Hvað geturðu sagt um blöðin?
Varðturninn 1. september
„Ein sterkasta frumþörf mannsins er að elska og vera elskaður. [Lestu tilvitnun undir titlinum á bls. 4.] En hefurðu tekið eftir því að í nútamasamfélagi er annað gjarnan látið ganga fyrir? [Gefðu kost á svari.] Í þessu blaði er fjallað um það hvað kærleikur er og hvernig hægt er að rækta hann með sér.“ Lestu 1. Korintubréf 13:2.
Vaknið! júlí-september
„Margir velta fyrir sér hvort börn vaxi of fljótt úr grasi í öllum hraðanum sem einkennir umheiminn. Finnst þér þetta vera áhyggjuefni? [Gefðu kost á svari. Lestu síðan Prédikarann 3:1, 4.] Börn ættu ekki að þurfa að bera byrðar fullorðinna. Í þessu blaði er fjallað um það hvernig foreldrar geta varðveitt bernsku barnanna.“
Kynning á Kröfubæklingnum
Eftir að hafa dreift tímaritunum Varðturninum og Vaknið! gætir þú spurt viðtakandann hvort þú megir lesa stutta grein fyrir hann. Ef hann samþykkir það opnaðu þá Kröfubæklinginn á kafla 5. Bentu á spurningarnar í upphafi kaflans og biddu hann að hlusta eftir svarinu við fyrstu spurningunni á meðan þú lest fyrstu greinina. Spyrðu spurningarinnar þegar þú hefur lokið við að lesa greinina og hlustaðu á svar hans. Bjóddu honum bæklinginn og ef hann þiggur hann skaltu gera ráðstafanir til að koma aftur og fá svar hans við næstu tveim spurningum við þennan kafla.