Tilkynningar
◼ Ritatilboðið í apríl og maí: Varðturninn og Vaknið! Heimsækið aftur þá sem sýnt hafa áhuga, til dæmis þá sem voru viðstaddir minningarhátíðina eða einhverja aðra samkomu eða mót. Reynið í framhaldinu að hefja biblíunámskeið. Júní: Hvers krefst Guð af okkur? eða Þekking sem leiðir til eilífs lífs. Ef húsráðandi á þessi rit fyrir má bjóða annan viðeigandi bækling. Júlí og ágúst: Hver sem er af eftirtöldum 32 síðna bæklingum: Ber Guð í raun umhyggju fyrir okkur?, Hvað verður um okkur þegar við deyjum?, Hver er tilgangur lífsins — hvernig getur þú fundið hann?, Nafn Guðs sem vara mun að eilífu, „Sjá, ég gjöri alla hluti nýja,“ Stjórnin sem koma mun á paradís, Þegar ástvinur deyr og Ættum við að trúa á þrenninguna?
◼ Deildarskrifstofan þarf að hafa rétt heimilisföng og símanúmer allra umsjónarmanna í forsæti og ritara. Vinsamlegast tilkynnið allar breytingar tafarlaust.
◼ Safnaðarritarar eiga að tryggja að nóg sé til af eyðublöðunum: Umsókn um reglulegt brautryðjandastarf (S-205) og Umsókn um aðstoðarbrautryðjandastarf (S-205b). Þau má panta á ritapöntunareyðublaðinu (S-14). Eigið fyrirliggjandi að minnsta kosti eins árs birgðir. Farið yfir umsóknir um reglulegt brautryðjandastarf til að ganga úr skugga um að þær séu rétt útfylltar. Ef umsækjendur muna ekki nákvæmlega hvenær þeir létu skírast ættu þeir að reyna að áætla dagsetninguna og skrá hana hjá sér.
◼ Ef boðberar hafa í hyggju að sækja samkomur eða mót á erlendri grund ættu þeir að beina fyrirspurnum um stund og stað til deildarskrifstofu viðkomandi lands. Póstfangaskrá er að finna á öftustu síðu nýjustu Árbókarinnar.