‚Skínið sem ljós‘
1 Um sex milljónir tilbiðjenda hins sanna Guðs, Jehóva, ‚skína eins og ljós‘ í 234 löndum um heim allan, þrátt fyrir andlegt og siðferðilegt myrkur núverandi heimskerfis. (Fil. 2:15) Þetta gerir það að verkum að tekið er eftir okkur. Hvernig endurspeglum við þetta dýrmæta sannleiksljós sem kemur frá Jehóva? — 2. Kor. 3:18.
2 Það sem við gerum: Fólk tekur fljótt eftir hegðun okkar. (1. Pét. 2:12) Kona ein tók eftir því að samstarfsmaður hennar, sem var vottur, var alltaf hjálpfús og notaði hvorki ljótt orðbragð né hló að klúrum bröndurum. Þegar aðrir reyndu að storka honum með því að nota blótsyrði og klúrt orðbragð í návist hans hélt hann ró sinni en var samt ákveðinn í því að gera það sem er rétt. Hvaða áhrif hafði þetta á konuna? Hún segir: „Ég var svo hrifin af hegðun hans að ég byrjaði að spyrja spurninga um Biblíuna. Ég fór að kynna mér orð Guðs og skírðist seinna meir.“ Hún bætir við: „Það var hegðun hans sem fékk mig til að kynna mér trú votta Jehóva.“
3 Viðhorf okkar til yfirvalds og hegðunar heimsins og uppbyggilegt tal okkar gerir það að verkum að tekið er eftir því að vottar Jehóva fara eftir háleitum stöðlum Biblíunnar. Slík góð verk lofa Jehóva og laða aðra að tilbeiðslunni á honum.
4 Það sem við segjum: Þeir sem taka eftir góðri hegðun okkar vita auðvitað ekki hvers vegna við erum öðruvísi ef við segjum þeim ekki frá trú okkar. Vita vinnu- eða skólafélagar þínir að þú ert vottur Jehóva? Leitar þú færis á að snúa venjulegu samtali upp í vitnisburð? Er það ásetningur þinn að ‚lýsa sem ljós meðal mannanna‘ við hvert viðeigandi tækifæri? — Matt. 5:14-16.
5 Við þurfum að sýna fórnfýsi ef við ætlum að inna það verkefni af hendi að vera ljósberar. Einlægni fær okkur til að fórna hlutum sem eru ekki mikilvægir svo að við getum tekið eins mikinn þátt og við getum í því björgunarstarfi að prédika og gera fólk að lærisveinum. — 2. Kor. 12:15.
6 Höldum því áfram að skína sem ljós með því sem við gerum og því sem við segjum. Ef við gerum það gætu aðrir fundið sig knúna til að lofa Jehóva ásamt okkur.