs á himnum? (rs bls. 280 gr. 2-3)
Nr. 4: Hvers vegna er gott að heiðra Guð með breytni sinni?
24. nóv. Biblíulestur: Jakobsbréfið 1-5 Söngur 88
Þjálfunarliður: Réttar áherslur byggjast á tilfinningu (be bls. 150 gr. 1-2)
Nr. 1: Að tímasetja atburði í aldanna rás (si bls. 284-5 gr. 1-4)
Nr. 2: w02 1.1. bls. 26-7 gr. 15-19
Nr. 3: Gildi þess að vera hógvær
Nr. 4: Hvernig kom Guð fræðslu og fyrirmælum til þjóna sinna á jörð forðum daga? (rs bls. 281 gr. 1-2)
1. des. Biblíulestur: 1. Pét. 1–2. Pét. 3 Söngur 54
Þjálfunarliður: Leggðu áherslu á réttu orðin (be bls. 150 gr. 3-bls. 151 gr. 2)
Nr. 1: Lærðu að nota önnur hjálpargögn (be bls. 35 gr. 2-bls. 38 gr. 4)
Nr. 2: 1. Pétursbréf 1:1-16
Nr. 3: Eiga sannkristnir menn að mynda skipulegan söfnuð samkvæmt Biblíunni? (rs bls. 282 gr. 1-4)
Nr. 4: Hvaða áhrif ætti lausnarfórn Krists að hafa á líf okkar?
8. des. Biblíulestur: 1. Jóh. 1–Júd. Söngur 22
Þjálfunarliður: Áhersluaðferðir (be bls. 151 gr. 3-bls. 152 gr. 5)
Nr. 1: Varðveittu hreina samvisku (wE01 1.11. bls. 4-7)
Nr. 2: 1. Jóhannesarbréf 3:1-18
Nr. 3: Það er ekki hægt að kenna Biblíunni um slæma meðferð á konum
Nr. 4: Er trúa þjóna Guðs að finna í öllum kirkjudeildum kristna heimsins? (rs bls. 283 gr. 1-3)
15. des. Biblíulestur: Opinberunarbókin 1-6 Söngur 219
Þjálfunarliður: Ritningarstaðir rétt heimfærðir (be bls. 153 gr. 1-bls. 154 gr. 3)
Nr. 1: Nói fordæmir heiminn með trú sinni (wE01 15.11. bls. 28-31)
Nr. 2: Opinberunarbókin 2:1-17
Nr. 3: Hvernig er hægt að þekkja sýnilegt skipulag Jehóva? (rs bls. 283 gr. 4-bls. 284 gr. 2)
Nr. 4: Hvers vegna eiga kristnir menn ekki að halda jól?
22. des. Biblíulestur: Opinberunarbókin 7-14 Söngur 6
Þjálfunarliður: Skýrðu ritningarstaði vel (be bls. 154 gr. 4-bls. 155 gr. 4)
Nr. 1: Þú getur forðast andlegt hjartaáfall (wE01 1.12. bls. 9-13)
Nr. 2: w01 1.12. bls. 29-30 gr. 10-13 (einnig neðanmálsathugasemdina)
Nr. 3: Að standast hópþrýsting
Nr. 4: Hvernig getum við sýnt skipulagi Jehóva virðingu? (rs bls. 284 gr. 3-7)
29. des. Biblíulestur: Opinberunarbókin 15-22 Söngur 60
Þjálfunarliður: Rökræddu út af Ritningunni (be bls. 155 gr. 5-bls. 156 gr. 4)
Munnleg upprifjun
[Neðanmáls]
a Skal aðeins fela bræðrum.
b Skal aðeins fela bræðrum.
c Skal aðeins fela bræðrum.
d Skal aðeins fela bræðrum.
e Skal aðeins fela bræðrum.
f Veldu, eftir því sem tími leyfir, svör við mótbárum, fullyrðingum og svo framvegis sem koma að bestum notum á starfssvæðinu.
g Veldu, eftir því sem tími leyfir, svör við mótbárum, fullyrðingum og svo framvegis sem koma að bestum notum á starfssvæðinu.
h Veldu, eftir því sem tími leyfir, svör við mótbárum, fullyrðingum og svo framvegis sem koma að bestum notum á starfssvæðinu.
i Veldu, eftir því sem tími leyfir, svör við mótbárum, fullyrðingum og svo framvegis sem koma að bestum notum á starfssvæðinu.