Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 4.03 bls. 3
  • Við lofum Jehóva þegar við söfnumst saman

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Við lofum Jehóva þegar við söfnumst saman
  • Ríkisþjónusta okkar – 2003
  • Svipað efni
  • Lofum Jehóva í „miklum söfnuði“
    Ríkisþjónusta okkar – 2005
  • Landsmótið 1999, „Spádómsorð Guðs“
    Ríkisþjónusta okkar – 1999
  • Sérstakt tækifæri til að gleðjast og næra okkar andlega mann
    Ríkisþjónusta okkar – 2008
  • „Tignum í sameiningu nafn hans“
    Ríkisþjónusta okkar – 2004
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2003
km 4.03 bls. 3

Við lofum Jehóva þegar við söfnumst saman

1. Hvert er stef landsmótsins og hvers vegna verðskuldar Jehóva að fá lof okkar?

1 Jehóva er almáttugur, fullkomlega réttlátur og persónugervingur kærleikans, og viska hans er órannsakanleg. Hann einn er verðugur tilbeiðslu okkar þar sem hann er skaparinn, alheimsdrottinn og sá sem gefur líf. (Sálm. 36:10; Opinb. 4:11; 15:3, 4) Landsmótið í sumar, „Gefið Guði dýrðina,“ mun styrkja ásetning okkar að lofa hann sem hinn eina sanna Guð. — Sálm. 86:8-10.

2, 3. Hvernig gerir góð skipulagning okkur kleift að njóta góðs af mótinu?

2 Þörf á góðri skipulagningu: Góð skipulagning er nauðsynleg til þess að geta notið til fulls andlegu veislunnar sem Jehóva hefur undirbúið. (Ef. 5:15, 16) Ertu búinn að fá frí frá vinnu eða skóla og hefurðu ákveðið hvar þú ætlar að gista og hvernig þú ætlar að ferðast? Láttu ekki þessi mikilvægu mál bíða fram á síðustu stundu. Ef þú dregur það að biðja um frí gæti verið að þú misstir af hluta af þessu ánægjulega móti. Við þurfum öll að vera viðstödd allt mótið.

3 Settu þér það markmið að mæta snemma á hverjum degi á mótsstaðinn. Þá geturðu verið kominn í sætið fyrir upphafssönginn og það hjálpar þér að komast í rétt hugarástandi til að taka við fræðslunni á mótinu.

4. Hvers vegna er æskilegt að koma með mat með sér á mótsstaðinn?

4 Æskilegt væri að allir kæmu með mat með sér í stað þess að fara í hádegishléinu frá mótsstaðnum til að ná í mat. Það gefur þér meiri tíma til að njóta félagsskapar með trúsystkinum þínum. (Sálm. 133:1-3)

5. Hvernig getum við undirbúið hjartað fyrir landsmótið?

5 Hlustaðu og lærðu: Esra sneri huga sínum einlæglega að orði Guðs. (Esra. 7:10) Hann hneigði hjarta sitt að kennslu Jehóva. (Orðskv. 2:2) Með því að velta mótsstefinu fyrir okkur og ræða um það við fjölskylduna getum við undirbúið hjartað fyrir landsmótið jafnvel áður en við leggjum af stað á mótið.

6. Hvað getur hjálpað okkur að einbeita okkur að dagskránni? (Sjá ramma.)

6 Í stórum áheyrendasal getur ýmislegt gripið athygli okkar. Truflanir geta auðveldlega beint huga okkar að einhverju öðru en ræðumanninum. Þegar það gerist missum við af mikilvægum upplýsingum. Tillögurnar í rammanum geta hjálpað okkur að auka einbeitinguna.

7, 8. Hvernig getum við sýnt öðrum tillitssemi og hvað stendur heyrnarskertum til boða?

7 Sýndu öðrum tillitssemi: Nota má myndavélar og myndbandsupptökuvélar meðan á dagskránni stendur en til þess að forðast að trufla aðra skaltu aðeins nota þær frá eigin sæti. Stilla verður farsíma þannig að þeir trufli ekki aðra. Í mótssalnum er ákveðið svæði ætlað fólki með skerta heyrn og með sérstakri tækni er hægt að magna dagskrána upp til að þeir njóti góðs af henni. Ekki má tengja nein tæki við raf- eða hljóðkerfi mótsstaðarins.

8 Við hlökkum vissulega mikið til þess að safnast saman til að lofa Jehóva. Við skulum vera ákveðin í að lofa hann með því að vera viðstödd alla dagskrána, hlusta með athygli og fara eftir því sem við lærum. — 5. Mós. 31:12.

[Rammi á blaðsíðu 3]

Þegar hlustað er á mótum

▪ Hugsaðu um ræðustefin

▪ Flettu ritningarstöðum upp

▪ Skrifaðu hjá þér stutta minnispunkta

▪ Taktu sérstaklega eftir því sem þú getur nýtt þér

▪ Rifjaðu upp það sem þú lærir

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila