Þjónustusamkomur
Vikan sem hefst 12. janúar
Söngur 224
10 mín.: Staðbundnar og valdar tilkynningar úr Ríkisþjónustu okkar. Sviðsetjið síðustu tillöguna á bls. 4.
20 mín.: „Yfirburðir visku Guðs.“a Biðjið áheyrendur að skýra ritningarstaði, sem vísað er til, eftir því sem tími leyfir.
15 mín.: Við gleðjumst yfir nýju riti. Umræður við áheyrendur. Það var ánægjulegt þegar bæklingurinn „See the Good Land“ („Sjáðu landið góða“) var gefinn út á landsmótinu „Gefið Guði dýrðina“. Hann er ólíkur öllum öðrum ritum í bókahillum okkar. Á hverri opnu er að finna spennandi upplýsingar um fyrirheitna landið. Bendið á sumt af því sem kemur fram á hinum ýmsu kortum. Biðjið áheyrendur um að segja frá hvernig þeir hafa haft gagn af kortabæklingnum.
Söngur 186 og lokabæn.
Vikan sem hefst 19. janúar
Söngur 95
5 mín.: Staðbundnar tilkynningar.
10 mín.: Spurningakassinn. Ræða öldungs.
15 mín.: Staðbundnar þarfir.
15 mín.: „Hjálpum mökum sem eru ekki vottar.“b Eigið viðtal við einn eða tvo sem urðu þjónar Jehóva vegna góðrar hegðunar maka sinna sem voru þegar í trúnni.
Söngur 73 og lokabæn.
Vikan sem hefst 26. janúar
Söngur 158
12 mín.: Staðbundnar tilkynningar og reikningshaldsskýrslan. Minnið boðbera á að skila starfsskýrslum fyrir janúar. Notið tillögurnar á bls. 4 og sýnið hvernig bjóða má Varðturninn 1. febrúar og Vaknið! janúar-mars. Í báðum tilfellum ætti að bjóða blöðin saman, jafnvel þótt aðeins annað sé kynnt. Í annarri kynningunni ætti að sýna hvernig nágranna eru boðin blöðin.
15 mín.: Farðu eftir orði Guðs daglega. Ræða með þátttöku áheyrenda. Hvetjið alla til að nota Rannsökum daglega ritningarnar — 2004. Ræðið formálann á bls. 3-4. Spyrjið áheyrendur á hvaða tíma þeim finnst best að lesa og hugleiða dagstextann. Farið yfir vers dagsins og skýringuna við það með söfnuðinum. Biðjið áheyrendur um tillögur að því hvernig hægt sé að heimfæra upplýsingarnar í lífinu. Hvetjið alla til að nota stutta stund á hverjum degi til að hugleiða hvernig hægt sé að nota efni dagstextans viturlega.
18 mín.: Ræktið vináttu við trúsystkini. (Orðskv. 18:24; 27:9) Ræða með þátttöku áheyrenda byggð á Varðturninum 1. desember 2000 á ensku, bls. 22-3. Sönn tilbeiðsla hefur meðal annars þá blessun í för með sér að við getum eignast sanna vini. Félagsskapur á samkomum, í boðunarstarfinu og við önnur tækifæri er hvetjandi og örvandi. Hvernig getum við ræktað vináttu við aðra í söfnuðinum? Farið yfir rammagreinina „Six Steps to a Lasting Friendship“ (Sex hliðar á varanlegri vináttu) og bjóðið áheyrendum að segja hvernig hver þáttur á við í samskiptum okkar við trúsystkini.
Söngur 177 og lokabæn.
Vikan sem hefst 2. febrúar
Söngur 204
10 mín.: Staðbundnar tilkynningar. Nefnið ritatilboðið í febrúar. Farið yfir tillögur um hvernig bjóða má Lífið — varð það til við þróun eða sköpun? í Ríkisþjónustu okkar í febrúar 1998, bls. 8.
20 mín.: „Hafðu nákvæmar gætur á hvernig þú notar tímann.“c Biðjið áheyrendur að nefna hvað þeir geri til að koma í veg fyrir að lítilsverð viðfangsefni steli tíma frá andlegum hugðarefnum.
15 mín.: Verum eftirbreytendur Páls eins og hann var eftirbreytandi Krists. (1. Kor. 11:1) Umræður við áheyrendur. Páll líkti eftir Jesú og greip tækifærið til að vitna fyrir þeim „sem urðu á vegi hans“. (Post. 17:17) Hvaða tækifæri höfum við til að gera slíkt hið sama? Hverjir verða ,á vegi okkar‘ þegar við förum í búðir, erum í vinnunni eða skólanum eða ferðumst með almenningsfarartækjum? Hverja gætum við komist í samband við þegar við erum heima við? Biðjið áheyrendur um að segja frá hvernig þeir hafa vitnað fyrir fólki í dagsins önn.
Söngur 151 og lokabæn.
[Neðanmáls]
a Hafið inngangsorðin skemmri en eina mínútu og farið yfir greinina með spurningum og svörum.
b Hafið inngangsorðin skemmri en eina mínútu og farið yfir greinina með spurningum og svörum.
c Hafið inngangsorðin skemmri en eina mínútu og farið yfir greinina með spurningum og svörum.