„Tignum í sameiningu nafn hans“
1. Hvaða tækifæri fáum við til að tigna nafn Guðs í sameiningu og hvað getum við gert núna til að undirbúa okkur?
1 „Miklið Drottin ásamt mér, tignum í sameiningu nafn hans,“ söng sálmaritarinn. (Sálm. 34:4) Á komandi landsmóti, „Göngum með Guði“, fáum við tækifæri til að lofa nafn Jehóva með trúsystkinum okkar úr öðrum söfnuðum. Ertu búin(n) að fá frí frá vinnu og hefurðu ákveðið hvar þú ætlar að gista og hvernig þú ætlar að ferðast? Það væri viturlegt af okkur að vera búin að ganga frá þessu með góðum fyrirvara. — Orðskv. 21:5.
2. Hvers vegna er gott að gera ráð fyrir því að mæta snemma á mótsstaðinn?
2 Þegar við komum á mótið: Við höfum um margt að hugsa þegar við mætum á mót. Ef við leggjum snemma af stað eigum við auðveldara með að bregðast við óvæntum töfum og getum verið komin í sætin nógu tímanlega til að taka heilshugar þátt í upphafssöngnum og bæninni. (Sálm. 69:31) Nokkrum mínútum áður en dagskráin hefst verður inngangstónlist leikin og kynnirinn fær sér sæti á sviðinu. Þá ættum við öll að ganga til sætis svo að allt fari sómasamlega fram þegar dagskráin hefst. — 1. Kor. 14:33, 40.
3. Hvernig getum við sýnt öðrum tillitssemi þegar við finnum okkur sæti?
3 Orð Guðs hvetur okkur: „Allt sé hjá yður í kærleika gjört.“ (1. Kor. 16:14) Við ættum að sýna hvert öðru tillitssemi og taka aðeins frá sæti fyrir heimilisfólk okkar og þá sem eru okkur samferða. — 1. Kor. 13:5; Fil. 2:4.
4. Hvað ber að hafa í huga í hádegishléinu og hvers vegna er það til góðs?
4 Hafið mat með ykkur í stað þess að fara í hádegishléinu frá mótsstaðnum til að ná í mat. Það gerir öllum kleift að njóta uppörvandi félagsskapar við bræður og systur og vera viðstaddir þegar síðdegisdagskráin hefst. Hafið í huga að hvorki er leyfilegt að koma með glerílát né áfenga drykki á mótsstaðinn.
5. Hvað stendur heyrnarskertum til boða?
5 Í mótssalnum er ákveðið svæði ætlað fólki með skerta heyrn og með sérstakri tækni er hægt að magna upp hljóðið þeim til góðs. Einnig standa til boða fáein þráðlaus heyrnartól en hljóðdeildin veitir frekari upplýsingar um þau. Lesin verður upp tilkynning um þetta við upphaf dagskrárinnar.
6. Hvernig getum við undirbúið hjörtu okkar fyrir leiðbeiningarnar sem við munum fá?
6 Andleg veisla býður okkar: Jósafat konungur ,beindi huga sínum að því að leita Guðs‘. (2. Kron. 19:3) Hvernig getum við líkt eftir honum og undirbúið hjörtu okkar fyrir mótið? Baksíðugrein Varðturnsins í júlí veitir okkur forsmekk af andlegu veislunni sem verður framreidd. Væri ekki gott að taka sér tíma til að hugsa um þessa grein og vekja með sér eftirvæntingu eftir því sem Jehóva mun gefa okkur? Við undirbúum einnig hjörtu okkar með því að biðja Jehóva að hjálpa okkur að skilja leiðbeiningarnar sem við munum fá og fara eftir þeim. — Sálm. 25:4, 5.
7. Hvað langar okkur að gera og hvers vegna?
7 Okkur langar öll að afla okkur meiri þekkingar á orði Guðs af því að við vitum að það getur gert okkur kleift að dafna til hjálpræðis. (1. Pét. 2:2) Við skulum því mæta á landsmótið, „Göngum með Guði“, og tigna nafn Jehóva í sameiningu. — Sálm. 34:4.
[Rammi á blaðsíðu 3]
Leiðir til að tigna nafn Guðs
◼ Skipuleggðu þig fyrir fram.
◼ Sýndu öðrum kærleika.
◼ Undirbúðu hjartað.