Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 4.11 bls. 4-7
  • Þrír andlega endurnærandi dagar

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Þrír andlega endurnærandi dagar
  • Ríkisþjónusta okkar – 2011
  • Svipað efni
  • Umdæmismótin bera sannleikanum öflugt vitni
    Ríkisþjónusta okkar – 2012
  • Góð hegðun er Guði til heiðurs
    Ríkisþjónusta okkar – 2013
  • „Hegðið ykkur vel meðal þjóðanna“
    Ríkisþjónusta okkar – 2014
  • Landsmótin — ánægjulegar tilbeiðslustundir
    Ríkisþjónusta okkar – 2010
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2011
km 4.11 bls. 4-7

Þrír andlega endurnærandi dagar

1. Hvers getum við vænst á næsta umdæmismóti?

1 Í andlegri merkingu er heimur Satans eins og skrælnað land. Jehóva sér hins vegar ávallt til þess að endurnæra þjóna sína. (Jes. 58:11) Hann gerir það meðal annars á umdæmismótunum á hverju ári. Umdæmismót þessa árs færist óðum nær og það er því mikilvægt að við séum undir það búin að nærast andlega sjálf og endurnæra aðra. — Orðskv. 21:5.

2. Hvað þurfum við að gera tímanlega?

2 Ef þú hefur ekki þegar tryggt þér frí frá vinnu eða hagað málum þínum þannig að þú getir verið viðstaddur alla þrjá mótsdagana er tímabært að gera það núna. Hefurðu tekið með í reikninginn hvað það tekur langan tíma að ferðast til og frá mótsstað þannig að þú getir mætt tímanlega og fundið þér sæti áður en dagskráin hefst? Við viljum ekki missa af neinu sem Jehóva ber fram á hið andlega veisluborð. (Jes. 65:13, 14) Gerðu því ráðstafanir tímanlega til að verða þér úti um far og gistingu.

3. Hvernig getur þú og fjölskyldan haft sem mest gagn af mótinu?

3 Hvað geturðu gert til að hugurinn fari ekki að reika meðan á dagskránni stendur? Reyndu eftir fremsta megni að fá góðan nætursvefn fyrir hvern mótsdag. Einbeittu þér að ræðumanninum. Flettu upp á öllum ritningarstöðum sem vitnað er í. Skrifaðu hjá þér stutta minnispunkta. Best er að fjölskyldan sitji saman því að þá geta foreldrar séð til þess að börnin fylgist með. (Orðskv. 29:15) Á kvöldin er ef til vill hægt að ræða saman sem fjölskylda um það sem stóð upp úr í dagskránni. Til þess að fjölskyldan sé áfram endurnærð eftir að mótinu lýkur væri hægt að nota hluta af biblíunámskvöldinu til að rifja upp ákveðna punkta sem allir geta nýtt sér.

4. Hvernig getum við hjálpað öðrum í söfnuðinum að endurnærast?

4 Hvernig getum við hjálpað öðrum að endurnærast? Við viljum að aðrir endurnærist líka. Þurfa aldraðir boðberar eða aðrir í söfnuðinum á aðstoð að halda til að geta sótt umdæmismótið? Ert þú í aðstöðu til að hjálpa þeim? (1. Jóh. 3:17, 18) Öldungar, og þá sérstaklega umsjónarmenn starfshópa, ættu að sjá til þess að þeir fái hjálp sem þurfa hennar með.

5. Hvernig dreifum við boðsmiðum fyrir umdæmismótið? (Sjá einnig rammann að ofan.)

5 Eins og undanfarin ár verður gert átak þremur vikum fyrir umdæmismótið til að bjóða fólki að sækja mótið. Söfnuðir ættu að setja sér það markmið að dreifa öllum boðsmiðum og fara yfir eins mikið svæði og hægt er. En ef þið fjölskyldan eigið boðsmiða afgangs þegar átakinu lýkur skuluð þið taka þá með á mótið til að nota þegar þið vitnið óformlega fyrir fólki. Nánari upplýsingar um þetta verða gefnar á fyrsta degi mótsins. Ef þið eigið boðsmiða afgangs og sjáið ekki fram á að geta notað þá alla skuluð þið afhenda salarvörðum miðana þegar þið komið á mótsstaðinn. Haldið eftir einu eintaki til eigin nota því að vitnað verður í boðsmiðann í síðustu ræðunni á sunnudegi.

6. Hvernig getum við sýnt góða mannasiði á mótinu?

6 Góðir mannasiðir hafa góð áhrif: Á tímum þegar margir eru „sérgóðir“ og tillitslausir í garð annarra er endurnærandi að umgangast trúsystkin sem leggja sig fram um að vera kurteis og koma vel fram. (2. Tím. 3:2) Við sýnum góða mannasiði þegar við göngum rólega inn á mótsstaðinn að morgni dags og með því að taka aðeins frá sæti fyrir heimilisfólk eða þá sem eru okkur samferða á mótsstað eða eru biblíunemendur okkar. Við fylgjum leiðbeiningum dagskrárkynnis þegar hann hvetur okkur til að ganga til sætis og hlusta á tónlistina áður en dagskráin hefst fyrir og eftir hádegi. Það er kurteisi að setja farsímann á hljóðlausa stillingu þannig að hann trufli ekki meðan á dagskránni stendur. Og það er til merkis um góða mannasiði að tala ekki, senda smáskilaboð, borða eða ráfa að óþörfu um ganga og gólf á meðan dagskráin stendur yfir.

7. Hvernig getum við uppbyggt hvert annað þegar við umgöngumst bræður og systur?

7 Uppbyggilegur félagsskapur: Á mótunum fáum við næg tækifæri til að njóta upplífgandi félagsskapar við bræður okkar og systur. (Sálm. 133:1-3) Hvers vegna ekki að grípa tækifærið og kynnast bræðrum og systrum frá öðrum söfnuðum? (2. Kor. 6:13) Þú gætir sett þér það markmið að kynnast einni nýrri manneskju eða einni nýrri fjölskyldu á hverjum degi. Hádegishléin eru prýðistækifæri til þess. Taktu með þér nesti og njóttu þess að borða í góðum félagsskap á mótsstaðnum í stað þess að fara annað til að borða eða kaupa mat. Það gæti verið upphafið að nýjum og varanlegum vináttuböndum.

8. Hvers vegna ættum við að bjóða okkur fram til sjálfboðavinnu á mótinu og hvernig getum við gert það?

8 Það er hressandi að sinna heilagri þjónustu með trúsystkinum. Gætir þú boðið þig fram til sjálfboðavinnu? (Sálm. 110:3) Ef þér hefur ekki þegar verið úthlutað ákveðnu verkefni geturðu gefið þig fram við umsjónarmenn og boðið fram krafta þína. Margar hendur vinna létt verk.

9. Hvers vegna ættum við að huga vel að klæðaburði okkar og útliti meðan á mótinu stendur?

9 Framkoma okkar hefur góð áhrif á aðra: Við erum mótsgestir alla þrjá dagana, ekki bara meðan á dagskránni stendur. Þeir sem fylgjast með okkur þessa þrjá daga ættu að sjá að framkoma okkar er mjög frábrugðin því sem gengur og gerist í heiminum. (1. Pét. 2:12) Við ættum að heiðra Jehóva með klæðaburði okkar og útliti, bæði á mótsstaðnum, á veitingastöðum og þar sem við gistum. (1. Tím. 2:9, 10) Þegar aðrir sjá mótsmerkin geta þeir séð að við erum vottar Jehóva. Þá gefst ef til vill tækifæri til að segja þeim frá mótinu og ræða um trúna.

10. Hvaða dæmi sýna að góð hegðun okkar hefur góð áhrif á aðra?

10 Hvaða áhrif getur góð hegðun okkar á mótsstað haft á aðra? Í blaðagrein nokkurri var vitnað í yfirmann húsnæðis þar sem haldið var mót. Hann sagði: „Fólkið er mjög kurteist. Við hlökkum til að fá það á hverju ári.“ Á síðasta ári týndi maður, sem er ekki vottur, seðlaveski á hóteli þar sem mótsgestir dvöldu. Þegar veskinu var skilað til hótelstjórans og innihaldið var óhreyft sagði hótelstjórinn við manninn: „Þú varst heppinn að Vottar Jehóva skuli halda mótið sitt hérna í nágrenninu og það er fjöldinn allur af þeim hér á hótelinu. Annars hefðirðu sennilega aldrei séð veskið þitt aftur.“

11. Hvert ætti að vera markmið okkar þegar nær dregur mótinu og hvers vegna?

11 Umdæmismótið nálgast óðfluga. Það fer mikill tími í að undirbúa dagskrána og mótsstaðinn þannig að mótið verði endurnærandi. Settu þér það markmið að vera viðstaddur alla þrjá dagana og vertu reiðubúinn að taka við því sem Jehóva og söfnuður hans hefur undirbúið handa þér. Vertu ákveðinn í að endurnæra og uppbyggja aðra með góðum mannasiðum og framkomu. Þá geta þú og aðrir tekið undir með mótsgesti á síðasta ári sem sagði: „Þetta er ánægjulegasta stund sem ég man eftir!“

[Innskot á bls. 4]

Eins og undanfarin ár verður gert átak þremur vikum fyrir umdæmismótið til að bjóða fólki að sækja mótið.

[Innskot á bls. 6]

Við ættum að heiðra Jehóva með klæðaburði okkar og útliti, bæði á mótsstaðnum, á veitingastöðum og þar sem við gistum.

[Innskot á bls. 7]

Vertu ákveðinn í að endurnæra og uppbyggja aðra með góðum mannasiðum og framkomu.

[Rammi á bls. 4-7]

Til minnis vegna umdæmismótsins 2011

◼ Dagskrártímar: Dagskráin hefst kl. 9:20 alla þrjá dagana. Þegar tilkynnt er að tónlistin hefjist ættu allir að ganga til sætis svo að dagskráin geti hafist með virðulegum hætti. Dagskránni lýkur kl. 16:55 á föstudegi og laugardegi og kl. 15:40 á sunnudegi.

◼ Sæti: Við ættum aðeins að taka frá sæti fyrir heimilisfólk eða þá sem eru okkur samferða eða biblíunemendur okkar. — 1. Kor. 13:5.

◼ Hádegisverður: Við hvetjum gesti til að taka með sér nesti í stað þess að yfirgefa mótsstaðinn til að borða í hádegishléinu. Hægt er að taka matinn með sér í lítilli tösku eða kæliboxi. Ekki er leyfilegt að vera með glerílát á mótsstaðnum.

◼ Framlög: Við getum sýnt að við kunnum að meta mótið með því að gefa frjáls framlög til alþjóðastarfsins á mótsstaðnum.

◼ Slys og neyðartilfelli: Ef upp kemur neyðartilfelli á mótsstaðnum skal láta salarvörð vita og hann hefur þá samband við þá sem veita skyndihjálp á staðnum. Þá geta hæfir einstaklingar metið stöðuna, veitt viðeigandi aðstoð eða hringt í Neyðarlínuna ef þess gerist þörf.

◼ Lyf: Ef þú þarft á lyfseðilsskyldum lyfjum að halda skaltu gæta þess að hafa þau með þér á mótsstaðinn.

◼ Heyrnarskertir: Í mótssalnum er ákveðið svæði með tónmöskva ætlað fólki með skerta heyrn. Þeir sem hafa viðeigandi heyrnartæki geta nýtt sér þetta. Einnig standa til boða fáein þráðlaus heyrnartól. Hljóðdeildin veitir frekari upplýsingar um þau.

◼ Ilmefni: Flest mót fara fram innandyra í húsnæði með loftræstibúnaði. Það ber vott um tillitssemi að nota sem minnst af sterkum ilmefnum, rakspírum og ilmvötnum því að þau gætu valdið þeim óþægindum sem eru með öndunarfærasjúkdóma eða þess háttar. — 1. Kor. 10:24.

◼ Fylgjum eftir áhuga: Ef við vitnum óformlega fyrir fólki yfir mótshelgina og það sýnir áhuga skulum við biðja viðkomandi um nafn og heimilisfang eða símanúmer þar sem hægt er að ná í hann. Ef við höfum ekki tækifæri til að fylgja áhuganum eftir sjálf ættum við að koma upplýsingunum á framfæri við annan boðbera sem getur haft samband við viðkomandi einstakling. Ef þú ert ekki viss um hvert þú átt að snúa þér getur ritarinn í söfnuðinum þínum aðstoðað þig. — Sjá Ríkisþjónustu okkar í nóvember 2009, bls. 4.

◼ Veitingastaðir: Ef við förum út að borða skulum við gæta þess að heiðra Jehóva með góðri framkomu okkar.

◼ Gisting: Þeir sem vantar gistingu á höfuðborgarsvæðinu meðan mótið stendur yfir geta fyllt út eyðublað og gefið upp hve margir eru í fjölskyldunni eða hópnum og hvenær þörf sé á gistingu. Eyðublaðið á að senda deildarskrifstofunni sem sendir það áfram til mótsnefndarinnar. Boðberar á höfuðborgarsvæðinu eru hvattir til að bjóða sig fram til að taka á móti næturgestum. Margir hafa haft ánægju af því að kynnast trúsystkinum betur við þessi tækifæri. Það er mikilvægt að bæði þeir sem óska eftir aðstoð með gistingu og þeir sem vilja bjóða fram húsnæði geri það snemma svo að hægt sé að afgreiða allar fyrirspurnir tímanlega.

◼ Sjálfboðastörf: Við höfum enn meiri ánægju af því að sækja mótið ef við bjóðum fram krafta okkar til að taka þátt í þeim störfum sem vinna þarf. (Post. 20:35) Einkum er þörf á fúsum höndum við þrif og uppsetningu daginn fyrir mót og svo við frágang eftir að dagskrá lýkur á sunnudegi. Börn yngri en 16 ára geta líka lagt sitt af mörkum með því að vinna undir umsjón foreldra sinna, forráðamanns eða annarrar fullorðinnar manneskju með samþykki foreldranna.

[Rammi á bls. 5]

Hvernig bjóðum við boðsmiðann?

Til að geta náð til sem flestra skulum við vera stuttorð. Við gætum sagt eitthvað þessu líkt: „Góðan daginn. Mig langar til að afhenda þér boðsmiða sem verið er að dreifa um allan heim. Gerðu svo vel, hér er eintakið þitt. Þú finnur nánari upplýsingar á boðsmiðanum.“ Framhlið boðsmiðans vekur athygli þannig að þú skalt snúa honum þannig að húsráðandi sjái hana. Vertu glaðlegur og jákvæður. Um helgar ætti einnig að bjóða blöðin þegar það á við.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila