Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 10.03 bls. 3-6
  • Námsskrá boðunarskólans árið 2004

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Námsskrá boðunarskólans árið 2004
  • Ríkisþjónusta okkar – 2003
  • Millifyrirsagnir
  • Leiðbeiningar
  • NÁMSSKRÁ
Ríkisþjónusta okkar – 2003
km 10.03 bls. 3-6

Námsskrá boðunarskólans árið 2004

Leiðbeiningar

Boðunarskólinn verður með eftirfarandi sniði árið 2004.

KENNSLURIT: Biblían 1981,Varðturninn [w], Aflaðu þér menntunar í Boðunarskólanum [be], „All Scripture Is Inspired of God and Beneficial“ („Öll Ritningin er innblásin af Guði og nytsöm“) (útgáfan frá 1990) [si], og Reasoning From the Scriptures (Rökræðubókin) (útgáfan frá 1989) [rs]. Þegar vísað er í wE er átt við Varðturninn á ensku en w er vísun í íslenska útgáfu blaðsins.

Skólinn á að hefjast Á RÉTTUM TÍMA með söng og bæn. Síðan eru allir boðnir velkomnir. Skólinn fer svo fram sem hér segir:

ÞJÁLFUNARLIÐUR: 5 mínútur. Umsjónarmaður skólans, aðstoðarleiðbeinandi eða annar hæfur öldungur fjallar um ákveðið þjálfunarstig samkvæmt Boðunarskólabókinni. (Í söfnuðum þar sem öldungar eru fáir má hæfur safnaðarþjónn sjá um þjálfunarliðinn.) Nema annað sé tekið fram ætti einnig að fjalla um efnið í rammagreinunum á þeim blaðsíðum sem úthlutað er. Ekki skal fara yfir æfingarnar. Þær eru fyrst og fremst ætlaðar nemendunum, og leiðbeiningar þar að lútandi eru gefnar einslega.

1. VERKEFNI: 10 mínútur. Þetta er 10 mínútna kennsluræða öldungs eða safnaðarþjóns byggð á Varðturninum, Boðunarskólabókinni eða „All Scripture Is Inspired of God and Beneficial“. Engar upprifjunarspurningar skulu fylgja ræðunni. Markmiðið á að vera það að fara yfir efnið en einnig beina athyglinni að hagnýtu gildi þess, og draga skal fram það sem söfnuðurinn hefur mest gagn af. Nota skal uppgefið stef. Bræðurnir, sem sjá um þetta verkefni, eiga að gæta þess að halda sig innan tímamarka. Það má leiðbeina þeim einslega eftir því sem þörf er á.

HÖFUÐÞÆTTIR BIBLÍULESEFNISINS: 10 mínútur. Hæfur öldungur eða safnaðarþjónn notar fyrst sex mínútur til að heimfæra efnið á staðbundnar þarfir. Hann getur fjallað um hvaða hluta af biblíulesefni vikunnar sem er. Þetta á ekki aðeins að vera samantekt efnisins heldur er meginmarkmiðið að sýna áheyrendum fram á hvernig og hvers vegna efnið er verðmætt. Ræðumaðurinn á ekki að vera lengur en sex mínútur með fyrri hluta höfuðþáttanna. Hann skal gæta þess að áheyrendur fái fjórar mínútur til að gefa stuttar athugasemdir (30 sekúndur eða styttri) um það sem þeim þótti athyglisvert í biblíulesefni vikunnar eða þeir telja geta komið sér að gagni. Umsjónarmaður skólans biður síðan nemendur að ganga til skólastofu sinnar.

2. VERKEFNI: 4 mínútur. Þetta er upplestur í umsjá bróður. Lesefnið er að jafnaði sótt í Biblíuna en einu sinni í mánuði er lesið upp úr Varðturninum. Nemandinn á aðeins að lesa efnið en ekki koma með inngangs- og niðurlagsorð. Efnislengdin er eilítið breytileg milli vikna en lesturinn ætti að taka fjórar mínútur eða skemur. Umsjónarmaður skólans ætti að renna yfir efnið áður en hann úthlutar verkefnum og taka mið af aldri og getu nemenda. Umsjónarmaður skólans hefur mikinn áhuga á að hjálpa nemendum að lesa eðlilega og lipurlega, og með skilningi, réttum merkingaráherslum, raddbrigðum og þögnum.

3. VERKEFNI: 5 mínútur. Þetta verkefni er í umsjá systur. Nemendur, sem fá þetta verkefni, velja annaðhvort sviðsetningu sjálfir af listanum á blaðsíðu 82 í Boðunarskólabókinni eða þeim er úthlutuð sviðsetning. Nemandinn ætti að nota stefið, sem honum er úthlutað, og vinna úr því á raunhæfan hátt miðað við aðstæður á boðunarsvæði safnaðarins. Þegar ekki er gefið upp heimildarefni er það undir nemandanum sjálfum komið að viða að sér efni úr ritum sem hinn trúi og hyggni þjónn hefur látið í té. Úthluta ætti nýjum nemendum ræðum þar sem vísað er í heimildarefni. Umsjónarmaður skólans hefur sérstakan áhuga á því hvernig nemandinn vinnur úr efninu og hvernig hann hjálpar viðmælanda sínum að rökhugsa með hliðsjón af Biblíunni og skilja aðalatriði efnisins. Nemendur, sem fá þetta verkefni, ættu að vera læsir. Umsjónarmaður skólans velur einn aðstoðarmann handa nemandanum.

4. VERKEFNI: 5 mínútur. Nemandinn ætti að vinna úr stefinu sem honum er úthlutað. Þegar ekki er gefið upp heimildarefni er það undir nemandanum sjálfum komið að viða að sér efni úr ritum sem hinn trúi og hyggni þjónn lætur í té. Þegar bróður er falið þetta verkefni ætti að flytja það sem ræðu og miða við áheyrendur í ríkissalnum. Þegar systir sér um verkefnið ætti alltaf að flytja það í samræmi við leiðbeiningarnar fyrir 3. verkefni. Umsjónarmaður skólans getur falið bróður verkefnið hvenær sem hann telur það vera viðeigandi. Sé verkefnið stjörnumerkt ætti alltaf að úthluta því bræðrum og þeir ættu að flytja það sem ræðu.

TÍMAVARSLA: Hvorki ræðurnar né ábendingar leiðbeinandans ættu að fara yfir tímamörkin. Annað til fjórða verkefni skulu stöðvuð kurteislega þegar tíminn er útrunninn. Ef bræður, sem sjá um inngangsræðuna um þjálfunarliðinn, 1. verkefni eða höfuðþætti biblíulesefnisins, fara yfir tímann ætti að leiðbeina þeim einslega. Allir ættu að fylgjast vel með tímanum. Skóladagskráin í heild á að taka 45 mínútur fyrir utan söng og bæn.

LEIÐBEININGAR: 1 mínúta. Umsjónarmaður skólans tekur í mesta lagi eina mínútu eftir hverja nemendaræðu til að koma með jákvæðar athugasemdir um einhvern þátt ræðunnar sem ástæða er til að hrósa fyrir. Hann á ekki aðeins að hrósa ræðunni almennt heldur benda á hvers vegna ákveðinn þáttur ræðunnar var áhrifaríkur. Veita má aðrar uppbyggjandi leiðbeiningar einslega eftir samkomuna eða við annað tækifæri eftir því sem þörf er á.

AÐSTOÐARLEIÐBEINANDI: Öldungaráðið getur valið annan hæfan öldung, ef kostur er, sem aðstoðarleiðbeinanda. Ef allmargir öldungar eru í söfnuðinum geta þeir skipst á að sinna þessu verkefni frá ári til árs. Aðstoðarleiðbeinandinn hefur það verkefni að veita leiðbeiningar einslega ef bræðurnir, sem sjá um 1. verkefni og höfuðþætti biblíulesefnisins, þurfa á því að halda. Hann þarf ekki að gefa öðrum öldungum eða safnaðarþjónum leiðbeiningar eftir hverja einustu ræðu. Þetta fyrirkomulag verður í gildi árið 2004 en það kann að breytast síðar.

RÁÐLEGGINGABLAÐIÐ er í kennslubókinni.

MUNNLEG UPPRIFJUN: 30 mínútur. Umsjónarmaður skólans stjórnar munnlegri upprifjun á tveggja mánaða fresti. Fyrst er fjallað um þjálfunarstig og höfuðþætti biblíulesefnisins í samræmi við leiðbeiningarnar að ofan. Upprifjunin byggist á því efni sem farið hefur verið yfir í skólanum undanfarna tvo mánuði, þar á meðal í yfirstandandi viku.

NÁMSSKRÁ

5. jan. Biblíulestur: 1. Mósebók 1–5 Söngur 154

Þjálfunarliður: Hagnýtt gildi dregið fram (be bls. 157 gr. 1–bls. 158 gr. 1)

Nr. 1: Að semja uppkast (be bls. 39-42)

Nr. 2: 1. Mósebók 2:7-25

Nr. 3: Talar „Nýja testamentið“ um jarðneska paradís í framtíðinni eða er aðeins rætt um það í „Gamla testamentinu“? (rs bls. 285 gr. 1-3)

Nr. 4: * Hvað getum við lært af vanrækslusyndum sem Biblían segir frá?

12. jan. Biblíulestur: 1. Mósebók 6–10 Söngur 215

Þjálfunarliður: Hagnýtt gildi efnisins (be bls. 158 gr. 2-4)

Nr. 1: Hreinlæti — í hverju felst það? (wE02 1.2. bls. 4-7)

Nr. 2: 1. Mósebók 8:1-17

Nr. 3: Hvers vegna er rangt að ljúga?

Nr. 4: Hvers vegna getur „paradísin“, sem nefnd er í Lúkasi 23:43, hvorki verið hluti af helju né himnaríki? (rs bls. 286 gr. 1–bls. 287 gr. 1)

19. jan. Biblíulestur: 1. Mósebók 11–16 Söngur 218

Þjálfunarliður: Hjálpaðu öðrum að átta sig á gildi efnisins (be bls. 159 gr. 1-4)

Nr. 1: Meginreglur Guðs geta komið þér að gagni (wE02 15.2. bls. 4-7)

Nr. 2: 1. Mósebók 13:1-18

Nr. 3: Hvað bendir til þess að paradísin, sem nefnd er í Lúkasi 23:43, sé jarðnesk? (rs bls. 287 gr. 2–bls. 288 gr. 2)

Nr. 4: Hvers vegna segja vottar Jehóva öðrum frá von sinni?

26. jan. Biblíulestur: 1. Mósebók 17–20 Söngur 106

Þjálfunarliður: Orðaval (be bls. 160 gr. 1-3)

Nr. 1: Samúð — lykillinn að góðvild og meðaumkun (wE02 15.4. bls. 24-7)

Nr. 2: w02 1.1. bls. 10-11 gr. 9-11

Nr. 3: Hvað merkja orð Jesú í Lúkasi 13:24?

Nr. 4: Hvernig getum við öðlast sanna visku og þekkingu? (rs bls. 288 gr. 3–bls. 289 gr. 2)

2. feb. Biblíulestur: 1. Mósebók 21–24 Söngur 64

Þjálfunarliður: Auðskilið mál (be bls. 161 gr. 1-4)

Nr. 1: Að undirbúa nemendaverkefni fyrir skólann (be bls. 43 gr. 1–bls. 44 gr. 3)

Nr. 2: 1. Mósebók 21:1-21

Nr. 3: Hvaðan er heimspeki manna komin? (rs bls. 289 gr. 3–bls. 290 gr. 2)

Nr. 4: * Hvers vegna á að taka trúlofun alvarlega?

9. feb. Biblíulestur: 1. Mósebók 25–28 Söngur 9

Þjálfunarliður: Fjölbreytni og nákvæmni (be bls. 161 gr. 5–bls. 162 gr. 4)

Nr. 1: Viðfangsefni og sviðsetning (be bls. 44 gr. 4–bls. 46 gr. 2)

Nr. 2: 1. Mósebók 28:1-15

Nr. 3: Hvernig getum við fundið innri frið í þessum hrjáða heimi?

Nr. 4: Hvers vegna ber það vitni um góða dómgreind að rannsaka það sem Jesús kenndi frekar en heimspeki manna? (rs bls. 290 gr. 3–bls. 291 gr. 3)

16. feb. Biblíulestur: 1. Mósebók 29–31 Söngur 160

Þjálfunarliður: Kraftur, tilfinning og blæbrigði (be bls. 163 gr. 1–bls. 164 gr. 2)

Nr. 1: Ráðvendni hreinskilinna leiðir þá (wE02 15.5. bls. 24-7)

Nr. 2: w02 1.2. bls. 20-21 gr. 6-10

Nr. 3: Hverja bænheyrir Guð? (rs bls. 292 gr. 1–bls. 293 gr. 2)

Nr. 4: Hvers vegna er dyggð mikilvægur eiginleiki fyrir kristna menn?

23. feb. Biblíulestur: 1. Mósebók 32–35 Söngur 1

Þjálfunarliður: Virtu reglur málfræðinnar (be bls. 164 gr. 3–bls. 165 gr. 1)

Munnleg upprifjun

1. mars Biblíulestur: 1. Mósebók 36–39 Söngur 49

Þjálfunarliður: Að nota uppkast (be bls. 166 gr. 1–bls. 167 gr. 2)

Nr. 1: Að semja ræður ætlaðar söfnuðinum (be bls. 47 gr. 1–bls. 49 gr. 1)

Nr. 2: 1. Mósebók 37:12-28

Nr. 3: Hvers vegna verður trú okkar að vera samfara þolgæði?

Nr. 4: * Hvað getur gert bænir okkar Guði vanþóknanlegar? (rs bls. 293 gr. 3–bls. 294 gr. 3)

8. mars Biblíulestur: 1. Mósebók 40–42 Söngur 205

Þjálfunarliður: Komdu röð og reglu á hugsanir þínar (be bls. 167 gr. 3–bls. 168 gr. 1)

Nr. 1: Að semja ræður fyrir þjónustusamkomuna eða aðrar samkomur (be bls. 49 gr. 2–bls. 51 gr. 1)

Nr. 2: 1. Mósebók 42:1-20

Nr. 3: Hvernig getum við ræktað náið samband við Jehóva?

Nr. 4: * Um hvað er viðeigandi að biðja? (rs bls. 294 gr. 4–bls. 295 gr. 3)

15. mars Biblíulestur: 1. Mósebók 43–46 Söngur 67

Þjálfunarliður: Hafðu ræðuuppkastið einfalt (be bls. 168 gr. 2–bls. 169 gr. 5)

Nr. 1: Hvenær blessar Jehóva einlæga viðleitni okkar? (wE02 1.8. bls. 29-31)

Nr. 2: 1. Mósebók 43:1-18

Nr. 3: # Ef einhver segir: ‚Biddu fyrst með mér og segðu mér síðan frá boðskapnum‘ (rs bls. 295 gr. 4-5)

Nr. 4: Hvernig er hægt að afla sér vina með hinum rangláta mammón?

22. mars Biblíulestur: 1. Mósebók 47–50 Söngur 187

Þjálfunarliður: Rökrétt úrvinnsla efnisins (be bls. 170 gr. 1–bls. 171 gr. 2)

Nr. 1: Af hverju leit Jehóva með velþóknun á fórn Abels en ekki Kains? (wE02 1.8. bls. 28)

Nr. 2: 1. Mósebók 47:1-17

Nr. 3: Hvaða einstæðu biblíuspádómar eiga eftir að rætast? (rs bls. 296 gr. 2–bls. 297 gr. 3)

Nr. 4: Hvers vegna er ótti við Jehóva upphaf viskunnar?

29. mars Biblíulestur: 2. Mósebók 1–6 Söngur 52

Þjálfunarliður: Að setja upplýsingar rökrétt fram (be bls. 171 gr. 3–bls. 172 gr. 5)

Nr. 1: Hvernig getur góð dómgreind verið þér til verndar? (wE02 15.8. bls. 21-4)

Nr. 2: w02 1.4. bls. 29-30 gr. 7-11

Nr. 3: Hvernig lítur Jehóva á stolt?

Nr. 4: Hvers vegna ættu kristnir menn að hafa mikinn áhuga á spádómum Biblíunnar? (rs bls. 297 gr. 4-8)

5. apríl Biblíulestur: 2. Mósebók 7–10 Söngur 61

Þjálfunarliður: Ekkert óviðkomandi efni (be bls. 173 gr. 1-4)

Nr. 1: Að semja ræður ætlaðar almenningi (be bls. 52 gr. 1–bls. 54 gr. 1)

Nr. 2: 2. Mósebók 8:1-19

Nr. 3:  #Ef einhver segir: ‚Þið leggið of mikla áherslu á spádóma‘ (rs bls. 298 gr. 1-2)

Nr. 4:  Hvers vegna er vonin eins og „akkeri sálarinnar“?

12. apríl Biblíulestur: 2. Mósebók 11–14 Söngur 87

Þjálfunarliður: Mælt af munni fram (be bls. 174 gr. 1–bls. 175 gr. 4)

Nr. 1: Það sem ræðumaðurinn þarf sjálfur að ákveða (be bls. 54 gr. 2-4; rammi bls. 55)

Nr. 2: 2. Mósebók 12:1-16

Nr. 3: Hvers vegna ættum við að taka fúslega við ögun Jehóva?

Nr. 4: Á hverju er kenningin um hreinsunareld byggð? (rs bls. 299 gr. 1-6)

19. apríl Biblíulestur: 2. Mósebók 15–18 Söngur 171

Þjálfunarliður: Gættu þín á tálgryfjum sem fylgja því að mæla af munni fram (be bls. 175 gr. 5–bls. 177 gr.1)

Nr. 1: Hvernig ættum við að líta á prófraunir? (wE02 1.9. bls. 29-31)

Nr. 2: w02 1.5. bls. 16-17 gr. 8-11

Nr. 3: Verður mönnum refsað áfram fyrir syndir sínar eftir dauðann? (rs bls. 300 gr. 2-6)

Nr. 4: * Hvers vegna á hjónabandið að endast ævilangt?

26. apríl Biblíulestur: 2. Mósebók 19–22 Söngur 59

Þjálfunarliður: Þegar þú ert krafinn skýringar (be bls. 177 gr. 2–bls. 178 gr. 2)

Munnleg upprifjun

3. maí Biblíulestur: 2. Mósebók 23–26 Söngur 13

Þjálfunarliður: Samtalsform (be bls. 179-80)

Nr. 1: Þjálfaðu þig sem kennari (be bls. 56 gr. 1–bls. 57 gr. 2)

Nr. 2: 2. Mósebók 23:1-17

Nr. 3: Hvernig getur Jehóva hjálpað mönnum að sigrast á skaðlegum ávaxna?

Nr. 4: Hvaðan koma hinir ólíku kynþættir? (rs bls. 301 gr. 1-4)

10. maí Biblíulestur: 2. Mósebók 27–29 Söngur 28

Þjálfunarliður: Röddin (be bls. 181 gr. 1-4)

Nr. 1: Bentu á mismun og andstæður (be bls. 57 gr. 3–bls. 58 gr. 2)

Nr. 2: 2. Mósebók 28:29-43

Nr. 3: Hvar fann Kain sér konu ef aðeins ein fjölskylda var til? (rs bls. 301 gr. 5–bls. 302 gr. 1)

Nr. 4: Hvers vegna er rangt að hafa fordóma gagnvart fólki af ólíkum kynþætti?

17. maí Biblíulestur: 2. Mósebók 30–33 Söngur 93

Þjálfunarliður: Lærðu að anda rétt (be bls. 181 gr. 5–bls. 183 gr. 2; rammi bls. 182)

Nr. 1: Hvettu áheyrendur til að hugsa (be bls. 58 gr. 3–bls. 59 gr. 3)

Nr. 2: 2. Mósebók 30:1-21

Nr. 3: Hvers vegna ættum við að vera hógvær?

Nr. 4: Hvers vegna eru kynþættirnir mismunandi? (rs bls. 302 gr. 2–bls. 303 gr. 2)

24. maí Biblíulestur: 2. Mósebók 34–37 Söngur 86

Þjálfunarliður: Slakaðu á spenntum vöðvum (be bls. 184 gr. 1–bls. 185 gr. 2; rammi bls. 184)

Nr. 1: Heimfærðu kennsluna og vertu góð fyrirmynd (be bls. 60 gr. 1–bls. 61 gr. 3)

Nr. 2: 2. Mósebók 36:1-18

Nr. 3: Eru allir menn börn Guðs? (rs bls. 303 gr. 3–bls. 304 gr. 4)

Nr. 4: Hvers vegna eigum við að vera trú í smáu?

31. maí Biblíulestur: 2. Mósebók 38–40 Söngur 202

Þjálfunarliður: Áhugi á viðmælandanum (be bls. 186 gr. 1-4)

Nr. 1: Samræðuleikni (be bls. 62 gr. 1–bls. 64 gr. 1)

Nr. 2: w02 1.7. bls. 18-19 gr. 3-6

Nr. 3: Hvernig getur 1. Jóhannesarbréf 3:19, 20 hughreyst okkur?

Nr. 4: Á fólk af öllum kynþáttum einhvern tíma eftir að sameinast í eitt bræðralag? (rs bls. 304 gr. 5–bls. 305 gr. 3)

7. júní Biblíulestur: 3. Mósebók 1–5 Söngur 123

Þjálfunarliður: Hlustaðu vel (be bls. 187 gr. 1-5)

Nr. 1: Að halda samræðum áfram (be bls. 64 gr. 2–bls. 65 gr. 4)

Nr. 2: 3. Mósebók 3:1-17

Nr. 3: Hvernig var dauði Jesú Krists frábrugðinn dauða annarra píslarvotta? (rs bls. 306 gr. 1-4)

Nr. 4: Hvað er rangt við að fikta við dulspeki?

14. júní Biblíulestur: 3. Mósebók 6–9 Söngur 121

Þjálfunarliður: Stuðlaðu að framförum annarra (be bls. 187 gr. 6–bls. 188 gr. 3)

Nr. 1: Að átta sig á afstöðu spyrjandans (be bls. 66 gr. 1–bls. 68 gr. 1)

Nr. 2: 3. Mósebók 7:1-19

Nr. 3: Hvernig getum við lært að hata hið illa?

Nr. 4: Hvers vegna var nauðsynlegt að greiða lausnargjaldið eins og það var greitt? (rs bls. 306 gr. 6–bls. 307 gr. 2)

21. júní Biblíulestur: 3. Mósebók 10–13 Söngur 183

Þjálfunarliður: Veittu aðstoð í verki (be bls. 188 gr. 4–bls. 189 gr.4)

Nr. 1: Listin að svara spurningum (be bls. 68 gr. 2–bls. 70 gr. 4)

Nr. 2: 3. Mósebók 11:1-25

Nr. 3: Hvers vegna ákvað Guð ekki bara að allir sem hlýddu fengju að lifa eilíflega? (rs bls. 307 gr. 3–bls. 308 gr. 1)

Nr. 4: Hvernig lítur Jehóva á svindl?

28. júní Biblíulestur: 3. Mósebók 14–16 Söngur 216

Þjálfunarliður: Að sýna öðrum virðingu (be bls. 190 gr. 1-4)

Munnleg upprifjun

5. júlí Biblíulestur: 3. Mósebók 17–20 Söngur 54

Þjálfunarliður: Kveðjur (be bls. 191 gr. 1–bls. 192 gr. 1)

Nr. 1: Að skrifa bréf (be bls. 71-3)

Nr. 2: 3. Mósebók 17:1-16

Nr. 3: Treystu skipulagi Jehóva

Nr. 4: Hverjir nutu fyrst góðs af lausnarfórn Jesú og í hvaða tilgangi? (rs bls. 308 gr. 2-3)

12. júlí Biblíulestur: 3. Mósebók 21–24 Söngur 138

Þjálfunarliður: Virðing í flutningi (be bls. 192 gr. 2–bls. 193 gr. 1)

Nr. 1: Stattu ekki í stað — vertu framsækinn (be bls. 74 gr. 1–bls. 75 gr. 3)

Nr. 2: 3. Mósebók 22:1-16

Nr. 3: Hverjir aðrir njóta góðs af lausnarfórn Jesú nú á tímum? (rs bls. 309 gr. 1-3)

Nr. 4: Var Jehóva aðeins Guð Gyðinga?

19. júlí Biblíulestur: 3. Mósebók 25–27 Söngur 7

Þjálfunarliður: Sannfæringarkraftur (be bls. 194 gr. 1–bls. 195 gr. 2)

Nr. 1: Notaðu hæfileika þína (be bls. 75 gr. 4–bls. 77 gr. 3)

Nr. 2: 3. Mósebók 25:1-19

Nr. 3: Hvernig verður hryðjuverkum útrýmt?

Nr. 4: Hvaða blessun hljótum við í framtíðinni vegna lausnargjaldsins? (rs bls. 310 gr. 1-4)

26. júlí Biblíulestur: 4. Mósebók 1–3 Söngur 30

Þjálfunarliður: Hvernig sannfæring birtist (be bls. 195 gr. 3–bls. 196 gr. 4)

Nr. 1: Ættu kristnir menn að vera afbrýðisamir? (wE02 15.10. bls. 28-31)

Nr. 2: w02 1.8. bls. 25-26 gr. 6-9

Nr. 3: Hvað þurfum við að gera til að njóta góðs af lausnarfórn Jesú? (rs bls. 310 gr. 5–bls. 311 gr. 3)

Nr. 4: Er rangt að syrgja látinn ástvin?

2. ágúst Biblíulestur: 4. Mósebók 4–6 Söngur 128

Þjálfunarliður: Nærgætni og festa (be bls. 197 gr. 1-3)

Nr. 1: Teljum daga okkar frammi fyrir Jehóva (wE02 15.11. bls. 20-3)

Nr. 2: 4. Mósebók 6:1-17

Nr. 3: Hvernig getur Biblían hjálpað fólki að hætta að hata hvert annað?

Nr. 4: Hvaða áhrif ætti lausnarfórnin að hafa á það hvernig við lifum lífinu? (rs bls. 311 gr. 4-6)

9. ágúst Biblíulestur: 4. Mósebók 7–9 Söngur 35

Þjálfunarliður: Nærgætni í boðunarstarfinu (be bls. 197 gr. 4–bls. 198 gr. 5)

Nr. 1: Getur stéttlaust þjóðfélag orðið að veruleika? (w02 1.1. bls. 4-7)

Nr. 2: 4. Mósebók 8:1-19

Nr. 3: Um hvað var Páll postuli að ræða þegar hann sagði að kristnir menn yrðu „hrifnir burt“ til að vera með Drottni? (rs bls. 312 gr. 1-2)

Nr. 4: Hver er andkristur?

16. ágúst Biblíulestur: 4. Mósebók 10–13 Söngur 203

Þjálfunarliður: Rétt orð á réttum tíma (be bls. 199 gr. 1-4)

Nr. 1: Treystu á Jehóva, hinn raunverulega Guð (w02 1.2. bls. 5-7)

Nr. 2: 4. Mósebók 12:1-16

Nr. 3: Fer hefnd Guðs saman við kærleika hans?

Nr. 4: Birtist Kristur sýnilega á skýi og tekur trúfasta kristna menn til himna að heiminum ásjáandi? (rs bls. 313 gr. 1-3)

23. ágúst Biblíulestur: 4. Mósebók 14–16 Söngur 207

Þjálfunarliður: Nærgætni gagnvart fjölskyldunni og öðrum (be bls. 200 gr. 1-4)

Nr. 1: Bræður sem ræktuðu með sér ólík viðhorf (wE02 15.1. bls. 21-3)

Nr. 2: w02 1.9. bls. 20-21 gr. 15-19

Nr. 3: Er hægt að taka kristna menn til himna í bókstaflegum líkama sínum? (rs bls. 314 gr. 1-2)

Nr. 4: * Hvers vegna eru ofbeldisfullir tölvuleikir ekki fyrir kristna menn?

30. ágúst Biblíulestur: 4. Mósebók 17–21 Söngur 150

Þjálfunarliður: Vertu jákvæður og uppbyggjandi (be bls. 202 gr. 1–bls. 203 gr. 2)

Munnleg upprifjun

6. sept. Biblíulestur: 4. Mósebók 22–25 Söngur 22

Þjálfunarliður: Að halda sig á jákvæðum nótum (be bls. 203 gr. 3–bls. 204 gr. 1)

Nr. 1: Hvers vegna fórst þessi fortíðarheimur? (w02 1.3. bls. 5-7)

Nr. 2: 4. Mósebók 22:1-19

Nr. 3: Verða trúfastir kristnir menn fluttir leynilega til himna án þess að þurfa að deyja? (rs bls. 314 gr. 3–bls. 315 gr. 2)

Nr. 4: * Hvers vegna ættu kristnir foreldrar að lesa fyrir börnin?

13. sept. Biblíulestur: 4. Mósebók 26–29 Söngur 71

Þjálfunarliður: Í samræðum við trúsystkini (be bls. 204 gr. 2–bls. 205 gr. 4)

Nr. 1: Hvernig mun fötlun taka enda? (wE02 1.5. bls. 4-7)

Nr. 2: 4. Mósebók 29:1-19

Nr. 3: Hvers konar vernd hljóta sannkristnir menn í þrengingunni miklu? (rs bls. 315 gr. 3–bls. 316 gr. 3)

Nr. 4: Hvernig hafa fyrirheit Guðs orðið að veruleika vegna Jesú Krists?

20. sept. Biblíulestur: 4. Mósebók 30–32 Söngur 51

Þjálfunarliður: Endurtekning til áherslu (be bls. 206 gr. 1-4)

Nr. 1: Sáið velgjörðum og uppskerið góðleik (wE02 15.7. bls. 28-31)

Nr. 2: 4. Mósebók 30:1-16

Nr. 3: Hvers vegna fara sumir kristnir menn til himna til að vera með Kristi? (rs bls. 316 gr. 5-8)

Nr. 4: * Hvers vegna ætti að forðast klám?

27. sept. Biblíulestur: 4. Mósebók 33–36 Söngur 100

Þjálfunarliður: Endurtekningar í boðunarstarfinu og ræðum (be bls. 207 gr. 1–bls. 208 gr. 4)

Nr. 1: Hvernig geta sannir dýrlingar hjálpað þér? (wE02 15.9. bls. 4-7)

Nr. 2: w02 1.9 bls. 31-32 gr. 15-19

Nr. 3: #‚Trúir þú að menn verði hrifnir upp til himna?‘ (rs bls. 316 gr. 9–bls. 317 gr. 2)

Nr. 4: Hvers vegna ætti að forðast spennufíkn?

4. okt. Biblíulestur: 5. Mósebók 1–3 Söngur 191

Þjálfunarliður: Unnið úr stefinu (be bls. 209 gr. 1-3)

Nr. 1: Huggun sem nákvæm þekking á Guði veitir (w02 1.10. bls. 5-7)

Nr. 2: 5. Mósebók 1:1-18

Nr. 3: Hvað þýðir það að tileinka sér sannleikann?

Nr. 4: Sannar það endurholdgunarkenninguna ef manni finnst maður þekkja fólk eða staði sem maður hefur aldrei séð áður? (rs bls. 317 gr. 3–bls. 319 gr. 1)

11. okt. Biblíulestur: 5. Mósebók 4–6 Söngur 181

Þjálfunarliður: Viðeigandi stef (be bls. 210 gr. 1–bls. 211 gr. 1; rammi bls. 211)

Nr. 1: Talið aftur í tímann frá 537 f.o.t. að 997 f.o.t. (si bls. 285 gr. 5-7)

Nr. 2: 5. Mósebók 4:1-14

Nr. 3: Hvers vegna sannar Jóhannes 9:1, 2 ekki endurholdgunarkenninguna? (rs bls. 319 gr. 2–bls. 320 gr. 2)

Nr. 4: Hvað felst í því að ‚hyggja að andanum‘?

18. okt. Biblíulestur: 5. Mósebók 7–10 Söngur 78

Þjálfunarliður: Aðalatriðin dregin fram (be bls. 212 gr. 1–bls. 213 gr. 1)

Nr. 1: Talið aftur í tímann frá 997 f.o.t. að 2370 f.o.t. (si bls. 285-6 gr. 8-11)

Nr. 2: w02 1.10. bls. 13 gr. 3-6

Nr. 3: Hversu mikill munur er á endurholdgunarkenningunni og voninni sem Biblían veitir (rs bls. 320 gr. 3-4)

Nr. 4: * Hvernig lítur Jehóva á fráhvarfsmenn?

25. okt. Biblíulestur: 5. Mósebók 11–13 Söngur 57

Þjálfunarliður: Ekki of mörg aðalatriði (be bls. 213 gr. 2–bls. 214 gr. 5)

Munnleg upprifjun

1. nóv. Biblíulestur: 5. Mósebók 14–18 Söngur 26

Þjálfunarliður: Inngangur sem vekur áhuga (be bls. 215 gr. 1–bls. 216 gr. 5)

Nr. 1: Talið aftur í tímann frá 2370 f.o.t. að 4026 f.o.t. (si bls. 286-7 gr. 12-15)

Nr. 2: 5. Mósebók 14:1-23

Nr. 3: #Ef einhver segir: ‚Ég trúi á endurholdgun.‘ (rs bls. 321 gr. 1-3)

Nr. 4: Hvers vegna ættu kristnir menn að lifa einföldu lífi?

8. nóv. Biblíulestur: 5. Mósebók 19–22 Söngur 182

Þjálfunarliður: Að ná athygli fólks í boðunarstarfinu (be bls. 217 gr. 1-4)

Nr. 1: Líf Jesú á jörðinni (si bls. 291 gr. 16-17)

Nr. 2: 5. Mósebók 21:1-17

Nr. 3: Af hverju eru til svona mörg trúarbrögð? (rs bls. 322 gr. 1–bls. 323 gr. 2)

Nr. 4: Hvernig geta dæmi úr Biblíunni hjálpað okkur í baráttunni við depurð?

15. nóv. Biblíulestur: 5. Mósebók 23–27 Söngur 162

Þjálfunarliður: Taktu fram hvert viðfangsefnið er (be bls. 217 gr. 5–bls. 219 gr. 2)

Nr. 1: Þjónustutími Jesú (si bls. 291 gr. 18-19)

Nr. 2: 5. Mósebók 24:1-16

Nr. 3: Hvernig er hægt að bera kennsl á þá sem Guð styður?

Nr. 4: Er það satt að eitthvað gott sé að finna í öllum trúarbrögðum? (rs bls. 323 gr. 3-5)

22. nóv. Biblíulestur: 5. Mósebók 28–31 Söngur 32

Þjálfunarliður: Áhrifaríkt niðurlag (be bls. 220 gr. 1-3)

Nr. 1: Að ársetja atburði á postulatímanum (si bls. 291-2 gr. 20-3)

Nr. 2: 5. Mósebók 29:1-18

Nr. 3: Er rétt að hafna trúarbrögðum foreldra sinna? (rs bls. 324 gr. 1-3)

Nr. 4: Hvers vegna ættu kristnir menn að vera lítillátir?

29. nóv. Biblíulestur: 5. Mósebók 32–34 Söngur 41

Þjálfunarliður: Það sem er gott að hafa í huga (be bls. 220 gr. 4–bls. 221 gr. 4)

Nr. 1: Önnur trúboðsferð Páls (si bls. 292-3 gr. 24-5)

Nr. 2: w02 1.11. bls. 10-11 gr. 10-13

Nr. 3: Leiðir til að helga nafn Guðs

Nr. 4: Hvernig lítur Biblían á tilbeiðslu með öðrum trúfélögum? (rs bls. 325 gr. 1–bls. 326 gr. 1)

6. des. Biblíulestur: Jósúabók 1–5 Söngur 40

Þjálfunarliður: Í boðunarstarfinu (be bls. 221 gr. 5–bls. 222 gr. 6)

Nr. 1: Þriðja trúboðsferð Páls og lokaárin 56-100 (si bls. 293 gr. 26-30)

Nr. 2: Jósúabók 4:1-14

Nr. 3: Er nauðsynlegt að tilheyra trúfélagi? (rs bls. 326 gr. 2–bls. 327 gr. 2)

Nr. 4: Eru jólin kristin hátíð?

13. des. Biblíulestur: Jósúabók 6–8 Söngur 213

Þjálfunarliður: Farðu rétt með staðreyndir (be bls. 223 gr. 1-5)

Nr. 1: Afsökunarbeiðni — lykill að friði (wE02 1.11. bls. 4-7)

Nr. 2: Jósúabók 6:10-23

Nr. 3: Hvers vegna ættum við að halda áfram að prédika hús úr húsi?

Nr. 4: Skiptir mestu máli að elska náungann? (rs bls. 327 gr. 4)

20. des. Biblíulestur: Jósúabók 9–11 Söngur 135

Þjálfunarliður: „Fastheldinn við hið áreiðanlega orð“ (be bls. 224 gr. 1-4)

Nr. 1: Styrkið hendur ykkar (wE02 1.12. bls. 30-1)

Nr. 2: w03 1.2. bls. 17-18 gr. 19-23

Nr. 3: Skiptir mestu máli að eiga einkasamband við Guð? (rs bls. 327 gr. 5–bls. 328 gr. 1)

Nr. 4: * Hvað þýðir það að vera friðsamur?

27. des. Biblíulestur: Jósúabók 12–15 Söngur 210

Þjálfunarliður: Að sannreyna nákvæmni upplýsinga (be bls. 225 gr. 1-3)

Munnleg upprifjun

* Skal aðeins fela bræðrum.

# Veldu, eftir því sem tími leyfir, svör við mótbárum, fullyrðingum og svo framvegis sem koma að bestum notum á starfssvæðinu.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila