Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 3.04 bls. 3
  • Bréf frá hinu stjórnandi ráði

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Bréf frá hinu stjórnandi ráði
  • Ríkisþjónusta okkar – 2004
Ríkisþjónusta okkar – 2004
km 3.04 bls. 3

Bréf frá hinu stjórnandi ráði

Kæru bræður og systur.

„Náð sé með yður og friður frá Guði föður vorum og Drottni Jesú Kristi.“ (1. Kor. 1:3) Við hlökkum innilega til þess tíma þegar allt sem andardrátt hefur gefur Jehóva dýrðina sem hann verðskuldar. (Sálm. 150:6) Á meðan við bíðum eftir þeim mikla degi höldum við áfram að boða fagnaðarerindið um Guðsríki og gera menn að lærisveinum.

Boðunarstarfið er þungamiðjan í verki Jehóva á jörðinni. (Mark. 13:10) Við biðjum Jehóva að hjálpa okkur að sinna þessu starfi af því að við vitum að hann hefur mikinn áhuga á því, og við gerum okkur grein fyrir því að allir menn hafa tækifæri til að njóta góðs af lausnarfórninni. (Opinb. 14:6, 7, 14, 15) Að vísu mætum við erfiðleikum en við erum ,íklædd krafti frá hæðum‘ til að sinna boðunarstarfinu og við erum mjög þakklát fyrir það. — Lúk. 24:49.

Það er ánægjulegt að líta til baka yfir síðasta þjónustuár og hugsa um það sem Jehóva hefur áorkað með aðstoð þjóna sinna. Fólk Guðs, sem er knúið af heilögum anda, hefur um heim allan sigrast á hatri og líkt þannig eftir kærleika Krists. Þessi kærleikur var áberandi á mótum okkar. Frá júní til desember 2003 fóru fulltrúar frá rúmlega hundrað löndum á 32 alþjóðamót í öllum sex heimsálfunum. Trúboðar, alþjóðlegir sjálfboðaliðar og Betelítar, sem þjóna á erlendri grund, voru teknir tali á umdæmis- og alþjóðamótum.

Á þessum mótum fengum við bæklinginn „See the Good Land“ (Sjáðu landið góða) og bókina Lærum af kennaranum mikla. Einnig var tilkynnt að endurskoðuð útgáfa af Brautryðjendaskólabókinni eigi að koma út í lok þjónustuársins 2004. Reyndum brautryðjendum, sem hafa áður sótt skólann, verður smám saman boðið að vera með nýju brautryðjendunum í skólanum.

Með stuðningi Guðs og örlæti manna hefur verið hægt að reisa marga nýja ríkissali, og þá sérstaklega í fátækari löndum. Verið er að stækka deildarskrifstofur í mörgum löndum vegna þess að eftirspurnin eftir andlegri fæðu hefur aukist um heim allan. Bæklingurinn Enjoy Life on Earth Forever! (Þú getur öðlast eilíft líf á jörðinni!) er nú fáanlegur á 299 tugumálum og hefur verið gefinn út í 139 milljónum eintaka; bókin Þekking sem leiðir til eilífs lífs hefur verið gefin út í meira en 93 milljónum eintaka á 161 tungumáli; og rúmlega 200 milljónir eintaka af bæklingnum Hvers krefst Guð af okkur? hafa verið prentuð á 267 tungumálum.

Við bjóðum þá 258.845, sem táknuðu vígslu sína með niðurdýfingarskírn á síðasta þjónustuári, hjartanlega velkomna. Þó svo að Satan beini hatri sínu sér í lagi að ykkur, vegna þess að þið styðjið Guðsríki, blessar Jehóva ykkur sérstaklega og verndar andlega í hlaupinu sem þið eigið fram undan. (Hebr. 12:1, 2; Opinb. 12:17) Já, þið megið vera viss um að ,vörður ykkar blundar ekki‘. — Sálm. 121:3.

Árstextinn fyrir 2004, ,Vakið, verið viðbúnir‘, er mjög tímabær. (Matt. 24:42, 44) Í orði Guðs er kristnum mönnum lýst sem útlendingum í þessu heimskerfi sem líður brátt undir lok. (1. Pét. 2:11; 4:7) Við verðum því að vera einbeitt, lifa einföldu lífi og rannsaka hjörtu okkar gaumgæfilega. ,Drekinn mikli‘ vill gleypa okkur í sig og fá okkur til að verða hluti af heimskerfi sínu. — Opinb. 12:9.

Nauðsynlegt er að lesa Biblíuna daglega til að við getum verið árvökur. Það getur hjálpað okkur að láta ‚já okkar vera já‘ og standa þannig við vígsluheitið og halda „staðfastlega allt til enda trausti voru, eins og það var að upphafi“. (Jak. 5:12; Hebr. 3:14) Daglegur biblíulestur minnir okkur líka á hve frábrugðnir staðlar heimsins eru óbreytanlegum stöðlum Guðs. (Mal. 3:6; 2. Tím. 3:1, 13) Þekking á Biblíunni getur hjálpað okkur að hunsa ,uppspunnar skröksögur‘ og vera Jehóva trúföst. — 2. Pét. 1:16; 3:11.

Þegar þið foreldrar alið börnin upp með aga og umvöndun Jehóva er mikilvægt að hjálpa þeim að ,vera viðbúin‘ og setja sér andleg markmið. (Ef. 6:4) Kennið þið þeim að líta á framtíðina eins og vitrasti maður á jörðinni? Jesús hefði getað orðið besti smiður, uppfinningamaður eða læknir allra tíma en kaus hins vegar að þjóna í fullu starfi. Megi fordæmi hans hvetja þig til að hjálpa börnum þínum að setja hagsmuni Guðsríkis framar öllu öðru.

Trúi þjónshópurinn, sem hið stjórnandi ráð er fulltrúi fyrir, er ‚múginum mikla‘ innilega þakklátur fyrir að hjálpa sér að sinna því verkefni að ,prédika fagnaðarerindið um alla heimsbyggðina‘. (Opinb. 7:9; Matt. 24:14, 45) Þið eruð Jehóva kær og hann fullvissar ykkur um að hann muni eftir „verki yðar og kærleikanum, sem þér auðsýnduð nafni hans, er þér veittuð hinum heilögu þjónustu og veitið enn“. (Hebr. 6:10) Þegar þið lesið spennandi frásögur á næstu blaðsíðum og sjáið árangurinn af sameiginlegu starfi ykkar megið þið vera viss um að þið hafið gegnt lykilhlutverki í þessu alþjóðlega boðunarstarfi.

Haldið áfram að vera hugrökk og ,horfa fram til launanna‘ og látið hvorki menn né illa anda taka þau frá ykkur. (Hebr. 11:26; Kól. 2:18) Já, treystið á Jehóva og verið viss um að hann veiti öllum sem elska hann eilíft og ánægjulegt líf. — Jóh. 6:48-54.

Þið megið vera þess fullviss að við njótum þess að þjóna og lofa Jehóva með ykkur.

Bræður ykkar,

Stjórnandi ráð Votta Jehóva

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila