Hvað geturðu sagt um blöðin?
Varðturninn 1. október
„Flestir meta gott mannorð mikils. Og sumir velta jafnvel fyrir sér hvernig þeirra verði minnst eftir að þeir falla frá. Hefur þú einhvern tíma velt því fyrir þér? [Gefðu kost á svari og lestu síðan Prédikarann 7:1] Varðturninn ræðir um það hvernig við getum áunnið okkur gott mannorð bæði hjá mönnum og hjá Guði.“
Vaknið! október-desember
„Fólk virðist ekki hafa eins miklar mætur á góðu siðferði og góðum mannasiðum nú og áður fyrr. Hefurðu tekið eftir því? [Gefðu kost á svari.] Það er athyglisvert að Biblían skyldi spá þessu. [Lestu 2. Tímóteusarbréf 3:1-5.] Í þessu tölublaði Vaknið! er rætt um það hvers vegna gildismat mann breytist og hvað framtíðin beri í skauti sér.“
Kynning á Kröfubæklingnum
„Við höfum verið að tala við fólk um það hvers vegna það eru svona mörg trúarbrögð í heiminum, þó er Biblían aðeins ein. Hver heldur þú að sé ástæðan fyrir trúarbragðaóreiðunni? [Gefðu kost á svari.] Flettu upp á 13. kafla Kröfubæklingnum og lestu upphafsspurningarnar.] Þú færð fullnægjandi svör við þessum spurningum með því að lesa þennan kafla.