Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 4.04 bls. 4
  • Andleg fæða á réttum tíma

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Andleg fæða á réttum tíma
  • Ríkisþjónusta okkar – 2004
  • Svipað efni
  • Jehóva stefnir saman glöðum þjónum sínum
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2012
  • Landsmótið 1999, „Spádómsorð Guðs“
    Ríkisþjónusta okkar – 1999
  • Landsmótið 1997 „Trúin á orð Guðs“
    Ríkisþjónusta okkar – 1997
  • Landsmótið 1994 „Guðsótti“
    Ríkisþjónusta okkar – 1994
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2004
km 4.04 bls. 4

Andleg fæða á réttum tíma

1. Hvernig er Esekíel 36:29 að uppfyllast nú á dögum?

1 „Ég mun kalla á kornið og margfalda það, og ekkert hallæri mun ég láta yfir yður koma,“ segir alvaldur Drottinn Jehóva. (Esek. 36:29) Þessi spádómlegu orð eiga við fólk Guðs nú á dögum. Jehóva hefur í óeiginlegri merkingu látið lífgandi korn spretta í miklum mæli fyrir fólk sitt. Tímabæra andlega fæðan á umdæmismótum er til vitnis um þetta.

2. Hvernig hefur Jehóva notað umdæmismót til að dreifa andlegri fæðu á réttum tíma?

2 Á mótinu, sem haldið var í Columbus í Ohio í Bandaríkjunum árið 1931, sá Jehóva til þess að tilbiðjendur sínir tækju sér nýtt nafn, Vottar Jehóva. (Jes. 43:10-12) Árið 1935 gerðu þeir sér grein fyrir hver væri múgurinn mikli í Opinberunarbókinni 7:9-17. Árið 1942 flutti bróðir Knorr ræðuna „Friður — getur hann orðið varanlegur?“ Þessi ræða var lyftistöng fyrir alþjóðlega boðunarstarfið og í kjölfarið var Biblíuskólinn Gíleað settur á laggirnar. Þó að sum mót hafi verið sérstaklega eftirminnileg hafa þau öll reynst vera hlaðið borð af næringarríkri andlegri fæðu á réttum tíma. — Sálm. 23:5; Matt. 24:45.

3. Hvað verðum við að gera til að hafa gagn af andlegu veislunni á umdæmismótum okkar?

3 Hversu vel nærist þú? Það er hægt að vera vannærður þótt maður sé umkringdur fæðu ef maður leggur sig ekki fram um að neyta hennar. (Orðskv. 26:15) Hið sama má segja í andlegum skilningi. Á einstaka mótum hafa margir sést á rölti að ástæðulausu eða á tali við aðra meðan á dagskránni stendur. Uppbyggjandi félagsskapur er vissulega mikilvægur þáttur mótanna en tíminn fyrir hann er fyrir og eftir dagskrána. (Préd. 3:1, 7) Við gætum misst af veigamiklu atriði ef við erum ekki í sætinu og fylgjumst vel með. Öldungar, sem hafa umsjón með ákveðnum deildum, og bræður, sem sinna hinum ýmsu verkefnum, þurfa ef til vill stundum að ræða um mál í tengslum við mótið meðan á dagskránni stendur. Að öðru leyti ættu þeir að setja gott fordæmi með því að taka vel eftir dagskránni. Ekkert okkar hefur efni á því að missa af neinu af andlegu fæðunni sem okkur er látin í té. — 1. Kor. 10:12; Fil. 2:12.

4. Hvernig getum við sýnt þakklæti fyrir allsnægtirnar sem Jehóva veitir?

4 Við gleðjumst mikillega yfir þeim andlegu sannindum, sem Jehóva lætur okkur í té, samanborið við næringarsnauðar falskenningar kristna heimsins. (Jes. 65:13, 14) Ein leið til að sýna að við ,séum þakklát‘ er að líta á mótin sem tækifæri til að fá kennslu frá Jehóva. (Kól. 3:15) Einbeittu þér að efni ræðunnar en ekki flytjandanum. Líttu svo á að boðin komi frá æðsta kennara okkar. (Jes. 30:20, 21; 54:13) Fylgstu vel með. Skrifaðu niður stutta minnispunkta. Rifjaðu upp aðalatriði dagskrárinnar í lok hvers dags. Taktu til þín það sem þú lærir.

5. Hvaða ástæður veita umdæmismótin okkur til að gleðjast?

5 Hvert það mót, sem haldið er hérna megin við Harmagedón, er ósigur fyrir Satan og gildir þá einu hvort það er mót í flóttamannabúðum, í stríðshrjáðu landi eða fjölmennara mót við friðsamlegri aðstæður. Við metum mikils að geta safnast saman á umdæmismótum sem sameinað bræðralag. (Esek. 36:38) Við treystum því að Jehóva muni enn einu sinni láta okkur í té „skammtinn á réttum tíma“. — Lúk. 12:42.

[Rammi á blaðsíðu 4]

Sýndu þakklæti fyrir borð Jehóva

◼ Fylgstu vel með.

◼ Skrifaðu minnispunkta.

◼ Rifjaðu upp aðalatriði dagskrárinnar í lok hvers dags.

◼ Taktu til þín það sem þú lærir.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila