Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 4.09 bls. 4-6
  • Ertu undirbúinn að sækja andlega veislu?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Ertu undirbúinn að sækja andlega veislu?
  • Ríkisþjónusta okkar – 2009
  • Svipað efni
  • Sérstakt tækifæri til að gleðjast og næra okkar andlega mann
    Ríkisþjónusta okkar – 2008
  • Landsmótin — ánægjulegar tilbeiðslustundir
    Ríkisþjónusta okkar – 2010
  • Þrír andlega endurnærandi dagar
    Ríkisþjónusta okkar – 2011
  • Fylgjum Kristi með því að vera virðuleg í fasi og hegðun
    Ríkisþjónusta okkar – 2007
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2009
km 4.09 bls. 4-6

Ertu undirbúinn að sækja andlega veislu?

1. Hvers konar undirbúnings er þörf áður en veisla er haldin?

1 Að halda veislu krefst mikils undirbúnings. Það þarf að útvega matvörur, tilreiða gómsæta rétti og bera þá síðan fram á smekklegan og skipulagðan hátt. Þar að auki þarf að gera salinn tilbúinn þar sem veislan á að fara fram. Gestirnir þurfa einnig að undirbúa sig, sérstaklega ef þeir koma langt að. En allur undirbúningurinn er vel þess virði því að fátt er ánægjulegra en að njóta góðrar og næringarríkrar máltíðar með vinum og ættingjum. Innan skamms munu vottar Jehóva um allan heim safnast saman í litlum eða stórum hópum til að vera viðstaddir andlega veislu sem allir hlakka til — umdæmismótið sem ber yfirskriftina „Höldum vöku okkar“. Mikil vinna hefur þegar verið lögð í undirbúning fyrir dagskrána. Og okkur er öllum boðið. Til að geta verið viðstödd og haft sem mest gagn af dagskránni þurfum við hvert og eitt að undirbúa okkur. — Orðskv. 21:5

2. Hvað þurfum við að gera til þess að geta verið viðstödd allt mótið?

2 Hafðu sem mest gagn af: Hefurðu gert ráðstafanir til þess að vera viðstaddur þegar hver réttur verður borinn fram á andlega veisluborðið? Ef nauðsyn krefur skaltu biðja vinnuveitandann um frí svo að þú getir verið viðstaddur alla dagskrá mótsins, einnig fyrsta daginn. Hefurðu gert ráðstafanir varðandi far og gistingu? Öldungarnir ættu að ganga úr skugga um að aldraðir og lasburða boðberar fái aðstoð við hæfi, svo og aðrir sem þurfa á hjálp að halda. — Jer. 23:4; Gal. 6:10.

3. Hvers vegna ættum við ekki að sækja alþjóðamót ef okkur hefur ekki verið boðið?

3 Sums staðar eru haldin alþjóðamót. Höfum í huga að ákveðnum söfnuðum og erlendum gestum er boðið á þessi mót. Og við undirbúning þeirra hefur deildarskrifstofan reiknað nákvæmlega út hversu mörgum skuli boðið miðað við sætafjölda og gistirými á hverjum stað. Ef fólk mætir án þess að því hafi verið boðið gæti orðið yfirfullt.

4. Hvernig getum við undirbúið okkur fyrir dagskrána í byrjun hvers dags?

4 Reyndu að mæta tímalega á mótsstaðinn alla dagana og finna sæti áður en dagskráin hefst. Notaðu nokkrar mínútur til þess að skoða hvað verður fjallað um þann daginn. Þannig undirbýrðu þig fyrir kennsluna á mótinu. (Esra. 7:10) Þegar dagskrárkynnir lætur vita að leikin verði tónlist ættum við að njóta þess að hlusta og búa okkur undir að taka þátt í upphafssöngnum og bæninni.

5. Hvernig getur fjölskylda þín haft sem mest gagn af dagskránni?

5 Ef fjölskyldan situr saman meðan á dagskránni stendur eru foreldrar betur í stakk búnir að sjá til þess að börnin fylgist vel með. (5. Mós. 31:12) Allir viðstaddir eru hvattir til að fletta upp í Biblíunni þegar ritningarstaðir eru lesnir. Ef þú skrifar niður minnispunkta hjálpar það þér að halda einbeitingunni. Það auðveldar þér líka að rifja upp aðalatriðin í ræðunum seinna meir. Reyndu að forðast það að tala að nauðsynjalausu meðan á dagskránni stendur eða að yfirgefa sætið þitt. Ef þú hefur meðferðis farsíma skaltu sjá til þess að hann trufli hvorki þig né aðra. Að lokinni dagskrá hvers dags væri tilvalið að ræða við aðra um efni sem höfðaði sérstaklega til þín?

6. Hvaða dýrmæta tækifæri fáum við á mótum og hvernig getum við notið þess til fulls?

6 Á mótinu fáum við tækifæri til að njóta þeirra sérstöku tengsla sem við höfum við bræður okkar og systur — tengsl sem þekkjast ekki í heiminum. (Sálm. 133:1-3; Mark. 10:29, 30) Hvernig væri að eiga frumkvæðið að því kynna þig fyrir þeim sem þú þekkir ekki og spjalla við þá í matarhléinu? Þetta er einn af kostum þess að taka með sér léttan hádegisverð og njóta hans á mótsstaðnum frekar en að yfirgefa svæðið í matarhléinu. Vertu staðráðinn í að missa ekki af slíku tækifæri til þess að uppörvast saman. — Rómv. 1:11, 12.

7. Hvað þurfum við að hafa í huga varðandi klæðnað okkar?

7 Klæðnaður: Það er eftirtektarvert að Jehóva fyrirskipaði Ísraelsmönnum að gera skúfa eða kögur á fald klæða sinna og hafa purpurabláan þráð á klæðafaldinum. (4. Mós. 15:37-41) Þetta var sýnileg áminning um að þeir voru þjóð sem var helguð tilbeiðslunni á Jehóva. Nú á dögum er líka hægt að segja að sómasamlegur og látlaus klæðaburður okkar á mótum aðskilji okkur frá heiminum. Klæðnaður okkar er áhrifamikill vitnisburður fyrir utanaðkomandi og það á einnig við ef við förum á veitingastað eftir mótsdagskrána. Við skulum þess vegna hugsa vandlega um hvernig við erum til fara.

8. Hvernig getum við vitnað fyrir þeim sem búa á svæðinu?

8 Gefðu góðan vitnisburð: Ef við sýnum svolitla fyrirhyggju gæti fólkið sem býr á svæðinu fengið góðan vitnisburð. Bróðir einn sem fór með eiginkonu sinni á veitingastað eftir mótsdagskrána benti einfaldlega á mótsmerkið sitt og spurði þjóninn hvort hann hefði séð marga bera slík merki. Þjóninn svaraði því játandi og vildi fá að vita hvað væri um að vera. Þeir ræddu saman um stund og bróðirinn bauð þjóninum á mótið.

9. Hvernig sýnum við Jehóva, gestgjafa okkar, þakklæti?

9 Þó að bræður okkar haldi ræður, taki viðtöl og sviðsetji sýnidæmi er það himneskur faðir okkar, Jehóva, sem færir okkur þessa árlegu andlegu veislu. (Jes. 65:13, 14) Og við sýnum gestgjafa okkar þakklæti í verki með því að sækja mótið alla dagana og njóta hvers bita af andlegu fæðunni sem borin er fram. Hefurðu gert ráðstafanir til þess?

[Rammi á blaðsíðu 6]

Til minnis vegna umdæmismóta

◼ Dagskrártímar: Dagskráin hefst kl. 9:20 alla þrjá dagana. Þegar tilkynnt er að tónlistin hefjist ættu allir að finna sér sæti til að mótið geti hafist með virðulegum hætti. Dagskránni lýkur kl. 16:55 á föstudegi og laugardegi og kl. 16:00 á sunnudegi. Alþjóðamótin hefjast á fimmtudegi kl. 13:20 og dagskránni lýkur kl. 16:45 þann dag.

◼ Sæti: Við ættum aðeins að taka frá sæti fyrir heimilisfólk og þá sem eru okkur samferða.

◼ Hádegisverður: Við hvetjum gesti til að taka með sér nesti í stað þess að fara af mótsstaðnum til að borða. Hægt er að taka matinn með sér í lítilli tösku eða kæliboxi. Ekki er leyfilegt að vera með glerílát á mótsstaðnum.

◼ Framlög: Við getum sýnt að við kunnum að meta mótið með því að gefa frjáls framlög til alþjóðastarfsins, annaðhvort í ríkissalnum eða á mótsstaðnum.

◼ Slys og neyðartilfelli: Ef upp kemur neyðartilfelli á mótsstaðnum skal láta salarvörð vita og hann hefur þá samband við Skyndihjálp. Þá geta hæfir einstaklingar metið stöðuna, veitt viðeigandi aðstoð eða hringt í Neyðarlínuna ef þess gerist þörf.

◼ Heyrnarskertir: Í mótssalnum er ákveðið svæði með tónmöskva ætlað fólki með skerta heyrn. Þeir sem hafa viðeigandi heyrnartæki geta nýtt sér þetta. Einnig standa til boða fáein þráðlaus heyrnartól. Hljóðdeildin veitir frekari upplýsingar um þau.

◼ Upptökur: Ekki má tengja upptökutæki við rafkerfi eða hljóðkerfi hússins. Gætið þess að nota upptökubúnaðinn þannig að hann valdi ekki truflun.

◼ Ilmefni: Flest mót fara fram innandyra í húsnæði með loftræstibúnaði. Það ber vott um tillitssemi að nota sem minnst af sterkum ilmefnum, rakspírum og ilmvötnum því að þau gætu valdið þeim óþægindum sem eru með öndunarfærasjúkdóma eða þess háttar. — 1. Kor. 10:24.

◼ Fylgjum eftir áhuga: Hvað ættum við að gera ef við vitnum óformlega fyrir fólki yfir mótshelgina og það sýnir áhuga? Þá skulum við biðja viðkomandi um nafn og heimilisfang eða símanúmer þar sem hægt er að ná í hann. Ef við höfum ekki tækifæri til að fylgja áhuganum eftir sjálf ættum við að koma upplýsingunum á framfæri við annan boðbera sem getur haft samband við viðkomandi einstakling. Ef þú ert ekki viss um hvert þú átt að snúa þér getur ritarinn í söfnuðinum þínum aðstoðað þig. — Sjá Ríkisþjónustu okkar í febrúar 2005, bls. 7.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila