Fræðandi og hvetjandi myndband
Í aprílmánuði árið 1951 var þúsundum votta Jehóva í Sovétríkjunum fyrrverandi smalað inn í járnbrautarvagna og heilu fjölskyldurnar voru sendar í útlegð til Síberíu. Hvers vegna var hin volduga stjórn Sovétríkjanna svo staðráðin í að uppræta söfnuð Votta Jehóva? Hvernig gátu bræður okkar lifað af og þeim jafnvel vegnað vel þrátt fyrir stanslausar ofsóknir í áratugi? Svörin er að finna á myndbandinu Faithful Under Trials — Jehovah’s Witnesses in the Soviet Union (Trúfastir í prófraunum — Vottar Jehóva í Sovétríkjunum). Þetta fræðandi efni mun hvetja þig til að sýna Jehóva trúfesti hvað sem fyrir kemur.
Geturðu svarað eftirfarandi spurningum? (1) Hvenær voru Vottar Jehóva í Rússlandi fyrst lögskráðir sem trúfélag? (2) Af hverju fjölgaði vottum í Sovétríkjunum á árunum fyrir og eftir síðari heimsstyrjöldina? (3) Á hvaða hátt var trú þeirra í andstöðu við hugsjón Leníns? (4) Hvað var Norðuraðgerðin (Operation North) og hverju vildi Stalín koma til leiðar með þessari aðgerð? (5) Hvað þýddi það fyrir vottana ef þeir voru sendir í útlegð, og hvað var þeim sagt að gera til að komast hjá því að vera sendir í útlegð? (6) Hvernig hughreystu trúsystkini okkar hvert annað og komu varðmönnunum á óvart á langri lestarferð sinni til Síberíu? (7) Hvaða erfiðleika þurftu vottarnir að ganga í gegnum í Síberíu? (8) Hvaða andlegu ráðstafanir mat fólk Jehóva mikils og hvers vegna? (9) Hvers vegna voru trúbræður okkar fúsir til að hætta lífi sínu fyrir ritin og hvernig tókst þeim að verða sér út um ritin þrátt fyrir endalausar tilraunir yfirvalda til að koma í veg fyrir það? (10) Hvernig hélt Khrústsjov áfram að ráðast á fólk Guðs? (11) Hvernig reyndu yfirvöld að grafa undan trú vottabarna? (12) Hvaða skýran skilning höfðu trúbræður okkar á því hvers vegna þeir voru ofsóttir? (Árbókin 2002, bls. 203-4) (13) Hvernig mistókust þrotlausar árásir ofsóknarmannanna? (Árbókin 2002, bls. 220-1) (14) Hvaða fjarlægi draumur vottanna í Sovétríkjunum fyrrverandi varð að veruleika? (15) Hvað gerði trúbræðrum okkar kleift að standast prófraunirnar, og hvernig kemur sannleiksgildi Jeremía 1:19 fram í síðasta atriði myndbandsins? (16) Hvaða frásaga um trúarstaðfestu snerti þig og hvatti sérstaklega?