Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 4.14 bls. 2-4
  • „Hegðið ykkur vel meðal þjóðanna“

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • „Hegðið ykkur vel meðal þjóðanna“
  • Ríkisþjónusta okkar – 2014
  • Svipað efni
  • Til minnis vegna umdæmismótsins
    Ríkisþjónusta okkar – 2015
  • Góð hegðun er Guði til heiðurs
    Ríkisþjónusta okkar – 2013
  • Umdæmismótin bera sannleikanum öflugt vitni
    Ríkisþjónusta okkar – 2012
  • Þrír andlega endurnærandi dagar
    Ríkisþjónusta okkar – 2011
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2014
km 4.14 bls. 2-4

„Hegðið ykkur vel meðal þjóðanna“

1. Hvers vegna er mikilvægt að framkoma okkar sé til fyrirmyndar á næsta umdæmismóti?

1 Á hverju ári vekjum við athygli almennings þegar við sækjum umdæmismót. Þess vegna er mikilvægt að með framkomu okkar séum við til fyrirmyndar og séum góðir fulltrúar þess Guðs sem við tilbiðjum. (3. Mós. 20:26) Góð framkoma ásamt snyrtilegum klæðnaði og útliti ætti að sýna að við erum sannir fylgjendur Krists. Hvernig getum við ,hegðað okkur vel meðal þjóðanna‘ á næsta umdæmis- eða alþjóðamóti og þannig verið Guði til sóma? – 1. Pét. 2:12.

2. Hvaða tækifæri fáum við á mótinu til að sýna kristilega eiginleika?

2 Sýnið kristilega eiginleika: Kærleikurinn, sem við sýnum hvert öðru og framkoma okkar við þá „sem fyrir utan eru“, er gerólík því sem almennt tíðkast í heiminum. (Kól. 3:10; 4:5; 2. Tím. 3:1-5) Við ættum að vera vingjarnleg og þolinmóð við starfsfólk á hótelum og veitingastöðum, sérstaklega ef vandamál koma upp.

3. Hvað eru foreldrar minntir á og hvers vegna?

3 Foreldrar ættu að hafa gott eftirlit með börnum sínum á mótsstaðnum, á veitingahúsum og þar sem fjölskyldan gistir. (Orðskv. 29:15) Yfirmanneskja á veitingastað á hóteli sagði við hjón sem eru vottar: „Við erum svo ánægð með ykkur. Fjölskyldur ykkar eru svo kurteisar og börnin svo vel upp alin. Allt starfsfólkið er sammála um að það væri frábært að hafa vottana hér um hverja helgi.“

4. Hvers vegna ættum við að gefa gaum að útliti okkar og klæðaburði þar sem mótið er haldið?

4 Snyrtilegur og siðlegur klæðnaður: Klæðnaður okkar á mótinu ætti að vera viðeigandi og siðlegur en ekki endurspegla þær tískuöfgar sem eru algengar í heiminum. (1. Tím. 2:9) Við ættum ekki að vera of hversdagsleg eða ósnyrtileg þegar við innritum okkur á hótel eða skráum okkur út og ekki heldur í frítíma fyrir og eftir mótsdagskrá. Þá getum við stolt borið barmmerki mótsins og þurfum ekki að fara hjá okkur þegar tækifæri gefst til að segja öðrum frá trú okkar. Snyrtilegt útlit og góð framkoma okkar á umdæmismótinu 2014 á bæði eftir að laða hjartahreint fólk að lífgandi boðskap Biblíunnar og gleðja Jehóva. – Sef. 3:17.

Til minnis vegna umdæmismótsins 2014

◼ Dagskrártímar: Dagskráin hefst kl. 9:20 alla þrjá dagana. Þegar tilkynnt er að tónlistin hefjist ættu allir að ganga til sætis svo að dagskráin geti hafist með virðulegum hætti. Dagskránni lýkur kl. 16:55 á föstudegi og laugardegi og kl. 15:50 á sunnudegi.

◼ Alþjóðamót: Sums staðar verða haldin alþjóðamót. Hafa skal í huga að deildarskrifstofan býður ákveðnum söfnuðum og erlendum fulltrúum að sækja þessi mót, eftir að hafa reiknað gaumgæfilega út hve mörg sæti, bílastæði og hótelherbergi eru til ráðstöfunar. Það gæti orðið yfirfullt ef boðberar fara á alþjóðamót sem þeim hefur ekki verið boðið að sækja. Ef þú getur einhverra hluta vegna ekki sótt mótið sem þér er ætlað skaltu ekki ákveða að fara á alþjóðamót nema þér hafi verið boðið.

◼ Sæti: Við ættum aðeins að taka frá sæti fyrir heimilisfólk, biblíunemendur eða þá sem eru okkur samferða. Athugið að öftustu sætaraðirnar, þar sem breiðara bil er milli sætaraða, eru aðeins ætlaðar barnafólki með barnavagna eða -kerrur. Einnig er sérstakt svæði fremst, sunnanmegin í salnum, frátekið fyrir heyrnaskerta. – 1. Kor. 13:5.

◼ Hádegisverður: Við hvetjum gesti til að taka með sér nesti í stað þess að yfirgefa mótsstaðinn í hádegishléinu. Takið matinn með í lítilli nestistösku eða kæliboxi. Ekki er leyfilegt að vera með glerílát á mótsstaðnum.

◼ Framlög: Við getum sýnt að við kunnum að meta mótið með því að gefa frjáls framlög til alþjóðastarfsins á mótsstaðnum.

◼ Lyf: Ef þú þarft á lyfseðilsskyldum lyfjum að halda skaltu gæta þess að hafa þau með þér á mótsstaðinn.

◼ Slys og neyðartilfelli: Ef upp kemur neyðartilfelli á mótsstaðnum skal láta salarvörð vita og hann hefur þá samband við þá sem veita skyndihjálp á staðnum. Þá geta hæfir einstaklingar metið stöðuna, veitt viðeigandi aðstoð eða hringt í Neyðarlínuna ef þess gerist þörf.

◼ Heyrnarskertir: Í mótssalnum er ákveðið svæði með tónmöskva eingöngu ætlað fólki með skerta heyrn. Þeir sem hafa viðeigandi heyrnartæki geta nýtt sér þetta. Einnig standa til boða fáein þráðlaus heyrnartól. Hljóðdeildin veitir frekari upplýsingar um þau.

◼ Ilmefni: Flest mót fara fram innandyra í húsnæði með loftræstibúnaði. Það ber vott um tillitssemi að nota sem minnst af sterkum ilmefnum, rakspírum og ilmvötnum því að þau gætu valdið fólki óþægindum sem er með öndunarfærasjúkdóma eða þess háttar. – 1. Kor. 10:24.

◼ Fylgjum eftir áhuga: Ef við vitnum óformlega fyrir fólki yfir mótshelgina og það sýnir áhuga skulum við biðja viðkomandi um nafn og heimilisfang eða símanúmer þar sem hægt er að ná í hann. Ef við höfum ekki tækifæri til að fylgja áhuganum eftir sjálf ættum við að útfylla eyðublaðið Vinsamlegast fylgið eftir (S-43) og afhenda það salarverði eða ritaranum í söfnuðinum okkar.

◼ Veitingarstaðir: Ef við förum út að borða skulum við gæta þess að heiðra Jehóva með góðri framkomu og klæða okkur eins og sæmir boðberum Jehóva.

◼ Gisting: Þeir mótsgestir, sem þurfa á gistingu að halda á höfuðborgarsvæðinu meðan mótið stendur yfir, geta fyllt út eyðublað og gefið upp hve margir eru í fjölskyldunni eða hópnum og hvenær þörf sé á gistingu. Eyðublaðið á að senda deildarskrifstofunni sem sendir það áfram til mótsnefndarinnar. Boðberar á höfuðborgarsvæðinu eru hvattir til að bjóðast til að taka á móti næturgestum. Margir hafa haft ánægju af því að kynnast trúsystkinum sínum betur við þessi tækifæri. Það er mikilvægt að bæði þeir sem óska eftir gistingu og þeir sem vilja bjóða fram húsnæði geri það snemma svo að hægt sé að afgreiða allar fyrirspurnir tímanlega.

◼ Sjálfboðastörf: Þörf er á fúsum höndum einkum við þrif og uppsetningu daginn fyrir mót og svo við frágang eftir að dagskrá lýkur á sunnudegi. Börn yngri en 16 ára geta líka lagt sitt af mörkum með því að vinna undir umsjón foreldra sinna, forráðamanns eða annarrar fullorðinnar manneskju með samþykki foreldranna.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila